Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Traust til Seðlabankans minnkað um 23 prósent á tveimur árum

Ein­ung­is fjórð­ung­ur lands­manna treyst­ir Al­þingi, og traust til þess hríð­fell­ur milli ára. Borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur er sú stofn­un sem fæst­ir treysta, ein­ung­is 13 pró­sent lands­manna. Þar fyr­ir of­an kem­ur banka­kerf­ið, sem hef­ur ekki mælst með minna traust síð­an 2017.

Traust til Seðlabankans minnkað um 23 prósent á tveimur árum
Seðlabankastjóri Eftir að Ásgeir Jónsson tók við sem seðlabankastjóri á árinu 2019 jókst traust til bankans gríðarlega næstu tvö árin. Síðan þá hefur það fallið hratt og nálgast nú það sem það var í tíð Más Guðmundssonar. Mynd: Davíð Þór

Traust til Alþingis hríðfellur milli ára, alls um ellefu prósentustig, og mælist nú 25 prósent. Alþingi er í þriðja neðsta sæti yfir þær stofn­­­anir sem almenn­ingur treystir minnst. 

Þær einu sem eru þar fyrir neðan eru bankakerfið, sem 18 prósent treysta, og borgarstjórn Reykjavíkur, sem nýtur einungis trausts 13 prósent aðspurðra. Traust til bankakerfisins hefur ekki mælst minna síðan 2017 og borgarstjórn hefur einungis einu sinni mælst með minna traust, á árinu 2008, þegar það mældist níu prósent. 

Það er í eina skiptið sem stjórn­vald hefur mælst með undir tíu pró­sent traust í mæl­ingum Gallup. Þá hafði gengið mikið á í borg­­­ar­­­stjórn en alls fjórir meiri­hlutar sátu við völd það kjör­­­tíma­bil. 

Traustið lag­að­ist hægt og rólega og árin 2014 og 2015, við lok borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­fer­ils Jóns Gnarr og við upp­­­haf borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­fer­ils Dags B. Egg­erts­­­son­­­ar, mæld­ist það 31 pró­­­sent. Það hefur hins vegar dalað hratt á und­an­­­förnum árum.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem traust til helstu stofnana samfélagsins er mælt.

Einungis tvær stofnanir sem mældar eru bæta lítillega við sig trausti milli ára: Landhelgisgæslan sem 90 prósent treysta og Ríkissáttasemjari sem nýtur trausts 51 prósent aðspurðra. Aðrar tapa trausti milli ára. 

Traust til Seðlabanka í frjálsu falli

Traust til Seðlabanka Íslands fellur einna mest, alls um 13 prósent milli ára, og mælist nú 39 prósent. Á tveimur árum hefur það fallið um 23 prósent en það mældist 62 prósent í lok árs 2021.

TraustNiðurstaða Þjóðarpúls Gallup sem birt var í morgun.

Traust til Seðlabankans mældist 31 prósent árið þegar Ásgeir Jónsson tók við starfi seðlabankastjór  af Má Guð­­­munds­­­syni, sem hafði gegnt því í ára­tug. Auk þess var Fjár­­­­­mála­eft­ir­litið sam­einað Seðla­­­bank­­­anum í byrjun árs 2020. Milli 2019 og 2021 tvöfaldaðist traust til bankans, og fór upp í 62 prósent. Stýrivextir lækk­uðu mikið framan af stjórn­­­ar­­tíð Ásgeirs og voru 0,75 pró­­sent, sem er það lægsta sem þeir höfðu nokkru sinni ver­ið. 

Sú lækk­­un­­ar­hrina leiddi til þess að fjár­­­magns­­kostn­aður heim­ila og fyr­ir­tækja lækkaði mik­ið. Stór­aukin verð­bólga, sem nú stendur í 9,9 pró­sent, hefur hins vegar leitt af sér skarpa hækkun á stýri­vöxtum með til­heyr­andi við­bót­ar­kostn­aði fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki. Þeir eru nú 6,5 pró­sent. 

Samhliða hefur traust til Seðlabankans hrunið niður undir 40 prósent að nýju.

Heilbrigðiskerfið í traustvanda

Traust til heilbrigðiskerfisins dregst líka mikið saman milli ára, eða um 14 prósentustig og er nú 57 prósent. Það er minnsta traust sem mælst hefur til heilbrigðiskerfisins síðan 2016. 

Traust til lögreglunnar fellur um níu prósent milli ára og mælist 69 prósent og traust til umboðsmanns Alþingis fellur um fimm prósent milli ára. Traust til annarra stofnana en ofangreindra fellur um minna en fimm prósentustig milli ára. 

Fyrir utan Landhelgisgæsluna mælist mest traust til embættis forseta Íslands og Háskóla Íslands, sem 73 prósent aðspurðra treysta.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BK
    Breki Karlsson skrifaði
    Ég skil ekki þessar traust mælingar. Mér finnst traust vera af gerðinni annað hvort eða. Það er að segja ef ég treysti ekki einhverjum til að segja satt. Þá get ég ekki sagt að hann eða hún segi 23% satt. Hvað merkir að traust á seðlabankanum sé 43%. Þetta er þjónusta sem við getum ekki sloppið við. Ég held að stofnunin standi sig ágætlega í að halda utanum statistík, gengisskráningu og aðra lögbundna þætti eins og millifærslu á peningum og svoleiðis. En ég er sannfærður um að stjórn bankans á vöxtum og peningamagni í umferð sé ekki góð fyrir land og þjóð . Hvert er traust mitt til bankans?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
4
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár