Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ný miðlunartillaga kynnt - Verkfalli Eflingar og verkstöðvun SA frestað

Efn­is­lega er til­lag­an nán­ast sú sama og fyrri miðl­un­ar­til­laga. Bæði fé­lags­fólk Efl­ing­ar og SA greiða at­kvæði um til­lög­una og sam­hliða at­kvæða­greiðslu er öll­um vinnu­stöðv­un­um frest­að.

Ný miðlunartillaga kynnt - Verkfalli Eflingar og verkstöðvun SA frestað

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, kynnti miðlunartillögu sína í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins á blaðamannafundi í Karphúsinu klukkan tíu. 

Hann segir miðlunartillöguna efnislega nánast þá sömu og sú sem ríkissáttasemjari kynnti þann 26. janúar en ekki voru greidd atkvæði um þar sem Efling afhenti ekki kjörskrá sína. 

Ástráður hefur náð samkomulagi um að bæði félagsmenn Eflingar og félagar SA greiða atkvæði. Samhliða atkvæðagreiðslu mun öllum vinnustöðvunum af hálfu beggja aðila vera frestað. 

Atkvæðagreiðslan fer fram á vef Ríkissáttasemjara, hún hefst á föstudag klukkan 12 og lýkur miðvikudaginn 8. mars. 

Ef miðlunartillaga ríkissáttasemjara verður samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsfólks Eflingar og Samtaka atvinnulífsins þá fá félagar í Eflingu sömu launahækkanir og í samningi annarra félaga Starfsgreinasambandsins. 

Launahækkanirnar verða þá afturvirkar frá 1. nóvember 2022.  SA hafði áður tilkynnt að afturvirkar hækkanir væru ekki á borðinu ef til verkfalla kæmi.

Kauptaxtar aðalkjarasamnings munu samkvæmt tillögunni hækka á bilinu 35.000 krónur til 52.258 …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tryggvi Þorsteinsson skrifaði
    Er þetta moiðlunartillaga ef hún er eins og HB vill hafa hana og eins og þá fyrri sem var bara afrit af sammingum sem SGS samþykktu með seimingi en voru flestir óánægðir með nema SA sem dönsuðu hlægjandi vöffludansinn með rjómaspori.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár