Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Viðbrögð ráðherra við ályktunum flokksmanna

Á flokks­ráðs­fundi Vinstri grænna kom fram skýr vilji til að hækka veiði­gjöld og ná fram breyt­ing­um í út­lend­inga­mál­um, um­hverf­is­mál­um og sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son og Svandís Svavars­dótt­ir, ráð­herr­ar Vinstri grænna í rík­is­stjórn, bregð­ast við álykt­un­um flokks­manna.

Viðbrögð ráðherra við ályktunum flokksmanna
Hálendisþjóðgarður á dagskrá næstu vetur Forsætisráðherra segist ekki eiga von á öðru en að hálendisþjóðgarður verði á dagskrá næsta þingvetrar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flokksráðsfundur Vinstri grænna var haldinn þann 11. febrúar síðastliðinn og ályktaði um hin ýmsu mál. Meðal málefna voru sjávarútvegsmál, umhverfismál og útlendingamál. Heimildin kannaði viðbrögð ráðherra VG við ályktunum félaga þeirra í flokknum. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segist eins og aðrir kjörnir fulltrúar VG alltaf hafa stefnu hreyfingarinnar að leiðarljósi í sínum störfum og sömuleiðis áherslur sem birtast í ályktunum funda hennar. Hún muni halda því verklagi hvað varðar allar þær ályktanir sem fjalla um mikilvæg málefni og vinna hér eftir sem hingað til að því að koma þeim í farveg í samvinnu við ráðherra viðkomandi málaflokka.

Vilja þverpólitískt samráð í útlendingamálum

Í ályktun um útlendingamál fagnar flokksráðsfundur VG því að heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda sé hafin. „Mikilvægt er að henni verði flýtt og að henni lokinni verði skoðaðar breytingar á löggjöf um útlendinga og löggjöf um málefni innflytjenda. Skal sú vinna fara fram í þverpólitísku samráði, líkt …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arndís Gunnarsdóttir skrifaði
    Áfram heldur þetta bull um að VG ætli að gera einhverjar breytingar á útlendingamálinu í nefndinni. Engar slíkar tillögur hafa verið lagðar fram af þeirra hálfu og engin umræða um neitt slíkt í nefndinni. Það er alveg ljóst að þingmenn og ráðherrar VG hafa haldið þessu fram til þess að friða sína grasrót og kjósendur svo hægt sé að afgreiða þennan viðbjóð frá þinginu með sem minnstu ónæði frá þeim.
    1
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Fínar ályktanir en hvað svo? Ekkert um lífskjör fólks og framfærsluviðmið?
    1
  • Eysteinn Gunnarsson skrifaði
    Hver eru rökin fyrir því að setja ekki allan fisk á markað?? Þá fengist kanski markaðsverð fyrir fiskinn þar sem kaupendur bjóða í aflan. Raunverð væri þá sýnilegt öllum sem vilja.
    2
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    VG-ráðherrar eru sem sagt hér að teygja ,,nefnda-lopann". Engar ákvarðanir verða teknar á kjörtímabili þessarar stjórnar hvað varðar stefnumál VG. X-d vill engar breytingar aðeins kyrrstöðu spillingarinnar, hert útlendingalög, rafbyssur og bankasölur.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár