Heildarárstekjur Ólafs D. Torfasonar, stjórnarformanns Íslandshótela og helsta eiganda samstæðunnar, voru 77,6 milljónir á árinu 2021 samkvæmt hátekjulista Stundarinnar. Um er að ræða heildartekjur, launa- og fjármagnstekjur. Samsvarar það árslaunum 17 hótelþerna á Íslandshótelum, ef miðað er við neðri mörk byrjunarlauna hótelþerna en árslaunum 16 hótelþerna ef mið er tekið af hæsta launaflokki og fimm ára starfsreynslu. Ein hótelþerna er því 16 til 17 ár að vinna sér inn heildarárstekjur helsta eiganda hótelsamstæðunnar.
Áttföld mánaðarlaun hótelþerna
Ef aðeins er miðað við launatekjur, sem voru 2,9 milljónir á mánuði, tekur það hótelþernu á byrjunarlaunum átta mánuði að vinna sér inn mánaðarlaun stjórnarformannsins. Hótelþerna í hæsta launaflokki með fimm ára starfsreynslu er mánuði skemur, eða sjö mánuði, að vinna sér inn mánaðarlaun Ólafs.
Ef miðað er við lægsta launaflokk grunnlauna samkvæmt launatöflu sem tók gildi 1. apríl …
Athugasemdir