Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Edda Falak byrjar á Heimildinni

Þætt­ir und­ir stjórn Eddu Falak munu koma áfram út í nýrri mynd und­ir merkj­um Heim­ild­ar­inn­ar. Þar verð­ur áfram fjall­að um marg­vís­leg­ar birt­ing­ar­mynd­ir of­beld­is og áhrif þess á þo­lend­ur og sam­fé­lag­ið.

Edda Falak byrjar á Heimildinni

Edda Falak hefur hafið störf á ritstjórn Heimildarinnar, þar sem hún mun stýra þáttum um samfélagsmál, auk annarra verkefna. 

Edda er með meistaragráðu í fjármálum og stefnumótandi stjórnun frá Copenhagen Business School. Við heimkomuna árið 2020 hóf hún útgáfu þáttanna Eigin konur, þar sem hún hefur veitt þolendum ofbeldis rödd, rými og vettvang til að tjá reynslu sína. Alls liggja eftir Eddu 117 þættir, þar sem fjöldi fólks hefur valið að treysta henni fyrir frásögnum af erfiðleikum. Sumar þessara frásagna hafa haft afgerandi áhrif á samfélagsumræðuna. Eigin konur hóf samstarf við Stundina árið 2022 um birtingu þáttanna, ritstjórnarlega ráðgjöf og samvinnu varðandi einstök mál. 

Þættir Eddu Falak

Á Heimildinni mun Edda halda áfram að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið, auk þess að sinna öðrum verkefnum. Þættir undir hennar stjórn koma áfram út í nýrri mynd undir merkjum Heimildarinnar. 

„Ég mun halda áfram að sinna þessum málaflokki af krafti á nýjum stað,“ segir Edda. Hún hafi verið að takast á við erfið mál og það hafi verið þungt að bera það ein. „Fyrir mig er mikils virði að vera orðin hluti af ritstjórn Heimildarinnar, þar sem ég fæ tækifæri til að fjalla um mál í víðara samhengi en áður. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum.“ 

„Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum“

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar ritstjóra Heimildarinnar, segir að samstarf Eigin kvenna og Stundarinnar hafi gengið vel. „Edda hefur sýnt að hún er óhrædd við að takast á við krefjandi verkefni og fólk treystir henni fyrir sér. Nú þegar Edda er orðin hluti af ritstjórn Heimildarinnar munum við byggja á þeim grunni og leggja enn meira í þætti undir hennar stjórn.“ 

Þórður Snær Júlíusson, hinn ritstjóri Heimildarinnar, segir það fagnaðarefni að fá Eddu til liðs við ritstjórn miðilsins. „Í nýjum þáttum, með stuðningi sterkrar ritstjórnar Heimildarinnar, gefst tækifæri til að nálgast þau mikilvægu viðfangsefni sem Edda hefur sérhæft sig í að fjalla á breiðari grunni og á hefðbundnara fjölmiðlaformi.“

Fyrstu þættir fara í loftið í mars 

Þættir undir stjórn Eddu Falak hefja göngu sína í mars. Í þáttunum verður haldið áfram að gefa þeim rödd sem þurfa á henni að halda og leiða fram sjónarmið þeirra, ásamt því að kalla eftir skýringum frá þeim sem bera samfélagslega ábyrgð í hverju tilfelli fyrir sig.

Áskrifendur Heimildarinnar hafa aðgengi að þáttunum á vefsíðu miðilsins. Áskrift að Heimildinni fæst hér. Eins er hægt að kaupa sérstaka áskrift sem veitir aðgengi að þáttum Eddu Falak. Slík áskrift kostar 1.390 krónur á mánuði og fæst hér. Engin greiðsla á sér stað fyrr en í apríl. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristján Aðalsteinsson skrifaði
    Já hún er góð þar forte fasimo feministo þú Þorsteinn v ert þú ert karlahatari samt ertu karlahatari svaklegt hvernig þetta er
    0
  • Þorsteinn V. Sigurðsson skrifaði
    ÆÆ Þar fór gott blað....
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mæðgur á vaktinni
2
Á vettvangi

Mæðg­ur á vakt­inni

Mæðg­urn­ar Júlí­ana og Hrafn­hild­ur eru báð­ar hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og vinna oft sam­an á vökt­um á bráða­mót­tök­unni. Á leið­inni heim eft­ir erf­iða vakt náð þær oft góðu spjalli sem verð­ur góð viðr­un. Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, en þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur sam­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
5
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu