Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum vegna útlendingafrumvarpsins

Daní­el E. Arn­ar­son vara­þing­mað­ur Vinstri grænna sagði sig úr flokkn­um nokkr­um mín­út­um eft­ir að þing­menn flokks­ins kusu með út­lend­inga­frum­varpi Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra. „Því mið­ur þá get ég ekki stað­ið á bakvið hreyf­ingu sem sam­þykk­ir skerð­ingu á rétt­ind­um til eins við­kvæm­asta hóp sam­fé­lags­ins.“

Varaþingmaður VG segir sig úr flokknum vegna útlendingafrumvarpsins
Axlar ábyrgð Daníel segir að með úrsögn sinni úr VG sé hann að axla ábyrgð á því að hafa ekki tekist að koma í veg fyrir samþykkt útlendingafrumvarpsins. Mynd: Davíð Þór

Daníel E. Arnarson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, hefur sagt sig úr flokknum. Það gerði hann nokkrum mínútum eftir að þingmenn flokksins kusu með útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í gærkvöldi. Daníel var starfandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna á árunum 2014-2016.

Daníel segir í færslu á Facebook að hann hafi, þegar hann bauð sig fram í prófkjöri Vinstri grænna árið 2021, sett á oddinn meiri mannúð í útlendingamálum. Hann hafi fengið fjölda fólks til að ganga til liðs við flokkinn, fólk sem hafi verið honum sammála hvað varðar þær áherslur.

„Það eru engin stjórnmál án ábyrgðar, og ég finn til ábyrgðar á þessari stundu. Ég var alla tíð á móti þessu frumvarpi og gerði mitt allra besta til þess að stöðva það. Það tókst ekki. Því verð ég að bera ákveðna ábyrgð og nokkrum mínútum eftir að þingfólk Vinstri grænna kaus með þessu frumvarpi þá skráði ég mig úr hreyfingunni. Ekki einungis vonbrigðanna vegna,“ skrifar Daníel.

Daníel rekur einnig að honum þyki afskaplega þungt að stíga það skref að segja sig úr flokknum. Hann hafi unnið innan flokksins í meira en sautján ár og líti á fólk innan flokksins sem fjölskyldu sína, sem hafi alið hann upp. „Mér þykir enn afar vænt um fólkið í VG en því miður þá get ég ekki staðið á bakvið hreyfingu sem samþykkir skerðingu á réttindum til eins viðkvæmasta hóp samfélagsins.“

Daníel tekur að lokum fram að hann muni ekki taka sæti sem varaþingmaður ef þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður forfallist heldur muni hann vísa áfram á næstu manneskju á lista.

 Áhrifafólk ályktar gegn frumvarpinu

Landsfundur Vinstri grænna hefst á Akureyri á morgun. Meðal draga að ályktunum sem liggja fyrir fundinum eru drög að ályktun um útlendingamál þar sem meðal annars segir: „Leggst landsfundurinn eindregið gegn frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem lagt hefur verið ítrekað fram á Alþingi. Jafnframt fordæmir landsfundurinn þá útlendingaandúð sem hefur verið viðhöfð í tengslum við umræðu um frumvarpið. Er það sérstaklega alvarlegt þegar kjörnir fulltrúar nýta sér valdastöðu sína til að dreifa röngum upplýsingum og gróusögum um málaflokkinn. Öll samfélagsumræða um jaðarsetta og viðkvæma hópa, ekki síst fólk á flótta, verður að byggja staðreyndum og virðingu.“

„Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“
Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna
um samþykkt útlendingafrumvarpsins.

Daníel var einn þeirra flokksfélaga sem lagði ályktunardrögin fram, ásamt fleira flokksfólki sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Meðal þeirra eru Álfhildur Leifsdóttir, oddviti flokksins í sveitarfélaginu Skagafirði, Elín Oddný Sigurðardóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og fyrrverandi ritari flokksins og Hólmfríður Árnadóttir, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Þá er Gerður Gestsdóttir Valgerðardóttir ein þeirra sem leggur ályktunina fram. Gerður var í október í fyrra skipuð formaður flóttamannanefndar af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem jafnframt er varaformaður Vinstri grænna.

Af átta þingmönnum Vinstri grænna greiddu sex atkvæði með samþykkt frumvarpsins, þar af tveir af þremur ráðherrum flokksins. Já sögðu þau Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jódís Skúladóttir, Orri Páll Jóhannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

Þá hefur framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna, sem einnig skrifa undir ályktunardrögin sem nefnd eru hér að framan, birt yfirlýsingu á Facebook síðu sinni. Þar segir: „Framkvæmdastjórn Ungra Vinstri grænna harmar það að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hafi fengið samþykki Alþingis. Þingmenn sem greiddu atkvæði með frumvarpinu mega bera skömm fyrir.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár