Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1063. spurningaþraut: Þorskastríð og Knatte, Fnatte og Tjatte?

1063. spurningaþraut: Þorskastríð og Knatte, Fnatte og Tjatte?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg er húsið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Þorskastríð nokkur voru háð á sjónum við Ísland með hléum frá 1958 til 1976. Hver var aðalandstæðingur Íslands í þessum stríðum?

2.  En íslensku varðskipin þurftu líka að glíma við aðra þjóð, part af þessum tíma, og t.d. klippa veiðarfæri aftan úr togurum frá þessu landi líka. Hvaða land var þetta?

3.  Hvað var íslenska fiskveiðilögsagan færð mikið út í fyrsta áfanga 1958?

4.  Bræður þrír ganga undir ýmsum nöfnum. Á einum stað kallast þeir til dæmis Knatte, Fnatte og Tjatte. Hvað köllum við þessa bræður?

5.  En á hvaða tungu kallast þeir Knatte, Fnatte og Tjatte?

6.  Frá hvaða landi er hinn vinsælasti Budweiser-bjór?

7.  Í hvaða frægu höll er hinn svonefndi Speglasalur — sá eini sanni?

8.  Á þriðju öld fyrir Krist var Ashoka nokkur afar áhrifamikill keisari í svonefndu Máría-ríki sem teygði sig um mikið svæði ... hvar?

9.  Ganaískur landsliðsmaður í fótbolta karla, Christian Atsu, lést í síðasta mánuði, aðeins 31 að aldri. Hann hafði leikið með liðum í Hollandi, Portúgal, Spáni, Englandi, Tyrklandi, Sádi Arabíu auk þess að leika með Blettatígrunum í heimalandi sínu. Hvað varð Atsu að bana svo ungum?

10.  Í hvaða Evrópulandi er Gitanas Nauseda forseti?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða tölvuleik er þetta skjáskot?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bretland.

2.  Vestur-Þýskaland.

3.  Út í 12 mílur.

4. Ripp, Rapp og Rupp.

5.  Sænsku.

6.  Bandarískur. Fyrirtækið var stofnað i St.Louis, Missouri.

7. Versölum.

8.  Indlandi.

9.  Hann fórst í jarðskjálftanum mikla í Tyrklandi í byrjun febrúar.

10.  Litháen.

***

Svör við aukaspurningum:

Húsið á efri myndinni er Guggenheim listasafnið í Bilbao.

Skjáskotið á neðri myndinni er úr tölvuleiknum Minecraft.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Það hefði nú varla verið hægt að finna óheppilegri bjórtegund til að spyrja um. Hefði verið spurt um Tuborg, Amstel eða Peroni, hefði aðeins eitt rétt svar komið til greina.
    Hins vegar deila 2 framleiðendur um vörumerkið "Budweiser" og hafa gert í um 100 ár.
    Sumstaðar á tékkneski framleiðaninn einkarétt á nafninu og þar er sá ameríski seldur sem Bud, en þar sem sá ameríski á nafnið er sá tékkneski seldur sem Czechvar.
    Hér á landi er ekkert slíkt til staðar og báðir bjórarnir seldir sem Budweiser.
    Hins vegar er framleiðslan í Tékklandi, án nokkurs vafa, all nokkru eldri.
    1
  • LCV
    Lowana Compton Veal skrifaði
    Budweiser bjór er upphaflega frá þorpinu Budvar í Tékkóslóvagíu, Bandaríkjamenn keyptu framreiðslurétt og reyndu að stela honum af Tékkum. Það tókst ekki , en í krafti auðmagns hafa þeir gert sig breiða. Kv. Siggi Þóriss.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
2
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
3
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár