Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur frá Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri er á leið til Reykja­vík­ur til að yf­ir­heyra blaða­menn vegna um­fjöll­un­ar þeirra um að­ferð­ir svo­kall­aðr­ar „skæru­liða­deild­ar“ Sam­herja, sem rægði blaða­menn. Lög­regl­an veit­ir blaða­manni Stund­ar­inn­ar stöðu grun­aðs manns og tel­ur um­fjöll­un­ina hegn­ing­ar­laga­brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins sem varð­ar allt að eins árs fang­elsi.

Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu
Rannsakar blaðamenn Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem hefur aðsetur á Akureyri, mun senda lögreglumann til Reykjavíkur í næstu viku til þess að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar um aðferðir „skæruliðadeildar“ Samherja gegn blaðamönnum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru minnst þrír blaðamenn boðaðir í yfirheyrslu. Einn þeirra, er Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar. Hinir eru Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum.

Í boðun segir lögreglan að Aðalsteinn hafi réttarstöðu sakbornings: „Þú munt fá réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna og hefur því rétt á að mæta með lögmann með þér sem lögreglan tilnefnir þér við rannsókn málsins.“

Stundin fjallaði í maí síðastliðnum um tilraunir starfsmanna og verktaka Samherja til þess að koma óorði á blaða- og fréttamenn sem fjölluðu um mútmál Samherja í Namibíu. Þar kom meðal annars fram að þrír einstaklingar gegndu lykilhlutverki í áróðursteymi Samherja: Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure lögmaður og Páll Steingrímsson skipstjóri. Sá síðastnefndi birti í sínu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (22)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Lögregludeild Samherja.
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Miðað við ummæli fjármálaráðherra um þetta efni þá er mig farið að gruna að efsta lag Sjálfstæðisflokksins hafi eitthvað líka með málið að gera enda þarf að passa upp á sína skjólstæðinga. Enda eins og hann sagði þá er þrískipting valdsins hér á landi og flokkurinn á sína menn á öllum þeim stöðum. Reyndar sagði hann ekki þetta með sína menn á öllum stigum valdsins. En þið vonandi skiljið.
    2
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Ég sem hélt að ég byggi á Akureyri en það er greinilega misskilningur, mér sýnist á öllu að ég búi annaðhvort í Norður Kóreu eða Rússlandi miðað við þetta rugl.
    6
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Bananauppskera er greinilega góð þetta árið.
    Það er ekki bara Lögbann á Stundina þar sem þaggað var niður í fjölmiðli.
    Nú er skæruliðadeildin greinilega búin að yfirtaka Lögregluembættið í hjarta Samherjabæjarins.
    8
  • Guðjon Eiríksson skrifaði
    Ef ætlað brot er framið í Reykjavík, hvers vegna hafa blaðamennirnir réttarstöðu sakbornings á norðurlandi?
    14
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Flokkurin á Lögguna og Dómsmálin.
    11
  • TÞF
    Torfi Þór Friðfinnsson skrifaði
    Að hugsa sér að sama daginn og Þorsteinn (Gunnar) Már skuli vera fyrir Landsrétti í 2 málum kemur þetta, ætli að Sam-spillingin nái inn í Lögreglustjórann á Norðurlandieistra henni er nú ekki fisjað samann (er skuggabaldur þarna)
    8
  • Margret Sigrun skrifaði
    #verbúðin2 Það er verið að keyra í framhaldið og fóður fyrir næstu þáttaröð. Sumir kaupa blaðamenn á meðan aðrir blaðamenn neita að láta kaupa sig.
    5
  • Hermann Óskarsson skrifaði
    Þessi vegferð opinberra aðila er ótrúleg afbökun á rétti til einkalífs, er það virkilega lögvarinn réttur einhvers að níða niður mannorð annarra í skjóli nafnleyndar. Ef svo fer að umræddir heimilda- og blaðamen verða sakfelldir mun réttarríkið íslenska tapa trúverðugleika endanlega.
    11
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Þorsteinn Már kemur fram og biður fólk afsökunar en þrýstir á sama tíma á Lögguna í hverfinu að fara áfram með ofbeldið. Það er skylda yfirvalda að losa okkur við þetta dýr. Rekann úr landi hugnast best.
    21
  • Inga Sturlu skrifaði
    Klárlega brot á friðhelgi einkalífsins þegar blaðamaður birtir gögn úr síma sem hann vissi að sér yrði færður án vitundar eigandans. Algjörlega siðlaust með öllu að mínu mati. Sorglegt ef lög ná ekki yfir ósvífni, þjófnað og óheiðarleika íslenskra fjölmiðlamanna.
    -22
    • Viðar Eggertsson skrifaði
      Var þá starf skæruliðadeildar Samherja löglegt?
      31
    • SK
      Sveinbjörg Kristjánsdóttir skrifaði
      Wow, vonandi verður þú ekki lögsótt "Sorglegt ef lög ná ekki yfir ósvífni, þjófnað og óheiðarleika íslenskra fjölmiðlamanna."
      Allir íslenskir fjölmiðlamenn settir undir einn hatt, gjörið þið svo vel! Inga Sturlu, stundum þarf að nota aðferðir sem eru ekki "venjulegar" ef/þegar blaðamaður/fjölmiðlamaður hefur vitneskju um mál sem er nauðsynlegt að komi fram. Þakkir til þeirra fjölmiðlafólks sem þorir.
      6
    • WH
      Willard Helgason skrifaði
      Villtu ekki segja frá hver tók símann ef þú hefur þetta all á hreinu,
      2
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Er þetta að skipan "STRÁKÚSTSINS" í dómsmálaráðuneytinu ?
    5
  • Einar Simonarson skrifaði
    Skjóta sendiboðann og það strax eru lög Samherja konungsdæmisinns !!!
    8
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Aldeilis spennandi áframhald à þessu máli. Það má mikið vera ef Vesturporti tekst ekki að búa til góða sápu úr þessu.
    4
    • RRS
      Raqnar Rúnar Sverrisson skrifaði
      Það þarf ekki að búa neitt til úr þessu. Handritið kemur fullskapað frá þessum fáránlingum.
      1
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Er ekki allt löglegt hjá Samherjunum
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Var þá starf skæruliðadeildarinnar löglegt?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu