Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Segir svigrúm til launahækkana takmarkað

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir að ef hækka eigi laun þannig að all­ir verði sátt­ir þá þýði nú lít­ið að lýsa yf­ir ein­hverj­um áhyggj­um af verð­bólg­unni. All­ir op­in­ber­ir starfs­menn eigi rétt á því að fá kjara­bæt­ur í sam­ræmi við það svig­rúm sem sé til stað­ar. Þing­mað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann út í kjara­mál hjúkr­un­ar­fræð­inga á þingi í dag.

Segir svigrúm til launahækkana takmarkað
Ef einhverjir fá meira þá fá aðrir minna Bjarni segir að ef sumir eiga að fá meira en aðrir þá þurfi hinir að fá minna. „Þetta er bara lögmál.“ Mynd: Bára Huld Beck

„Ég er einfaldlega kominn hingað til að benda á að svigrúmið er takmarkað. Ef við ætlum að hækka laun allra þannig að allir séu orðnir sáttir þá þýðir nú lítið að vera að lýsa yfir einhverjum áhyggjum af verðbólgu.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í svari sínu í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þegar hann ræddi kjaramál hjúkrunarfræðinga við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata. 

 Fáar hendur sinna mikilvægum störfum

Björn Leví sagði að samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hætti fjórði hver hjúkrunarfræðingur störfum innan fimm ára og væri helsta ástæðan sögð vera launakjör. 

„Starfsumhverfið er einnig óásættanlegt, til dæmis vegna álagsins sem felst í því hversu fáir eru á vakt hverju sinni, það eru fáar hendur að sinna mikilvægum störfum. Ef það kemur til verkfalla í heilbrigðiskerfinu, til dæmis hjá hjúkrunarfræðingum, sem hafa tvisvar í röð verið sendir í gerðardóm, þá gerist hins vegar dálítið merkilegt í heilbrigðiskerfinu. Mönnun eykst, þ.e. það verða fleiri hjúkrunarfræðingar á vakt. Ástæðan fyrir þessu eru öryggisviðmið sem gera ráð fyrir ákveðinni lágmarksþjónustu í verkföllum og athugið hér: Lágmarksþjónusta til að viðhalda öryggi er meiri en sú þjónusta sem nú er verið að veita. Stöldrum aðeins við og hugsum um þetta. Lágmarksþjónusta til að viðhalda öryggi í verkfalli er meiri en sú þjónusta sem nú er verið að veita,“ sagði hann. 

Lágmarksþjónustan meiri í verkfalliBjörn Leví segir að lágmarksþjónusta til að viðhalda öryggi í verkfalli hjúkrunarfræðinga sé meiri en sú þjónusta sem nú sé veitt.

Benti þingmaðurinn á að stjórnvöld hefðu sent hjúkrunarfræðinga tvisvar sinnum í röð í gerðardóm sem hefði komist að þeirri niðurstöðu að það væru að mati gerðardóms vísbendingar um að hjúkrunarfræðingar væru „vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar“. Gerðardómur hefði síðan ekki hækkað laun þeirra með tilliti til niðurstöðunnar heldur varpað þeirri ábyrgð yfir á stjórnvöld. „Nú hefur fjármálaráðherra sagt oftar en einu sinni að fjárveitingar séu ekki vandi heilbrigðiskerfisins en samt eru laun hjúkrunarfræðinga ekki í samræmi við menntun og ábyrgð og er það ein helsta ástæða þess að hjúkrunarfræðingar hætta störfum.“

Björn Leví benti enn fremur á að nú væri aftur að koma að kjarasamningum og hefðu þeir ekki gengið vel undanfarið. Hann spurði ráðherrann hvað hann ætlaði að gera til að koma í veg fyrir að Íslendingar misstu þetta verðmæta starfsfólk án þess að setja inn meira fjármagn fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga með hærri laun til að geta að minnsta kosti sinnt lágmarksmönnun miðað við öryggisviðmið.

Ef sumir eiga að fá meira en aðrir þá þurfa hinir að fá minna

Bjarni svaraði og sagði að Björn Leví talaði þarna um eina af grundvallarstéttum íslenska heilbrigðiskerfisins, hjúkrunarfræðinga, og hvetti til þess að stjórnvöld gerðu betur við þá en aðra opinbera starfsmenn sem þau þyrfti að semja við. „Ég spyr: Hvers eiga sjúkraliðar að gjalda? Eða kennarar? Hvað með læknana? Hvað með aðra opinbera starfsmenn sem eiga nú í samtölum við ríkið um að fá bætt kjör?“ spurði ráðherrann. 

Spurði hann jafnframt hvort Björn Leví væri að leggja það til að stjórnvöld ættu að forgangsraða með þeim hætti að hjúkrunarfræðingar einir fengju hækkanir umfram það sem væri verið að semja um á almennum markaði. 

„En til þess að skapa það svigrúm þá þurfum við að semja um minna fyrir aðra. Þetta er alveg dæmigerð ræða. Til þess að fara ekki fram úr því heildarsvigrúmi sem almenni markaðurinn hefur skapað þá er alveg augljóst að ef sumir eiga að fá meira en aðrir þá þurfa hinir að fá minna. Þetta er bara lögmál. Nema menn vilji, eins og oft er gert í pólitíkinni, hunsa fyrsta lögmál hagfræðinnar sem er lögmálið um skort, að það er ekki endalaust til. Það er auðvitað vinsælt í þessum sal, umfram alla aðra sali á Íslandi, að vilja hunsa það lögmál og þykjast geta leyst hvers manns vanda með því að ausa úr sjóðum ríkissjóðs endalaust og skapa sjálfum sér vinsældir, að minnsta kosti tímabundið,“ sagði hann. 

„Nema menn vilji, eins og oft er gert í pólitíkinni, hunsa fyrsta lögmál hagfræðinnar sem er lögmálið um skort, að það er ekki endalaust til.“
Bjarni Benediktsson
Fjármála- og efnahagsráðherra

Svar ráðherrans við spurningu Björns Levís var að allir opinberir starfsmenn ættu rétt á því að fá kjarabætur í samræmi við það svigrúm sem væri til staðar. „Við munum síðan leita lausna til að mæta sérþörfum hvers hóps fyrir sig í þeim samningum sem nú standa yfir í ágætis jafnvægi við samninganefnd ríkisins vegna kjarasamningagerðar. Þar eru mörg mál uppi á borðum.“

Hann sagði að stjórnvöld gætu ekki lofað því sem Björn Leví hefði kallað eftir að taka „einstakar stéttir fram yfir aðrar“ vegna þess einfaldlega að það væri nákvæmlega engin sátt um það.

Heilbrigðiskerfið virkar ekki ef ekkert starfsfólkið er til staðar

Björn Leví steig aftur í pontu og sagði að hann hefði tekið hjúkrunarfræðinga sem dæmi. „Það var það sem ég sagði: Til dæmis. Ég er alveg sammála því að það megi taka sjúkraliða og lækna og ýmsa svoleiðis líka, en ég nefndi dæmi um það að það var niðurstaða gerðardóms sem sagði að þarna væri starfsstétt sem væri vanmetin. Ég er að biðja um að við horfum til þess, hvorki meira né minna en það – mjög einfalt mál,“ sagði hann. 

„Heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir sjúkraliðar, heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir hjúkrunarfræðingar og virkar ekki ef það eru engir læknar.“
Björn Leví Gunnarsson
Þingmaður Pírata

Þingmaðurinn lagði áherslu á að hérna væri verið að tala um forgangsröðun og sagðist hann vilja sjá forgangsröðun stjórnvalda. „Ekki til að gera upp á milli einstakra starfsstétta innan heilbrigðiskerfisins heldur upp á ákveðna sanngirni. Hvar er það sem stjórnvöld eru að forgangsraða umfram heilbrigðiskerfið, því að heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það er ekki starfsfólk þar. Það er svo einfalt. Heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir sjúkraliðar, heilbrigðiskerfið virkar ekki ef það eru engir hjúkrunarfræðingar og virkar ekki ef það eru engir læknar. Ef við tökum eina af þessum starfsstéttum burt þá virkar ekkert af þessu. Við þurfum að huga að því að niðurstaða gerðardóms er að þarna sé vanmat í gangi, og já, það þarf að svara því,“ sagði hann. 

Ætla að bera saman almenna markaðinn og hinn opinbera

Bjarni svaraði í annað sinn og sagði að eins og Birni Leví ætti að vera kunnugt um væri sérstök vinna í gangi til að fara í virðismat á störfum og bera saman almenna markaðinn og hinn opinbera. 

„En ég ætla að vekja athygli á því að við höfum hvergi annars staðar fjölgað jafn mikið í stöðugildum hjá hinu opinbera eins og á við í heilbrigðismálum og síðan hjá menntastofnunum en þar höfum við fjölgað um tæplega 1.400 starfsmenn frá árinu 2019. Nú er svo komið að 25 prósent af öllum stöðugildum ríkisins eru hjá Landspítalanum, 25 prósent af öllum stöðugildum,“ sagði hann. 

Ráðherrann taldi að Björn Leví hefði tekið „smá snúning“ á þessari fyrirspurn sinni í seinna skiptið sem hann kom upp. 

„Í fyrra skiptið vildi hann tala um hjúkrunarfræðinga. En þegar ég benti á að það væri erfitt að taka einstaka hópa út undan þá sagðist hann vera að tala fyrir hönd allra hópanna, að þeir ættu allir skilið að fá miklu hærri laun. Ég er einfaldlega kominn hingað til að benda á að svigrúmið er takmarkað. Ef við ætlum að hækka laun allra þannig að allir séu orðnir sáttir þá þýðir nú lítið að vera að lýsa yfir einhverjum áhyggjum af verðbólgu,“ sagði hann að lokum. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Foringi stærstu skipulögðu glæpasamtaka Íslands, sjálfstæðisflokksins.
    Segir svigrúm til launahækkana takmarkað!
    En hanns egin sjálftaka á launahækkunu til síns sjálfs eru bara náttúrulönál.
    Er það ekki ?
    Eða það virist svo vera hjá þessari gjörspilltu ríkisÓstjórn Banana lygveldis Íslands!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár