Vestur í Bandaríkjunum liggja tveir gamlir menn fyrir dauðanum.
Annar þeirra er 98 ára en mun sjálfsagt ekki lifa að halda upp á afmælið sitt einu sinni enn. Hann þjáist af krabbameini og er í lífslokameðferð, sem kölluð er, á heimili sínu í smáþorpi einu í Georgíu. Þar búa ekki nema 800 manns en þó er fylgst grannt með framgangi mála því gamli maðurinn er fyrrverandi forseti Bandaríkjanna: Jimmy Carter.
Sá hnetubóndi frá Plains er einn óvenjulegasti maðurinn sem náð hefur á forsetastól vestanhafs. Hann hafði litla reynslu af pólitík almennt og alls enga af höfuðborginni Washington þegar hann velti sitjandi forseta úr sessi 1976 og hreiðraði um sig í Hvíta húsinu. Eftir spillingu, valdníðslu og endalaus undirferli Nixons- og Johnsons-áranna birtist Carter nánast eins og hvítur stormsveipur og lofaði hátíðlega:
„Ég mun aldrei ljúga að ykkur.“
Og svei mér þá, Carter komst í gegnum fjögur ár sem forseti …
Athugasemdir (1)