Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

Lilja Ósk Ragn­ars­dótt­ir stend­ur á kross­göt­um.

„Hvað er ég að gera við líf mitt?“

„Ég sá fólk skauta á tjörninni því hún er frosin og fyrst ég á skauta ákvað ég að gera það sama. Einu sinni í viku æfi ég skauta, en mig hefur langað til þess frá því að ég var lítil og byrjaði síðasta haust þegar ég flutti til Reykjavíkur frá litlum bæ á Vestfjörðum sem heitir Ísafjörður. Það er svakalega mikil breyting að vera komin hingað og venjast Reykjavík, umferðinni, fólkinu og hvernig allt virkar öðruvísi hér en á Ísafirði. 

Ekkert hefur breytt lífi mínu meira en að fara til Danmerkur í lýðháskóla. Mér fannst það breyta því hvernig ég horfi á hlutina og hvernig ég sé sjálfa mig. Mér finnst eins og það hafi ýtt mér í að flytja að heiman og koma til Reykjavíkur til að prófa nýja hluti. 

„Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.“

Þegar ég var í Danmörku var svo margt sem ég gat lært, sem ég gat ekki lært heima hjá fjölskyldunni minni. Þá var ég svo mikill hluti af fjölskyldunni og skilgreindi mig út frá henni. Fjölskyldan var oft að segja mér hvernig ég væri en úti fann ég að ég var ekki þannig. Nú bý ég með afa sem er ágætt, en dálítið erfitt því við höfum aldrei verið mjög náin. Við erum að læra það.

Þessa dagana er ég mest að hugsa um hvað ég er að gera við líf mitt. Ég er tvítug og er mjög týnd í lífinu akkúrat núna. Ég veit ekki alveg hvað ég vil gera þótt ég sé alltaf að hugsa um það. Mig langar í skóla en veit ekki hvað mig langar að læra. Ég veit samt að ég hef áhuga á listum eins og grafískri hönnun, vatnslitum, myndlist og að búa til tónlist.“ 

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
3
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu