Aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtækisins Ice Fish Farm ehf., Jens Garðar Helgason, á hlutabréf í fyrirtækinu sem eru rúmlega 30 milljóna króna virði. Ice Fish Farm er næst stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi og á það og rekur sjókvíar á Austurlandi. Ice Fish Farm er sameinað félag Laxa Fiskeldis og Laxeldis Austfjarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá norska félaginu Ice Fish Farm AS til norsku kauphallarinnar sem dagsett er þann 2. mars síðastliðinn.
Jens Garðar Helgason er fyrrverandi formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og núverandi stjórnarmaður í samtökunum. Hann er einnig fyrrverandi sveitarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð á árunum 2006 til 2019. Jens Garðar fór hins vegar í leyfi sem sveitarstjórnarmaður þegar hann hóf störf hjá Löxum fiskeldi árið 2019, líkt og hann ræddi um í viðtali í fyrra. Hann ákvað að bjóða sig ekki aftur fram sem sveitarstjórnarmaður fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. …
Athugasemdir