Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hitafundur um laxeldi í Seyðisfirði: „Ég ætla að berjast gegn þessu“

Mik­ill meiri­hluti íbúa í Múla­þingi er and­snú­inn fyr­ir­hug­uðu lax­eldi í Seyð­is­firði. Minni­hluti sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar berst gegn lax­eldi í firð­in­um og reyn­ir að­stoð­ar­for­stjóri Ice Fish Farm, Jens Garð­ar Helga­son að fá stjórn­mála­menn­ina í lið með fyr­ir­tæk­inu. Sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur­inn Helgi Hlyn­ur Ás­gríms­son er einn þeirra sem berst gegn eld­inu.

Hitafundur um laxeldi í Seyðisfirði: „Ég ætla að berjast gegn þessu“
Þurfa að fá íbúa í lið með sér Ice Fish Farm, sem Jens Garðar Helgason er aðstoðarforstjóri hjá, bíður nú það verk að reyna að fá íbúa í Múlaþingi með sér í lið vegna fyrirhugaðs laxeldis á Seyðisfirði. 74 prósent íbúa er á móti laxeldinu í firðinum. Mynd: Laxar

„Ég ætla að berjast gegn því að fá þetta í Seyðisfjörð,“ segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna úr minnihlutanum í Múlaþingi aðspurður um viðhorf hans til fyrirhugaðs laxeldis Ice Fish Farm í sjókvíum í Seyðisfirði. „Ég get ekki stutt þetta ef 74 prósent íbúa er á móti þessu,“ segir hann. „Við í minnihlutanum erum að pota í þetta efni stanslaust og erum orðin nokkuð sammála um að berjast gegn þessu.

Með orðum sínum vísar Helgi Hlynur til nýlegrar viðhorfskönnunar meðal íbúa Múlaþings þar sem fram kom að 3/4 hlutar íbúanna væru á móti laxeldi í sjókvíum í Seyðisfirði. Greint var frá niðurstöðunni á vefsíðu sveitarfélagsins Múlaþings í febrúar.

„Í prinsippi er ég ekki á móti laxeldi í sjókvium en þegar almennir borgarar rísa svona harkalega gegn þessu þá er ekki hægt að þröngva þessu ofan í kokið á þeim“
Eyþór Stefánsson,
sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi

Hann segir að minnihlutinn í sveitarstjórninni sé orðinn meira einhuga en áður um þessa andstöðu við laxeldið í Seyðisfirði vegna þessarar viðhorfskönnunar. „Minnihlutinn er orðinn nokkuð sammála um að vilja koma í veg fyrir þetta. Það var ekki þannig í kosningunum síðast. En það er bara orðið svo ljóst að íbúar vilja þetta ekki og þó svo að einhverjir í minnihlutanum hafi verið á þeirri skoðun að þetta hafi getað verið gott fyrir Seyðisfjörð þá er að ekki lengur þannig.

3/4 á mótiSamkvæmt niðurstöðum úr viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir Múlaþing eru 74 prósent íbúa á móti laxeldi í sjókvíum í Seyðisfirði.

Getur ekki farið gegn vilja meirihlutans

Annar sveitarstjórnarmaður í minnihlutanum í Múlaþingi, Eyþór Stefánsson, segir að hann sé ekki mótfallinn laxeldi í sjókvíum sem slíku og hafi ekki verið á móti því í Seyðisfirði fyrir síðustu kosningar. Hins vegar þá geti hann ekki farið gegn vilja meirihluta íbúa. „Í prinsippi er ég ekki á móti laxeldi í sjókvíum en þegar almennir borgarar rísa svona harkalega gegn þessu þá er ekki hægt að þröngva þessu ofan í kokið á þeim. Við höfum hins vegar afskaplega takmörkuð vopn til að berjast gegn þessu þar sem sveitarstjórnir hafa ekki skipulagsvald yfir fjörðunum heldur ríkið. Og nú er farið í gang ferli um þetta eldi sem ríkið stýrir og lögformleg aðkoma sveitarfélagsins að því er afar lítil,“ segir Eyþór. 

Andstaðan hvergi eins mikil og á Seyðisfirði

Félagasamtök berjast gegn laxeldinuStofnað hafa verið félegasamtök á Seyðisfirði sem berjast gegn laxeldinu í firðinum. Magnús Guðmundsson er einn af meðlimum samtakanna.

Hvergi á Íslandi hefur verið eins mikil andstaða við fyrirhugað laxeldi og á Seyðisfirði, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum. Stofnuð hafa verið sérstök félagasamtök meðal annars, VÁ- félag um vernd fjarðar, sem berjast gegn því að sjókvíum verði komið fyrir í Seyðisfirði.

Eitt af því sem er áhugavert við þessa baráttu í Seyðisfirði er að laxeldi er stundað í öðrum fjörðum á Austurlandi og í Múlaþingi, meðal annars í Berufirði og á Djúpavogi. Því er það ekki svo að laxeldið í Seyðisfirði sé það fyrsta sem koma á niður í firði á Austurlandi en sem fyrr segir er þessi mikla andstaða við það. „Þetta er nú dálítið sérstakt þar sem við erum nú þegar með laxeldi á Djúpavogi og í Berufirði sem sátt hefur ríkt um,“  segir Helgi Hlynur. 

Á miðvikudag, 15. mars, fór fram fimm og hálfs tíma langur fundur í sveitarstjórn Múlaþings þar sem aðallega var rætt um laxeldisáform Ice Fish Farm í Seyðisfirði, segir Helgi Hlynur.

Áður en fundurinn hófst kom Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, á fund stjórnarinnar og ræddi um laxeldi félagsins á Austurlandi. Eitt af því sem Jens Garðar ræddi um var fyrirhugað laxeldi í Seyðisfirði. Helgi Hlynur segir að gott hafi verið að fá Jens Garðar á fundinn til að ræða um sjónarmið og sýn Ice Fish Farm. Líkt og Heimildin greindi frá fyrir skömmu þá keypti Jens Garðar nýlega hlutabréf í Ice Fish Farm og á í dag hlutabréf í fyrirtækinu upp á um 30 milljónir króna. 

Atkvæði féllu jöfn

Of mikil andstaðaHelgi Hlynur Ásgrímsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi er mótfallinn laxeldinu í Seyðisfirði.

Eitt af því sem gert var á fundi sveitarstjórnar Múlaþings í gær var að minnihlutinn lagði fram tillögu um að stjórnin ætti að standa með vilja meirihluta íbúanna um að leggjast gegn laxeldi í Seyðisfirði. Helgi Hlynur segir hins vegar að þegar kosið var um tillöguna hafi atkvæðin fallið jöfn. Þess vegna var ekki meirihluti fyrir því að sveitarstjórn að taka undir vilja meirihluta íbúa að vera á móti laxeldinu. „Þessi tillaga minnihlutans féll á jöfnu. En auðvitað er það þannig að það er erfiðara fyrir fyrirtæki að hefja laxeldi hér ef það er í andstöðu við vilja íbúa.

Hins vegar er það svo að hvorki sveitarstjórn né íbúar Múlaþings hafa nokkuð um það að segja hvort það verði laxeldi í Seyðisfirði eða ekki. Umsóknir Ice Fish Farm um að hefja laxeldi í Seyðisfirði er komnar langt í kerfinu og geta hvorki íbúar né sveitarstjórn stýrt því hvort stofnanir eins og MAST og Skipulagsstofnun heimili laxeldið. „Það þarf eitthvað að breytast til þess að þetta sé ekki að koma þarna. Þetta er smá svona með hjól atvinnulífsins: Þau mylja allt undir sig. Það eiga bara tvær stofnanir eftir að gefa leyfi sitt.

Þrátt fyrir vilja meirihluta íbúa í Múlaþingi um að leggjast gegn laxeldi í Seyðisfirði virðist þessi staðreynd hins vegar ekki skipta máli á endanum þar sem málið er ekki í höndum sveitarfélagsins heldur stofnana ríkisins. 

Helgi Hlynur telur að eitt af því sem Ice Fish Farm þurfi að gera núna sé að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir íbúum og reyna að fá þá í lið með sér þar sem erfitt sé fyrir fyrirtæki að hefja rekstur sem svo margir eru á móti.

Ekki náðist í Jens Garðar Helgason hjá Ice Fish Farm við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fólk lætur kaupa sig, þarna sem og annars staðar. Laxeldið verður að veruleika, hvað svo sem fólki finnst um það. Er eitthvað að því að útlendingar græði peninga hér á landi. Hugsið ykkur öll fínu störfin sem verða til og skatttekjurnar sem munu flæða út í samfélagið þarna. Þetta er algjör win - win staða fyrir alla.
    Hvað annað á svo sem að gera við þennan fjörð ?
    0
  • BJ
    Benedikt Jónsson skrifaði
    Það er gjörsamlega fráleitt að troða mengandi fiskeldi niður í Seyðisfirði í andstöðu við mikinn meirihluta íbúanna. Það væri gerræðisleg framkvæmd.
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Þarna er mikilvæg skipaumferð og spurning hvort þessi starfsemi samræmist? Nú þarf ekki mikið að ógna öryggi skipaumferðar. Er ekki verið að tefla djarft?
    0
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Upplýsandi og góð grein. Takk
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúlegt að ætla að setja sjókvíar í þennan þrönga fjörð þar sem stórt farþega skip
    kemur margoft yfir sumarið, er pláss fyrir það líka?
    2
  • M
    magnus.tm skrifaði
    Það á að troða sjókvíunum í Seyðisfjörð þvert á yfirgnæfandi andstöðu heimafólks, en 75% eru andvíg. Undarleg þráhyggja þó Jens Garðar, Heiðrún Lind hjá SFS og Jónína forseti sveitarstjórnar Múlaþings hafi öll opinberlega talað um að erfitt sé að fara á móti svo eindreginni andstöðu. Drifkrafturinn er því miður gróðavonin en ekki umhyggjan fyrir samfélaginu á staðnum. Vinsamlega hættið þessu strax.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
6
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
3
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
4
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár