Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1076. spurningaþraut: Eitt hús? Hvar er eitt hús?

1076. spurningaþraut: Eitt hús? Hvar er eitt hús?

Fyrri aukaspurning:

Þessi illskeytta skvísa hefur birst í nokkrum bíómyndum sem saman kallast ... hvað? Og svo er eitt fislétt bíóstig fyrir að muna hvað persónan heitir!

***

Aðalspurningar:

1.  Yfir hvaða borg í Brasilíu gnæfir risavaxin Kristsstytta?

2.  Fæðutegund ein heitir á latínu caseus. Hvað nefnist hún á íslensku?

3.   Hún fæddist í Bandaríkjunum en flutti til Íslands og hóf söngferil sinn, meðal annars í hljómsveitinni Tivolí sem hún stofnaði ásamt öðrum. Hún söng bæði með hljómsveitunum Mannakorn og Ljósunum í bænum, síðar með Borgardætrum, en einnig mikið sóló, einkum hin seinni ár, og töluvert með bróður sínum, sem einnig er tónlistarmaður. Og hún heitir ... hvað?

4.  Hálfur fimmti tugur karlmanna hefur gegnt embætti forseta Bandaríkjanna. Í listanum yfir forsetana koma fimm nöfn fyrir tvívegis. Í fjórum tilfellum eru viðkomandi forsetar skyldir en í einu tilfelli ekki. Fyrsta tilfellið snýst um feðga sem voru forsetar í upphafi 19. aldar. Hvað var eftirnafn þeirra?

5.  En hver voru hin fjögur eftirnöfnin sem fleiri en einn forseti hafa borið? Hér dugar að nefna þrjú til að fá stig!

6.  Borg ein var stofnuð 1606 og þar búa nú tæplega 70.000 manns. Borgin heitir Vaasa en í hvaða landi er hún?

7.  Fræg íslensk söngkona var skírð í höfuðið á óbyggðri eyju. Hún varð svo reyndar kunn undir gælunafni sínu. Hver var eyjan?

8.  Hvað er þúsund vatna landið?

9.  Erik ten Hag er fótboltaþjálfari sem hefur hleypt nýju lífi í stórveldið fornfræga, Manchester United. Hverrar þjóðar er Ten Hag?

10.  Nafn á ríki einu í Evrópu er dregið af gríska hugtakinu yfir „eitt hús“. Hvaða ríki er það? Ég hvet ykkur til að hugsa málið. Þetta er ekki eins erfitt og það virkar kannski í fyrstu.

***

Seinni aukaspurning:

Þessi rithöfundur hefur skrifað bæði fyrir fullorðna en þó meira fyrir börn og ungt fólk. Og hún heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Rio de Janeiro.

2.  Ostur.

3.  Ellen Kristjánsdóttir.

4.  Adams.

5.  Harrison, Johnson, Roosevelt og Bush.

6.  Finnlandi.

7.  Eldey. Þetta var Ellý Vilhjálms.

8.  Finnland.

9.  Hollenskur.

10.  Monaco. Gríska orðið er μόνοικος, samsett úr μόνος (monos) sem þýðir „einn“ eða „eitt“ og οἶκος (oikos) sem þýðir „hús“. Nafnið er dregið af því að eitt sinn í fyrndinni var aðeins eitt hús á klettinum sem ríkið myndaðist um, þ.e.a.s. hof til dýrðar Heraklesi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er hún Trinity úr Matrix-myndunum.

Höfundurinn á neðri myndinni er Hildur Knútsdóttir.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
1
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
2
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár