Flokksráðsfundur Vinstri grænna var haldinn þann 11. febrúar síðastliðinn og ályktaði um hin ýmsu mál. Meðal málefna voru sjávarútvegsmál, umhverfismál og útlendingamál. Heimildin kannaði viðbrögð ráðherra VG við ályktunum félaga þeirra í flokknum.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segist eins og aðrir kjörnir fulltrúar VG alltaf hafa stefnu hreyfingarinnar að leiðarljósi í sínum störfum og sömuleiðis áherslur sem birtast í ályktunum funda hennar. Hún muni halda því verklagi hvað varðar allar þær ályktanir sem fjalla um mikilvæg málefni og vinna hér eftir sem hingað til að því að koma þeim í farveg í samvinnu við ráðherra viðkomandi málaflokka.
Vilja þverpólitískt samráð í útlendingamálum
Í ályktun um útlendingamál fagnar flokksráðsfundur VG því að heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda sé hafin. „Mikilvægt er að henni verði flýtt og að henni lokinni verði skoðaðar breytingar á löggjöf um útlendinga og löggjöf um málefni innflytjenda. Skal sú vinna fara fram í þverpólitísku samráði, líkt …
Athugasemdir (4)