Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólgan eykst og fer í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn í 14 ár

Verð­bólga jókst milli mán­aða og tólf mán­aða verð­bólga mæl­ist nú 1,39 pró­sentu­stig­um meiri en fyr­ir mán­uði. Verð á mat­vöru hækk­ar.

Verðbólgan eykst og fer í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn í 14 ár
Seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands hefur það hlutverk að tryggja verðstöðugleika. Hann beitir tólum sínum til að reyna að halda verðbólgu í námunda við verðbólgumarkmið, sem er 2,5 prósent. Verðbólgan er nú komin í tveggja stafa tölu, í fyrsta sinn síðan í september 2009. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­­aði um 1,39 pró­­sent milli mán­aða. Tólf mán­aða verð­­bólga mælist nú 10,2 pró­­sent en hún mæld­ist 9,9 pró­­sent í síð­­asta mán­uði og 9,6 prósent í desember 2022.

Tólf mán­aða verð­­bólga var 5,7 pró­­sent í jan­ú­ar í fyrra og hefur því auk­ist veru­lega síðastliðið ár. 

Þetta er í fyrsta sinn síðan í september 2009 sem verðbólga fer yfir 10 prósent.

Þá var verðbólgan á niðurleið eftir efnahagshrunið og mældist 10, 8 prósent.

Samkvæmt tilknningu Hagstofu Íslands voru helstu ásætður þess að vísitalan hækkaði þær að verð á matvörum hækkaði um 1,9 prósent, verð á fatnaði og skóm hækkaði um 6,8 prósent og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði og fleira hækkaði um 8,7 prósent. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár