Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þerna er 17 ár að vinna sér inn árstekjur stjórnarformanns

Stjórn­ar­formað­ur Ís­lands­hót­ela og helsti eig­andi sam­stæð­unn­ar var með 77,6 millj­ón­ir króna í heild­ar­tekj­ur ár­ið 2021. Hót­el­þerna á lægstu laun­um sam­kvæmt gild­andi kjara­samn­ing­um er tæpa 18 mán­uði að vinna sér inn mán­að­ar­laun stjórn­ar­for­manns­ins. Og 17 ár að vinna sér inn árs­tekj­ur hans.

Þerna er 17 ár að vinna sér inn árstekjur stjórnarformanns

Heildarárstekjur Ólafs D. Torfasonar, stjórnarformanns Íslandshótela og helsta eiganda samstæðunnar, voru 77,6 milljónir á árinu 2021 samkvæmt hátekjulista Stundarinnar. Um er að ræða heildartekjur, launa- og fjármagnstekjur. Samsvarar það árslaunum 17 hótelþerna á Íslandshótelum, ef miðað er við neðri mörk byrjunarlauna hótelþerna en árslaunum 16 hótelþerna ef mið er tekið af hæsta launaflokki og fimm ára starfsreynslu. Ein hótelþerna er því 16 til 17 ár að vinna sér inn heildarárstekjur helsta eiganda hótelsamstæðunnar. 

Áttföld mánaðarlaun hótelþerna

Ef aðeins er miðað við launatekjur, sem voru 2,9 milljónir á mánuði, tekur það hótelþernu á byrjunarlaunum átta mánuði að vinna sér inn mánaðarlaun stjórnarformannsins. Hótelþerna í hæsta launaflokki með fimm ára starfsreynslu er mánuði skemur, eða sjö mánuði, að vinna sér inn mánaðarlaun Ólafs.   

Ef miðað er við lægsta launaflokk grunnlauna samkvæmt launatöflu sem tók gildi 1. apríl …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár