Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu

Rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur frá Lög­regl­unni á Ak­ur­eyri er á leið til Reykja­vík­ur til að yf­ir­heyra blaða­menn vegna um­fjöll­un­ar þeirra um að­ferð­ir svo­kall­aðr­ar „skæru­liða­deild­ar“ Sam­herja, sem rægði blaða­menn. Lög­regl­an veit­ir blaða­manni Stund­ar­inn­ar stöðu grun­aðs manns og tel­ur um­fjöll­un­ina hegn­ing­ar­laga­brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins sem varð­ar allt að eins árs fang­elsi.

Lögreglan á Akureyri boðar blaðamenn í yfirheyrslu
Rannsakar blaðamenn Páley Borgþórsdóttir er lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.

Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem hefur aðsetur á Akureyri, mun senda lögreglumann til Reykjavíkur í næstu viku til þess að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar um aðferðir „skæruliðadeildar“ Samherja gegn blaðamönnum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru minnst þrír blaðamenn boðaðir í yfirheyrslu. Einn þeirra, er Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar. Hinir eru Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum.

Í boðun segir lögreglan að Aðalsteinn hafi réttarstöðu sakbornings: „Þú munt fá réttarstöðu sakbornings við skýrslutökuna og hefur því rétt á að mæta með lögmann með þér sem lögreglan tilnefnir þér við rannsókn málsins.“

Stundin fjallaði í maí síðastliðnum um tilraunir starfsmanna og verktaka Samherja til þess að koma óorði á blaða- og fréttamenn sem fjölluðu um mútmál Samherja í Namibíu. Þar kom meðal annars fram að þrír einstaklingar gegndu lykilhlutverki í áróðursteymi Samherja: Þorbjörn Þórðarson, Arna Bryndís Baldvins McClure lögmaður og Páll Steingrímsson skipstjóri. Sá síðastnefndi birti í sínu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (22)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Lögregludeild Samherja.
    3
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Miðað við ummæli fjármálaráðherra um þetta efni þá er mig farið að gruna að efsta lag Sjálfstæðisflokksins hafi eitthvað líka með málið að gera enda þarf að passa upp á sína skjólstæðinga. Enda eins og hann sagði þá er þrískipting valdsins hér á landi og flokkurinn á sína menn á öllum þeim stöðum. Reyndar sagði hann ekki þetta með sína menn á öllum stigum valdsins. En þið vonandi skiljið.
    2
  • Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
    Ég sem hélt að ég byggi á Akureyri en það er greinilega misskilningur, mér sýnist á öllu að ég búi annaðhvort í Norður Kóreu eða Rússlandi miðað við þetta rugl.
    6
  • OÖM
    Oddur Örvar Magnússon skrifaði
    Bananauppskera er greinilega góð þetta árið.
    Það er ekki bara Lögbann á Stundina þar sem þaggað var niður í fjölmiðli.
    Nú er skæruliðadeildin greinilega búin að yfirtaka Lögregluembættið í hjarta Samherjabæjarins.
    8
  • Guðjon Eiríksson skrifaði
    Ef ætlað brot er framið í Reykjavík, hvers vegna hafa blaðamennirnir réttarstöðu sakbornings á norðurlandi?
    14
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Flokkurin á Lögguna og Dómsmálin.
    11
  • TÞF
    Torfi Þór Friðfinnsson skrifaði
    Að hugsa sér að sama daginn og Þorsteinn (Gunnar) Már skuli vera fyrir Landsrétti í 2 málum kemur þetta, ætli að Sam-spillingin nái inn í Lögreglustjórann á Norðurlandieistra henni er nú ekki fisjað samann (er skuggabaldur þarna)
    8
  • Margret Sigrun skrifaði
    #verbúðin2 Það er verið að keyra í framhaldið og fóður fyrir næstu þáttaröð. Sumir kaupa blaðamenn á meðan aðrir blaðamenn neita að láta kaupa sig.
    5
  • Hermann Óskarsson skrifaði
    Þessi vegferð opinberra aðila er ótrúleg afbökun á rétti til einkalífs, er það virkilega lögvarinn réttur einhvers að níða niður mannorð annarra í skjóli nafnleyndar. Ef svo fer að umræddir heimilda- og blaðamen verða sakfelldir mun réttarríkið íslenska tapa trúverðugleika endanlega.
    11
  • Ólafur Jónsson skrifaði
    Þorsteinn Már kemur fram og biður fólk afsökunar en þrýstir á sama tíma á Lögguna í hverfinu að fara áfram með ofbeldið. Það er skylda yfirvalda að losa okkur við þetta dýr. Rekann úr landi hugnast best.
    21
  • Inga Sturlu skrifaði
    Klárlega brot á friðhelgi einkalífsins þegar blaðamaður birtir gögn úr síma sem hann vissi að sér yrði færður án vitundar eigandans. Algjörlega siðlaust með öllu að mínu mati. Sorglegt ef lög ná ekki yfir ósvífni, þjófnað og óheiðarleika íslenskra fjölmiðlamanna.
    -22
    • Viðar Eggertsson skrifaði
      Var þá starf skæruliðadeildar Samherja löglegt?
      31
    • SK
      Sveinbjörg Kristjánsdóttir skrifaði
      Wow, vonandi verður þú ekki lögsótt "Sorglegt ef lög ná ekki yfir ósvífni, þjófnað og óheiðarleika íslenskra fjölmiðlamanna."
      Allir íslenskir fjölmiðlamenn settir undir einn hatt, gjörið þið svo vel! Inga Sturlu, stundum þarf að nota aðferðir sem eru ekki "venjulegar" ef/þegar blaðamaður/fjölmiðlamaður hefur vitneskju um mál sem er nauðsynlegt að komi fram. Þakkir til þeirra fjölmiðlafólks sem þorir.
      6
    • WH
      Willard Helgason skrifaði
      Villtu ekki segja frá hver tók símann ef þú hefur þetta all á hreinu,
      2
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Er þetta að skipan "STRÁKÚSTSINS" í dómsmálaráðuneytinu ?
    5
  • Einar Simonarson skrifaði
    Skjóta sendiboðann og það strax eru lög Samherja konungsdæmisinns !!!
    8
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Aldeilis spennandi áframhald à þessu máli. Það má mikið vera ef Vesturporti tekst ekki að búa til góða sápu úr þessu.
    4
    • RRS
      Raqnar Rúnar Sverrisson skrifaði
      Það þarf ekki að búa neitt til úr þessu. Handritið kemur fullskapað frá þessum fáránlingum.
      1
  • Lárus Andri Jónsson skrifaði
    Er ekki allt löglegt hjá Samherjunum
    2
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Var þá starf skæruliðadeildarinnar löglegt?
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár