Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

PLAY hefur tapað næstum tíu milljörðum á tveimur árum

PLAY ætl­aði ekki í hluta­fjáraukn­ingu á ár­inu 2022 og lýsti því yf­ir að fé­lag­ið gerði ráð fyr­ir rekstr­ar­hagn­aði á síð­ari hluta þess árs. Það gekk ekki eft­ir og PLAY þurfti að sækja 2,3 millj­arða króna í nýtt hluta­fé í lok síð­asta árs. Hand­bært fé um ára­mót er mun minna en tap síð­asta árs.

PLAY hefur tapað næstum tíu milljörðum á tveimur árum

Rekstrartap flugfélagsins PLAY var 55,5 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ár, eða sem nemur 7,9 milljörðum króna á árslokagengi þess gjaldmiðils sem eru uppgjörsmynt félagsins. Heildartap PLAY var samt minna, eða 45,5 milljónir króna, þar sem félagið gat bókfært skattalega inneign til að draga úr því. Því var það 6,5 milljarðar króna á árinu 2022. Skattaleg inneign PLAY vegna tapreksturs síðustu tveggja ára er bókfærð á um 2,3 milljarða króna í ársreikningi félagsins sem birtur var á miðvikudag.

Mest var tapið á síðasta ársfjórðungi, alls um 2,4 milljarðar króna. Þar af metur PLAY tap vegna ófærðar á Reykjanesbraut í desember á um 312 milljónir króna. Alls flutti PLAY 789 þúsund farþega á síðasta ári. Tapið nam því tæplega tíu þúsund krónum á hvern farþega ef miðað er við árslokagengi Bandaríkjadals.

Heildatap PLAY í fyrra var mun meira en á árinu 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir af fullum krafti með tilheyrandi takmörkunum …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár