Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, kynnti miðlunartillögu sína í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á blaðamannafundi í Karphúsinu klukkan tíu.
Hann segir miðlunartillöguna efnislega nánast þá sömu og sú sem ríkissáttasemjari kynnti þann 26. janúar en ekki voru greidd atkvæði um þar sem Efling afhenti ekki kjörskrá sína.
Ástráður hefur náð samkomulagi um að bæði félagsmenn Eflingar og félagar SA greiða atkvæði. Samhliða atkvæðagreiðslu mun öllum vinnustöðvunum af hálfu beggja aðila vera frestað.
Atkvæðagreiðslan fer fram á vef Ríkissáttasemjara, hún hefst á föstudag klukkan 12 og lýkur miðvikudaginn 8. mars.
Ef miðlunartillaga ríkissáttasemjara verður samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsfólks Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þá fá félagar í Eflingu sömu launahækkanir og í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins.
Launahækkanirnar verða þá afturvirkar frá 1. nóvember 2022. SA hafði áður tilkynnt að afturvirkar hækkanir væru ekki á borðinu ef til verkfalla kæmi.
Kauptaxtar aðalkjarasamnings munu samkvæmt tillögunni hækka á bilinu 35.000 krónur til 52.258 …
Athugasemdir (1)