Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum vegna útlendingafrumvarpsins

Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna sagði sig úr flokkn­um nokkr­um mín­út­um eft­ir að þing­menn flokks­ins kusu með út­lend­inga­frum­varpi Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra. „Því mið­ur þá get ég ekki stað­ið á bakvið hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerð­ingu á rétt­ind­um til eins við­kvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins.“

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum vegna útlendingafrumvarpsins
Axlar ábyrgð Daníel segir að með úrsögn sinni úr VG sé hann að axla ábyrgð á því að hafa ekki tekist að koma í veg fyrir samþykkt útlendingafrumvarpsins. Mynd: Davíð Þór

Daníel E. Arnarson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði hann nokkrum mínútum eftir að þingmenn flokksins kusu með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í gærkvöldi. Daníel var starfandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna á árunum 2014-2016.

Daníel segir í færslu á Facebook að hann hafi, þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021, sett á oddinn meiri mannúð í útlendingamálum. Hann hafi fengið fjölda fólks til að ganga til liðs við flokkinn, fólk sem hafi verið honum sammála hvað varðar þær áherslur.

„Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna kaus með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna,“ skrifar Daníel.

Daníel rekur einnig að honum þyki afskaplega þungt að stíga það skref að segja sig úr flokknum. Hann hafi unnið innan flokksins í meira en sautján ár og líti á fólk innan flokksins sem fjölskyldu sína, sem hafi alið hann upp. „Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“

Daníel tekur að lokum fram að hann muni ekki taka sæti sem varaþingmaður ef þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður forfallist heldur muni hann vísa áfram á næstu manneskju á lista.

 Áhrifafólk ályktar gegn frumvarpinu

Landsfundur Vinstri grænna hefst á Akureyri á morgun. Meðal draga að ályktunum sem liggja fyrir fundinum eru drög að ályktun um útlendingamál þar sem meðal annars segir: „Leggst landsfundurinn eindregið gegn frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem lagt hefur verið ítrekað fram á Alþingi. Jafnframt fordæmir landsfundurinn þá útlendingaandúð sem hefur verið viðhöfð í tengslum við umræðu um frumvarpið. Er það sérstaklega alvarlegt þegar kjörnir fulltrúar nýta sér valdastöðu sína til að dreifa röngum upplýsingum og gróusögum um málaflokkinn. Öll samfélagsumræða um jaðarsetta og viðkvæma hópa, ekki síst fólk á flótta, verður að byggja staðreyndum og virðingu.“

„Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“
Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna
um samþykkt útlendingafrumvarpsins.

Daníel var einn þeirra flokksfélaga sem lagði ályktunardrögin fram, ásamt fleira flokksfólki sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Meðal þeirra eru Álfhildur Leifsdóttir, oddviti flokksins í sveitarfélaginu Skagafirði, Elín Oddný Sigurðardóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og fyrrverandi ritari flokksins og Hólmfríður Árnadóttir, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Þá er Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir ein þeirra sem leggur ályktunina fram. Gerður var í október í fyrra skipuð formaður flóttamannanefndar af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem jafnframt er varaformaður Vinstri grænna.

Af átta þingmönnum Vinstri grænna greiddu sex atkvæði með samþykkt frumvarpsins, þar af tveir af þremur ráðherrum flokksins. Já sögðu þau Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jódís Skúladóttir, Orri Páll Jóhannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

Þá hefur framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna, sem einnig skrifa undir ályktunardrögin sem nefnd eru hér að framan, birt yfirlýsingu á Facebook síðu sinni. Þar segir: „Framkvæmdastjórn Ungra Vinstri grænna harmar það að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hafi fengið samþykki Alþingis. Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár