Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur frá Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri er á leið til Reykja­vík­ur til að yf­ir­heyra blaða­menn vegna um­fjöll­un­ar þeirra um að­ferð­ir svo­kall­aðr­ar „skæru­liða­deild­ar“ Sam­herja, sem rægði blaða­menn. Lög­regl­an veit­ir blaða­manni Stund­ar­inn­ar stöðu grun­aðs manns og tel­ur um­fjöll­un­ina hegn­ing­ar­laga­brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins sem varð­ar allt að eins árs fang­elsi.

Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu
Rannsakar blaðamenn Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem hefur aðsetur á Akureyri, mun senda lögreglumann til Reykjavíkur í næstu viku til þess að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar um aðferðir „skæruliðadeildar“ Samherja gegn blaðamönnum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru minnst þrír blaðamenn boðaðir í yfirheyrslu. Einn þeirra, er Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar. Hinir eru Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum.

Í boðun segir lögreglan að Aðalsteinn hafi réttarstöðu sakbornings: „Þú munt fá réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna og hefur því rétt á að mæta með lögmann með þér sem lögreglan tilnefnir þér við rannsókn málsins.“

Stundin fjallaði í maí síðastliðnum um tilraunir starfsmanna og verktaka Samherja til þess að koma óorði á blaða- og fréttamenn sem fjölluðu um mútmál Samherja í Namibíu. Þar kom meðal annars fram að þrír einstaklingar gegndu lykilhlutverki í áróðursteymi Samherja: Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure lögmaður og Páll Steingrímsson skipstjóri. Sá síðastnefndi birti í sínu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (22)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Lögregludeild Samherja.
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Miðað við ummæli fjármálaráðherra um þetta efni þá er mig farið að gruna að efsta lag Sjálfstæðisflokksins hafi eitthvað líka með málið að gera enda þarf að passa upp á sína skjólstæðinga. Enda eins og hann sagði þá er þrískipting valdsins hér á landi og flokkurinn á sína menn á öllum þeim stöðum. Reyndar sagði hann ekki þetta með sína menn á öllum stigum valdsins. En þið vonandi skiljið.
    2
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Ég sem hélt að ég byggi á Akureyri en það er greinilega misskilningur, mér sýnist á öllu að ég búi annaðhvort í Norður Kóreu eða Rússlandi miðað við þetta rugl.
    6
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Bananauppskera er greinilega góð þetta árið.
    Það er ekki bara Lögbann á Stundina þar sem þaggað var niður í fjölmiðli.
    Nú er skæruliðadeildin greinilega búin að yfirtaka Lögregluembættið í hjarta Samherjabæjarins.
    8
  • Guðjon Eiríksson skrifaði
    Ef ætlað brot er framið í Reykjavík, hvers vegna hafa blaðamennirnir réttarstöðu sakbornings á norðurlandi?
    14
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Flokkurin á Lögguna og Dómsmálin.
    11
  • TÞF
    Torfi Þór Friðfinnsson skrifaði
    Að hugsa sér að sama daginn og Þorsteinn (Gunnar) Már skuli vera fyrir Landsrétti í 2 málum kemur þetta, ætli að Sam-spillingin nái inn í Lögreglustjórann á Norðurlandieistra henni er nú ekki fisjað samann (er skuggabaldur þarna)
    8
  • Margret Sigrun skrifaði
    #verbúðin2 Það er verið að keyra í framhaldið og fóður fyrir næstu þáttaröð. Sumir kaupa blaðamenn á meðan aðrir blaðamenn neita að láta kaupa sig.
    5
  • Hermann Óskarsson skrifaði
    Þessi vegferð opinberra aðila er ótrúleg afbökun á rétti til einkalífs, er það virkilega lögvarinn réttur einhvers að níða niður mannorð annarra í skjóli nafnleyndar. Ef svo fer að umræddir heimilda- og blaðamen verða sakfelldir mun réttarríkið íslenska tapa trúverðugleika endanlega.
    11
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Þorsteinn Már kemur fram og biður fólk afsökunar en þrýstir á sama tíma á Lögguna í hverfinu að fara áfram með ofbeldið. Það er skylda yfirvalda að losa okkur við þetta dýr. Rekann úr landi hugnast best.
    21
  • Inga Sturlu skrifaði
    Klárlega brot á friðhelgi einkalífsins þegar blaðamaður birtir gögn úr síma sem hann vissi að sér yrði færður án vitundar eigandans. Algjörlega siðlaust með öllu að mínu mati. Sorglegt ef lög ná ekki yfir ósvífni, þjófnað og óheiðarleika íslenskra fjölmiðlamanna.
    -22
    • Viðar Eggertsson skrifaði
      Var þá starf skæruliðadeildar Samherja löglegt?
      31
    • SK
      Sveinbjörg Kristjánsdóttir skrifaði
      Wow, vonandi verður þú ekki lögsótt "Sorglegt ef lög ná ekki yfir ósvífni, þjófnað og óheiðarleika íslenskra fjölmiðlamanna."
      Allir íslenskir fjölmiðlamenn settir undir einn hatt, gjörið þið svo vel! Inga Sturlu, stundum þarf að nota aðferðir sem eru ekki "venjulegar" ef/þegar blaðamaður/fjölmiðlamaður hefur vitneskju um mál sem er nauðsynlegt að komi fram. Þakkir til þeirra fjölmiðlafólks sem þorir.
      6
    • WH
      Willard Helgason skrifaði
      Villtu ekki segja frá hver tók símann ef þú hefur þetta all á hreinu,
      2
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Er þetta að skipan "STRÁKÚSTSINS" í dómsmálaráðuneytinu ?
    5
  • Einar Simonarson skrifaði
    Skjóta sendiboðann og það strax eru lög Samherja konungsdæmisinns !!!
    8
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Aldeilis spennandi áframhald à þessu máli. Það má mikið vera ef Vesturporti tekst ekki að búa til góða sápu úr þessu.
    4
    • RRS
      Raqnar Rúnar Sverrisson skrifaði
      Það þarf ekki að búa neitt til úr þessu. Handritið kemur fullskapað frá þessum fáránlingum.
      1
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Er ekki allt löglegt hjá Samherjunum
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Var þá starf skæruliðadeildarinnar löglegt?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu