Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Blaðamaður yfirheyrður í rannsókn vegna frétta um „skæruliðadeild Samherja“ fyrir að fá senda tölvupósta

Ingi Freyr Vil­hjálms­son blaða­mað­ur fékk rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu sem snýr að „skæru­liða­deild Sam­herja“ við upp­haf rann­sókn­ar á mál­inu. Hon­um var þó ekki til­kynnt um það fyrr en í síð­ustu viku. Ástæð­an sem lög­regla gaf var að hún hefði ekki vit­að að Ingi Freyr væri flutt­ur til Ís­lands. Ingi Freyr hef­ur ver­ið bú­sett­ur á Ís­landi frá miðju sumri 2021.

Blaðamaður yfirheyrður í rannsókn vegna frétta um „skæruliðadeild Samherja“ fyrir að fá senda tölvupósta
Gaf skýrslu Ingi Freyr gaf skýrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær, í Kópavogi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á Heimildinni, var á þriðjudag kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í svokölluðu „skæruliðadeildarmáli“. Í síðustu viku fékk Ingi Freyr upphringingu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra þar sem hann var boðaður til skýrslutöku og var honum þá gerð grein fyrir því að hann hefði haft réttarstöðu sakbornings í málinu frá upphafi. Það hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra síðan í maí 2021 og aðrir blaðamenn sem fengið hafa stöðu sakbornings við rannsóknina fengu tilkynningu um slíkt í febrúar 2022. 

Þær skýringar sem Ingi Freyr fékk á því að hann hefði ekki verið upplýstur um að hann hefði réttarstöðu sakbornings fyrr en í síðustu viku var sögð sú að Ingi Freyr hefði á þeim tíma búið erlendis. Það er rangt þar eð Ingi Freyr flutti til Íslands um mitt sumar 2021. Sagði lögregluþjónninn aðspurður um þetta í samtalinu við Inga Frey að hann hefði „heyrt“ að hann væri fluttur til Íslands. Búseta Inga Freys hér á landi hefur verið ljós samkvæmt skráningu í Þjóðskrá í 20 mánuði.

Ingi Freyr kom ekki að skrifum um „skæruliðadeild Samherja“ í maí 2021. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögregluþjónninn veitti Inga Frey í símtalinu er hann með réttastöðu sakbornings vegna þess að honum voru sendir tölvupóstar haustið 2021, nokkrum mánuðum eftir að umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“ birtist.

Í tölvupósti sem Ingi Freyr fékk sendan 8. mars síðastliðinn frá lögreglunni kom fram að hann væri grunaður um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem lúta að friðhelgi einkalífs. Var Inga Frey gert að mæta til yfirheyrslu í Kópavogi á þriðjudag vegna málsins. Er Ingi Freyr fjórði blaðamaðurinn sem starfar á Heimildinni sem fær réttarstöðu sakbornings í málinu, og fimmti blaðamaðurinn í allt.

Auk þeirra hefur Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks, réttarstöðu sakbornings. Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að hún hafi verið yfirheyrð á ný í málinu á þriðjudag. Í blaðinu er haft eftir Þóru: „Þetta var stutt og til­tölu­lega vand­ræðal­egt. Lögmaður­inn minn bókaði sterk mót­mæli yfir því hversu lang­an tíma þetta hefði tekið, enda bryti það í bága við saka­mála­lög. En ég geri ráð fyr­ir því að þessu ljúki mjög fljót­lega.“   

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki verið í sambandi við hina þrjá blaðamennina sem eru með réttarstöðu sakbornings síðan þeir voru yfirheyrðir í ágúst í fyrra.

Upphafið umfjöllun um skæruliðadeild Samherja

Málið á upphaf sitt í því að í maí 2021 birtu Kjarninn og Stundin, miðlarnir tveir sem nú hafa sameinast í Heimildina, fjölda frétta og fréttaskýringa, sem byggð voru á gögnum sem sýndu hvernig stjórn­­­end­­­ur, starfs­­­fólk og ráð­gjafar Sam­herja höfðu lagt á ráðin um að ráð­­­ast gegn nafn­­­greindum blaða­­­mönn­um, lista­­­mönn­um, stjórn­­­­­mála­­­mönn­um, félaga­­­sam­­­tökum og ýmsum öðrum til að hafa af þeim æruna, trú­verð­ug­­­leik­ann eða lífs­við­­­ur­vær­ið. 

Gögnin áttu uppruna sinn í samskiptum hóps fólks sem kallaði sig „Skæruliðadeild Samherja“. Í umfjöllun miðlanna kom fram að þrír einstaklingar gegndu lykilhlutverki í áróðursteymi Samherja: Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure lögmaður og Páll Steingrímsson skipstjóri. Hópurinn var í reglulegum samskiptum við æðstu stjórnendur Samherja um hvernig hann ætti að beita sér. 

Þessi hegðun átti sér stað allt frá því að Kveikur, Stund­­­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjallanir sínar um Sam­herja og atferli fyr­ir­tæk­is­ins í Namibíu í nóv­em­ber 2019 og þangað til að umræddar fréttir og fréttaskýringar voru birtar í Stundinni og Kjarnanum.  

Sam­herji sendi frá sér yfir­­lýs­ingu vegna máls­ins 30. maí 2021. Þar sagði að ljóst væri að stjórn­­­endur félags­­­ins hafi gengið „of lang­t“ í við­brögðum við „nei­­­kvæðri umfjöllun um félag­ið [...] Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­­­ast afsök­unar á þeirri fram­­­göng­u.“

Um miðjan febrúar á síðasta ári, 2022, var greint frá því að Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum hefðu fengið stöðu sakborninga við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, á Akureyri, vegna meints brots á friðhelgi einkalífs. Hið sama átti við um Aðalstein Kjartansson blaðamann á Stundinni og Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks á RÚV. Voru blaðamennirnir boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni af þessum sökum í ágúst á síðasta ári.

Gert að sök að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs

Blaðamönnunum fimm er gert að hafa gerst brotlegir við ákvæði 228. og 229. greina almennra hegningarlaga sem snú­ast um frið­helgi einka­lífs með því að taka við gögnum, vinna úr þeim og skrifa fréttir. Í gögnum málsins kemur skýrt fram að lög­reglan á Norð­ur­landi eystra telur það mik­il­vægt að lög­­regla rann­saki mál þar sem reynir á mörk tjáningarfrelsins fjölmiðla „þannig að dóm­stólum verði gert fært að fjalla efn­is­­lega um þessi mörk með hlið­­sjón af öllum þeim gögnum sem aflað hefur verið við rann­­sókn máls­ins.“

Ákvæðin sem blaðamönnunum fimm er gefið að hafa brotið gegn komu inn í íslensk lög árið 2021 og sam­hliða var bætt við sér­stöku refsi­leysi fyrir blaða­menn svo þeir geti áfram sem áður tekið við gögnum og fjallað um þau, telji þeir að gögnin eigi erindi. Í lög­skýr­ingu, sem sett er fram í áliti allsherjar- og menntamálanefndar milli umræðna um breytinguna, segir að ákvæðin eigi ekki við „þegar hátt­­­semin er rétt­læt­an­­­leg með vísan til almanna- eða einka­hags­muna. Er hér m.a. litið til þess að ákvæðið hamli ekki störfum og tján­ing­­­ar­frelsi fjöl­miðla, m.a. í þeim til­­­vikum þegar þeir fá aðgang að gögnum eða for­­­ritum sem hefur verið aflað í heim­ild­­­ar­­­leysi og geti varðað almanna­hags­mun­i.“ 

Auk blaðamanna er einstaklingur nákominn Páli Steingrímssyni skipstjóra með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar, fyrir að taka síma hans ófrjálsri hendi og skila honum síðar. Sami einstaklingur hefur einnig legið undir grun um að hafa byrlað Páli, en niðurstaða réttarmeinafræðings sem fengin var af lögreglu til að vinna réttarfræðilega matsgerð var sú að engar handfastar vísbendingar væru til staðar um að reynt hafi verið að eitra fyrir Páli. 

Héraðsdómur sagði aðfarir lögreglu ólögmætar

Aðalsteinn Kjartansson kærði þá ráðstöfun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að veita honum réttarstöðu sakbornings í málinu þegar í febrúar á síðasta ári. Fór hann fram á að Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði um lögmæti aðgerða lögreglunnar í málinu.

Héraðsdómur úrskurðaði 28. febrúar 2022 að lögreglustjóranum á Norðurlandi, Páleyju Borgþórsdóttur, hafi verið óheimilt að veita Aðalsteini réttarstöðu sakbornings.

Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að „blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Enn fremur segir í dómnum að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt, það er að segja að það eitt að maður taki við og opni gögn sem dreift er í óþökk þess sem þau varðar, sé ekki refsivert athæfi.

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, sagði fyrir dómi að málflutningur lögreglunnar væri byggður á sandi. Engin staðfesting væri til staðar fyrir því að kynferðislegu efni hefði yfirhöfuð verði dreift. Kenningar lögreglu þar um væru samsæriskenningar og málatilbúnaðurinn hefði ekkert að gera með nein kynlífsmyndbönd heldur væri tilgangurinn að þagga niður í blaðamönnum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem vísaði 16. mars 2022 máli Aðalsteins frá og tók ekki efnislega afstöðu varðandi kæru hans. Aðalsteinn kærði þá niðurstöðu til Hæstaréttar en rétturinn vísaði þeirri kæru frá og taldi að hann hefði ekki heimild til að kæra frávísunarúrskurðinn. Aðalsteinn hefur falið lögmanni sínum að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Þóra Arnórsdóttir, sem einnig hefur stöðu sakbornings við rannsóknina, krafðist þess í apríl á síðasta ári fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka málið. Því hafnaði dómurinn.

Lítið sem ekkert unnið í rannsókn málsins mánuðum saman

Blaðamennirnir fjórir voru því teknir í yfirheyrslu að í ágúst síðastliðnum. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í hverjir heimildarmenn þeirra gætu verið, hvernig vinnulagi við fréttaskrif er háttað og hvar þeir telji að mörk tjáningarfrelsis fjölmiðla liggja. Þær spurningar sem bornar voru fyrir Inga Frey á þriðjudag voru að uppistöðu af sama meiði. 

Í nóvember á síðasta ári sendu lögmenn blaðamanna kvörtun til ríkissaksóknara vegna rannsóknar málsins. Í kvörtun lögmanns Þórðar Snæs kemur fram að miðað við svör lögreglu til hans virðist enginn gangur hafa verið í rannsókn málsins um nokkurt skeið og að lögregla hafi borið fyrir sig annir við að sinna öðrum málum. Auk þess hafi utanumhald á rannsóknargögnum málsins og afhending þeirra væri brogað. Var farið fram á það að ríkissaksóknari hlutaðist til um að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra lyki meðferð málsins sem fyrst og án frekari tafa.

Í svari lögreglunnar á Norðurlandi eystra til ríkissaksóknaraembættisins sagði að veikindi eins sakbornings hefðu tafið rannsóknina og að ekki væri hægt að ljúka henni fyrr en hægt væri að taka skýrslu af viðkomandi einstaklingi. Enginn þeirra fimm blaðamanna sem fengið hafa réttarstöðu sakbornings í málinu hafa glímt við veikindi sem hafa hindrað þá frá því að mæta til skýrslutöku.

Í svarbréfi ríkissaksóknara til lögmanns Þórðar Snæs, sem er dagsett 6. febrúar síðastliðinn, segir að embættið telji „ekki efni til frekari aðgerða af sinni hálfu að svo stöddu en hefur óskað eftir því við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að hraða rannsókn málsins eins og hægt er.“

Fyrirvari um hagsmuni: Í fréttinni er fjallað um atburði sem tengjast Heimildinni og starfsmönnum fjölmiðilsins beint.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ég segi nú bara: Það er eins gott fyrir hana að það komi eitthvað út úr þessari rannsókn.
    Það þarf ekki að spyrja að leiks lokum ef enginn verður dæmdur. En hún hefur enn smá tíma til að Bjarna bófast á kostnað almennings í landinu.

    p.s. væri ekki reynandi að hafa samband suður og fá smá aðstoð við rannsóknina. Þetta er orðið svo langdregið þetta leikrit að maður er farinn að missa þráðinn.
    Bið að heilsa ykkur Keystone Cops.
    0
  • Kristján Aðalsteinsson skrifaði
    Flott hjá samherja dæma þessa fasimo feministo fretta men beint með þá í fangelsi
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Handbendi Samherja innan lögreglunnar misbeita gróflega valdi sínu gagnvart blaðamönnum/fjölmiðlum, það eitt og sér kallar á sérstaka rannsókn héraðssaksóknara á embætti lögreglu á norð-austur landi. Samherji hefur lögheimili í kjördæminu, svo það sé sagt. Hvað er að frétta af Samherja/Namíbíu-svindli forstjóra og annarra sakborninga í því óþverra máli ?
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Þetta er svolítið svipað eins og þegar eigandi Wagner málaliðahópsins stóð í endalausum málaferlum við blaðamenn í Bretlandi til að neita því að hann væri eigandinn eða tengdist Wagner á einhvern hátt. Málatilbúnaðurinn var bull enda vissu það allir enda var markmiðið ekki að vinna mál heldur að láta fjölmiðla blæða í endalausum kostnaði. Þannig virkar ólígarkista landið Ísland orðið í dag.
    2
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    - Lítið sem ekkert unnið í rannsókn málsins mánuðum saman -
    Kælingaráhrif er allt sem þarf. Láta þetta hanga yfir blaðamönnum þangað til þeir gefast upp eða fara á eftirlaun.
    3
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Engin lög koma í veg fyrir malamyndargerninga og harrasment opinberra aðila á meðlimum þjóðfélagsins og þetta mál sannar að íslensk spilling er kerfisspilling og Samherji í raun aukaatriði enda afleiðing ekki orsök
    1
  • HK
    Hallur Kristvinsson skrifaði
    Þessu þarf að fylgja eftir eins langt og hægt er. Ef skortir fé þá bara safna nafnlaust þannig að ekki komi fram opinberlega hverjir gáfu. Fyrir þá sem vilja gefa nafnlaust.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu