Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

10 staðreyndir um Lindarhvol

Frétt­ir af mál­efn­um Lind­ar­hvols hafa ver­ið áber­andi í op­in­berri um­ræðu und­an­far­ið. En um hvað snýst mál­ið og hvers vegna er upp­nám á Al­þingi vegna þess? Heim­ild­in tók sam­an 10 stað­reynd­ir um Lind­ar­hvol.

10 staðreyndir um Lindarhvol
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að einungis geti verið ein skýrsla um hvert mál. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

1Annaðist umsýslu og sölu eigna sem voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði

Lind­­ar­hvoll ehf. var stofnað í apríl 2016 til að ann­ast umsýslu og sölu stöð­ug­leikaeigna sem ríkið fékk afhent í kjöl­far sam­komu­lags við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Um var að ræða eignir sem voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði. Á meðal þess­ara eigna voru svo­kall­aðar fjár­sóps­eign­ir – eignir sem slitabú bank­anna héldu eftir og seldu en afrakstur þeirrar sölu rann í rík­is­sjóð.

2Félaginu slitið 2018

Í febr­úar 2018 var greint frá því að félagið hefði lokið hlut­verki sínu og yrði slit­ið. Alls nam and­virði þeirra stöð­ug­leika­eigna sem búið var að inn­leysa um 207,5 millj­örðum króna en frá­talin voru fram­lög vegna við­skipta­bank­anna Arion banka og Íslands­banka og aðrar óinn­leystar eign­ir. 

3

Barist um Klakka

Fjölmiðlar fjölluðu ítrekað á þessu tímabili um ráðstafanir á eignum sem Lindarhvoll hélt á. Sú sem vakti mesta tor­tryggni var sala á 17,7 pró­senta hlut í Klakka ehf., sem hét á árum áður Exista. Klakki átti á þeim tíma allt hlutafé í eigna­leigu­fyr­ir­tæk­inu Lykli. Félagið BLM fjár­­­fest­ing­­ar, dótt­­ur­­fé­lag vog­un­­ar­­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­­gement, átti hæsta til­­­boðið í hlut rík­­is­ins í Klakka en það hljóð­aði upp á 505 millj­­ón­ir króna. Félagið Ása­­flöt bauð 502 millj­­ónir í hlut­inn en þriðja til­­­boð­ið, sem hljóð­aði upp á 501 milljón króna, barst frá Frigus II í eigu Ágústs og Lýðs Guð­­munds­­sona, fyrr­ver­andi aðal­eig­enda Exista, og Sig­­urðar Val­týs­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Exista. 

Eig­endur Frigusar voru mjög ósáttir við söl­una og lýstu því yfir að með henni hefði átt sér stað sala á eigum rík­is­ins til sér­val­inna aðila án þess að reynt hefði verið að hámarka sölu­and­virð­ið. 

FjármálaráðuneytiðLind­­ar­hvoll ehf. var stofnað í apríl 2016 til að ann­ast umsýslu og sölu stöð­ug­leikaeigna sem ríkið fékk afhent í kjöl­far sam­komu­lags við kröfu­hafa föllnu bank­anna. Um var að ræða eignir sem voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði.

4

Stjórn Lindarhvols sendi frá sér yfirlýsingu

Stjórn Lind­ar­hvols sagði í yfirlýsingu í nóvember 2016 að sala á hlut félags­ins í Klakka ehf. hefði að öllu leyti verið í sam­ræmi við reglur um starf­semi félags­ins og að gagn­sæi hefði að fullu verið tryggt í sölu­ferl­inu. Stjórnin gerði jafnframt marg­hátt­aðar athuga­semdir við frétta­flutn­ing af söl­unni. 

5

Engar athugasemdir gerðar við rekstur Lindarhvols í niðurstöðum Ríkisendurskoðunar

Salan á hlut í Klakka var tekin til sér­stakrar umfjöll­unar í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar sem kom út í maí 2020. Í nið­ur­stöðum hennar sagði að eðli­lega hefði verið staðið að söl­unni. Í skýrslunni voru engar athugasemdir gerðar við störf stjórnar Lindarhvols eða rekstur en þar kom fram að stöð­ug­leika­fram­lagið hefði skilað 460 millj­örðum króna í rík­is­sjóð. Upp­haf­lega var ætlað að tekjur rík­is­ins vegna þess yrðu 384 millj­arðar króna. Þær voru því 76 millj­örðum krónum meiri en upp­haf­legar áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Í skýrslunni var ekkert fjallað um hverjar fjár­sóps­eign­irnar voru, hvernig þær voru seldar né hverjir fengu að kaupa þær.

6

Þjón­usta fyrir 80 millj­ónir króna

Í stjórn Lindarhvols sátu Þór­hallur Ara­­son, for­­maður stjórnar og starfs­­maður í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­in­u, Ása Ólafs­dótt­ir, með­­­stjórn­­andi, og Haukur C. Bene­diks­son, með­­­stjórn­­and­i. Sá sem sá um starf­semi Lind­ar­hvols utan stjórnar var lög­mað­ur­inn Steinar Þór Guð­geirs­son. Hann var meðal ann­ars pró­kúru­hafi félags­ins og Lind­ar­hvoll keypti lög­fræði­þjón­ustu frá fyr­ir­tæki hans, Íslögum ehf. Alls var keypt þjón­usta fyrir 80 millj­ónir króna án virð­is­auka­skatts af stofu Stein­ars og Rík­is­end­ur­skoðun kann­aði sér­stak­lega hvort að það hefði átt að bjóða út þá þjón­ustu sem hún ann­að­ist. 

7

Beðið er dóms

Forsvarsmenn Frigusar telja sig hafa verið hlunnfarna af Lindarhvoli, og þar með íslenska ríkinu, í viðskiptunum og krefjast skaðabóta upp á rúmlega 650 milljónir króna. Málflutningur fór fram í janúar síðastliðnum og nú er beðið dóms í málinu. Í málflutningnum kom meðal annars fram að Kvika banki hefði leppað kauptilboð Frigusar og í máli Ásgeirs Reykfjörðs Gylfasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kviku banka, fyrir dómi kom fram að það hefði meðal annars verið gert vegna þess að stemn­ing­in í sam­fé­lag­inu hefði ver­ið þannig að ­bræð­urnir Ágúst og Lýður, sem oftast eru kenndir við Bakkavör, hefðu ekki getað átt eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. 

8

Hin margumrædda greinargerð Sigurðar ekki birt opinberlega

Sveinn Ara­son, sem var rík­is­end­ur­skoð­andi á tímabilinu 2008 til 2018, lýsti sig van­hæfan til að end­ur­skoða árs­reikn­ing Lind­ar­hvols. Ástæðan fyrir því að Sveinn ann­að­ist ekki end­ur­skoðun árs­reikn­inga Lind­ar­hvols var sú að bróðir hans, Þór­hallur Ara­son, var stjórn­ar­for­maður Lind­ar­hvols. Sig­urður Þórð­ar­son, fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoð­andi, var feng­inn árið 2016 til að ann­ast end­ur­skoðun árs­reikn­ings­ins.

Vill birta greinargerðinaSigurður Þórðarson, fyrrum ríkisendurskoðandi, hefur verið opinskár með að hann telji að birta eigi greinargerðina. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir að fá hana afhenta án árangurs.

Þegar Sveinn hætti sem ríkisendurskoðandi og Skúli Eggert Þórðarson tók við starfinu var vanhæfið ekki lengur til staðar. Sigurður skilaði Alþingi greinargerð um Lindarhvol árið 2018. Greinargerðin hefur legið hjá forsætisnefnd Alþingis og Sigurður hefur verið opinskár með að hann telji að hana eigi að birta. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir að fá hana afhenta án árangurs. 

9

Vinnuskjal eða ekki?

Forsætisnefnd lét vinna lögfræðiálit um málið þar sem fram kemur að ekkert komi í veg fyrir að greinargerð Sigurðar verði birt. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur neitað að birta greinargerðina og meðal annars borið fyrir sig að umfjöllun um málið sé ekki lokið í nefndinni. Hann hefur sagt greinargerðina vera vinnuskjal Ríkisendurskoðunar og ekki heyra undir Alþingi.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði á Alþingi þegar hann var spurður í byrjun febrúar síðastliðinn út í greinargerðina að hann liti þannig á málið að þegar Ríkisendurskoðun væri falið að skoða tiltekin málefni þá gæti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli. Það sem vísað er til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhvers konar skjal, sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð, og getur ekki hafa verið endanleg niðurstaða í málinu.“

10

Fær ekki að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir því í byrjun mars að fá að leggja fram fyrirspurn til forseta þingsins um innihald greinargerðarinnar um Lindarhvol. Beiðni Jóhanns Páls var synjað með 28 atkvæðum gegn 14 á Alþingi þann 6. mars.  Þetta var í fyrsta sinn í 34 ár sem þing­maður þurfti að leggja það í dóm Al­þingis hvort hann fengi að bera fram spurningar til þing­for­seta um til­tekið mál. 

Kjósa
82
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Frábær grein. Allar uplýingar sem komið hafa fram um málið ekki síst afstaða meirihluta alþingis benda til að hér telji einhverjir að það þurfi að fela. Því lengur sem þessi skýrsla er geymd sem leyndarmál þeim mun stekari verður grunur almennings að eitthvað alvarlegt standi í henni.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

10 staðreyndir

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár