Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hitafundur um laxeldi í Seyðisfirði: „Ég ætla að berjast gegn þessu“

Mik­ill meiri­hluti íbúa í Múla­þingi er and­snú­inn fyr­ir­hug­uðu lax­eldi í Seyð­is­firði. Minni­hluti sveit­ar­stjórn­ar­inn­ar berst gegn lax­eldi í firð­in­um og reyn­ir að­stoð­ar­for­stjóri Ice Fish Farm, Jens Garð­ar Helga­son að fá stjórn­mála­menn­ina í lið með fyr­ir­tæk­inu. Sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur­inn Helgi Hlyn­ur Ás­gríms­son er einn þeirra sem berst gegn eld­inu.

Hitafundur um laxeldi í Seyðisfirði: „Ég ætla að berjast gegn þessu“
Þurfa að fá íbúa í lið með sér Ice Fish Farm, sem Jens Garðar Helgason er aðstoðarforstjóri hjá, bíður nú það verk að reyna að fá íbúa í Múlaþingi með sér í lið vegna fyrirhugaðs laxeldis á Seyðisfirði. 74 prósent íbúa er á móti laxeldinu í firðinum. Mynd: Laxar

„Ég ætla að berjast gegn því að fá þetta í Seyðisfjörð,“ segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna úr minnihlutanum í Múlaþingi aðspurður um viðhorf hans til fyrirhugaðs laxeldis Ice Fish Farm í sjókvíum í Seyðisfirði. „Ég get ekki stutt þetta ef 74 prósent íbúa er á móti þessu,“ segir hann. „Við í minnihlutanum erum að pota í þetta efni stanslaust og erum orðin nokkuð sammála um að berjast gegn þessu.

Með orðum sínum vísar Helgi Hlynur til nýlegrar viðhorfskönnunar meðal íbúa Múlaþings þar sem fram kom að 3/4 hlutar íbúanna væru á móti laxeldi í sjókvíum í Seyðisfirði. Greint var frá niðurstöðunni á vefsíðu sveitarfélagsins Múlaþings í febrúar.

„Í prinsippi er ég ekki á móti laxeldi í sjókvium en þegar almennir borgarar rísa svona harkalega gegn þessu þá er ekki hægt að þröngva þessu ofan í kokið á þeim“
Eyþór Stefánsson,
sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi

Hann segir að minnihlutinn í sveitarstjórninni sé orðinn meira einhuga en áður um þessa andstöðu við laxeldið í Seyðisfirði vegna þessarar viðhorfskönnunar. „Minnihlutinn er orðinn nokkuð sammála um að vilja koma í veg fyrir þetta. Það var ekki þannig í kosningunum síðast. En það er bara orðið svo ljóst að íbúar vilja þetta ekki og þó svo að einhverjir í minnihlutanum hafi verið á þeirri skoðun að þetta hafi getað verið gott fyrir Seyðisfjörð þá er að ekki lengur þannig.

3/4 á mótiSamkvæmt niðurstöðum úr viðhorfskönnun sem Gallup gerði fyrir Múlaþing eru 74 prósent íbúa á móti laxeldi í sjókvíum í Seyðisfirði.

Getur ekki farið gegn vilja meirihlutans

Annar sveitarstjórnarmaður í minnihlutanum í Múlaþingi, Eyþór Stefánsson, segir að hann sé ekki mótfallinn laxeldi í sjókvíum sem slíku og hafi ekki verið á móti því í Seyðisfirði fyrir síðustu kosningar. Hins vegar þá geti hann ekki farið gegn vilja meirihluta íbúa. „Í prinsippi er ég ekki á móti laxeldi í sjókvíum en þegar almennir borgarar rísa svona harkalega gegn þessu þá er ekki hægt að þröngva þessu ofan í kokið á þeim. Við höfum hins vegar afskaplega takmörkuð vopn til að berjast gegn þessu þar sem sveitarstjórnir hafa ekki skipulagsvald yfir fjörðunum heldur ríkið. Og nú er farið í gang ferli um þetta eldi sem ríkið stýrir og lögformleg aðkoma sveitarfélagsins að því er afar lítil,“ segir Eyþór. 

Andstaðan hvergi eins mikil og á Seyðisfirði

Félagasamtök berjast gegn laxeldinuStofnað hafa verið félegasamtök á Seyðisfirði sem berjast gegn laxeldinu í firðinum. Magnús Guðmundsson er einn af meðlimum samtakanna.

Hvergi á Íslandi hefur verið eins mikil andstaða við fyrirhugað laxeldi og á Seyðisfirði, líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum. Stofnuð hafa verið sérstök félagasamtök meðal annars, VÁ- félag um vernd fjarðar, sem berjast gegn því að sjókvíum verði komið fyrir í Seyðisfirði.

Eitt af því sem er áhugavert við þessa baráttu í Seyðisfirði er að laxeldi er stundað í öðrum fjörðum á Austurlandi og í Múlaþingi, meðal annars í Berufirði og á Djúpavogi. Því er það ekki svo að laxeldið í Seyðisfirði sé það fyrsta sem koma á niður í firði á Austurlandi en sem fyrr segir er þessi mikla andstaða við það. „Þetta er nú dálítið sérstakt þar sem við erum nú þegar með laxeldi á Djúpavogi og í Berufirði sem sátt hefur ríkt um,“  segir Helgi Hlynur. 

Á miðvikudag, 15. mars, fór fram fimm og hálfs tíma langur fundur í sveitarstjórn Múlaþings þar sem aðallega var rætt um laxeldisáform Ice Fish Farm í Seyðisfirði, segir Helgi Hlynur.

Áður en fundurinn hófst kom Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Ice Fish Farm og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, á fund stjórnarinnar og ræddi um laxeldi félagsins á Austurlandi. Eitt af því sem Jens Garðar ræddi um var fyrirhugað laxeldi í Seyðisfirði. Helgi Hlynur segir að gott hafi verið að fá Jens Garðar á fundinn til að ræða um sjónarmið og sýn Ice Fish Farm. Líkt og Heimildin greindi frá fyrir skömmu þá keypti Jens Garðar nýlega hlutabréf í Ice Fish Farm og á í dag hlutabréf í fyrirtækinu upp á um 30 milljónir króna. 

Atkvæði féllu jöfn

Of mikil andstaðaHelgi Hlynur Ásgrímsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi er mótfallinn laxeldinu í Seyðisfirði.

Eitt af því sem gert var á fundi sveitarstjórnar Múlaþings í gær var að minnihlutinn lagði fram tillögu um að stjórnin ætti að standa með vilja meirihluta íbúanna um að leggjast gegn laxeldi í Seyðisfirði. Helgi Hlynur segir hins vegar að þegar kosið var um tillöguna hafi atkvæðin fallið jöfn. Þess vegna var ekki meirihluti fyrir því að sveitarstjórn að taka undir vilja meirihluta íbúa að vera á móti laxeldinu. „Þessi tillaga minnihlutans féll á jöfnu. En auðvitað er það þannig að það er erfiðara fyrir fyrirtæki að hefja laxeldi hér ef það er í andstöðu við vilja íbúa.

Hins vegar er það svo að hvorki sveitarstjórn né íbúar Múlaþings hafa nokkuð um það að segja hvort það verði laxeldi í Seyðisfirði eða ekki. Umsóknir Ice Fish Farm um að hefja laxeldi í Seyðisfirði er komnar langt í kerfinu og geta hvorki íbúar né sveitarstjórn stýrt því hvort stofnanir eins og MAST og Skipulagsstofnun heimili laxeldið. „Það þarf eitthvað að breytast til þess að þetta sé ekki að koma þarna. Þetta er smá svona með hjól atvinnulífsins: Þau mylja allt undir sig. Það eiga bara tvær stofnanir eftir að gefa leyfi sitt.

Þrátt fyrir vilja meirihluta íbúa í Múlaþingi um að leggjast gegn laxeldi í Seyðisfirði virðist þessi staðreynd hins vegar ekki skipta máli á endanum þar sem málið er ekki í höndum sveitarfélagsins heldur stofnana ríkisins. 

Helgi Hlynur telur að eitt af því sem Ice Fish Farm þurfi að gera núna sé að kynna starfsemi fyrirtækisins fyrir íbúum og reyna að fá þá í lið með sér þar sem erfitt sé fyrir fyrirtæki að hefja rekstur sem svo margir eru á móti.

Ekki náðist í Jens Garðar Helgason hjá Ice Fish Farm við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Fólk lætur kaupa sig, þarna sem og annars staðar. Laxeldið verður að veruleika, hvað svo sem fólki finnst um það. Er eitthvað að því að útlendingar græði peninga hér á landi. Hugsið ykkur öll fínu störfin sem verða til og skatttekjurnar sem munu flæða út í samfélagið þarna. Þetta er algjör win - win staða fyrir alla.
    Hvað annað á svo sem að gera við þennan fjörð ?
    0
  • BJ
    Benedikt Jónsson skrifaði
    Það er gjörsamlega fráleitt að troða mengandi fiskeldi niður í Seyðisfirði í andstöðu við mikinn meirihluta íbúanna. Það væri gerræðisleg framkvæmd.
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Þarna er mikilvæg skipaumferð og spurning hvort þessi starfsemi samræmist? Nú þarf ekki mikið að ógna öryggi skipaumferðar. Er ekki verið að tefla djarft?
    0
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Upplýsandi og góð grein. Takk
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Ótrúlegt að ætla að setja sjókvíar í þennan þrönga fjörð þar sem stórt farþega skip
    kemur margoft yfir sumarið, er pláss fyrir það líka?
    2
  • M
    magnus.tm skrifaði
    Það á að troða sjókvíunum í Seyðisfjörð þvert á yfirgnæfandi andstöðu heimafólks, en 75% eru andvíg. Undarleg þráhyggja þó Jens Garðar, Heiðrún Lind hjá SFS og Jónína forseti sveitarstjórnar Múlaþings hafi öll opinberlega talað um að erfitt sé að fara á móti svo eindreginni andstöðu. Drifkrafturinn er því miður gróðavonin en ekki umhyggjan fyrir samfélaginu á staðnum. Vinsamlega hættið þessu strax.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár