Setja þarf lög eða reglur til að koma í veg fyrir að stjórnmála- og embættismenn fari ekki strax í vinnu hjá einkafyrirtækjum sem tengjast opinberum störfum þeirra eftir að þeir hætta í þjónustu ríkisins. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, aðspurð um hvort hún telji að setja þurfi reglur eða lög hér á landi til að koma í veg fyrir þetta.
„Það er alveg augljóst að við þurfum að taka á þessu“
„Við þurfum auðvitað að hafa svona reglur. Fiskeldið er auðvitað bara nýjasta dæmi um það. Það er alveg augljóst að við þurfum að taka á þessu,“ segir Þórunn. „Mér finnst blasa við að löggjafarþingið og Stjórnarráðið verði að hafa um þetta skýrar reglur þannig að ekki sé hægt að fara beint úr starfi fyrir hið opinbera, eða sem kjörinn fulltrúi, og beint yfir í störf …
Athugasemdir