Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

Lilja Ósk Ragn­ars­dótt­ir stend­ur á kross­göt­um.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

„Ég sá fólk skauta á tjörninni því hún er frosin og fyrst ég á skauta ákvað ég að gera það sama. Einu sinni í viku æfi ég skauta, en mig hefur langað til þess frá því að ég var lítil og byrjaði síðasta haust þegar ég flutti til Reykjavíkur frá litlum bæ á Vestfjörðum sem heitir Ísafjörður. Það er svakalega mikil breyting að vera komin hingað og venjast Reykjavík, umferðinni, fólkinu og hvernig allt virkar öðruvísi hér en á Ísafirði. 

Ekkert hefur breytt lífi mínu meira en að fara til Danmerkur í lýðháskóla. Mér fannst það breyta því hvernig ég horfi á hlutina og hvernig ég sé sjálfa mig. Mér finnst eins og það hafi ýtt mér í að flytja að heiman og koma til Reykjavíkur til að prófa nýja hluti. 

„Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.“

Þegar ég var í Danmörku var svo margt sem ég gat lært, sem ég gat ekki lært heima hjá fjölskyldunni minni. Þá var ég svo mikill hluti af fjölskyldunni og skilgreindi mig út frá henni. Fjölskyldan var oft að segja mér hvernig ég væri en úti fann ég að ég var ekki þannig. Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.

Þessa dagana er ég mest að hugsa um hvað ég er að gera við líf mitt. Ég er tvítug og er mjög týnd í lífinu akkúrat núna. Ég veit ekki alveg hvað ég vil gera þótt ég sé alltaf að hugsa um það. Mig langar í skóla en veit ekki hvað mig langar að læra. Ég veit samt að ég hef áhuga á listum eins og grafískri hönnun, vatnslitum, myndlist og að búa til tónlist.“ 

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár