Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

PLAY hefur tapað næstum tíu milljörðum á tveimur árum

PLAY ætl­aði ekki í hluta­fjáraukn­ingu á ár­inu 2022 og lýsti því yf­ir að fé­lag­ið gerði ráð fyr­ir rekstr­ar­hagn­aði á síð­ari hluta þess árs. Það gekk ekki eft­ir og PLAY þurfti að sækja 2,3 millj­arða króna í nýtt hluta­fé í lok síð­asta árs. Hand­bært fé um ára­mót er mun minna en tap síð­asta árs.

PLAY hefur tapað næstum tíu milljörðum á tveimur árum

Rekstrartap flugfélagsins PLAY var 55,5 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ár, eða sem nemur 7,9 milljörðum króna á árslokagengi þess gjaldmiðils sem eru uppgjörsmynt félagsins. Heildartap PLAY var samt minna, eða 45,5 milljónir króna, þar sem félagið gat bókfært skattalega inneign til að draga úr því. Því var það 6,5 milljarðar króna á árinu 2022. Skattaleg inneign PLAY vegna tapreksturs síðustu tveggja ára er bókfærð á um 2,3 milljarða króna í ársreikningi félagsins sem birtur var á miðvikudag.

Mest var tapið á síðasta ársfjórðungi, alls um 2,4 milljarðar króna. Þar af metur PLAY tap vegna ófærðar á Reykjanesbraut í desember á um 312 milljónir króna. Alls flutti PLAY 789 þúsund farþega á síðasta ári. Tapið nam því tæplega tíu þúsund krónum á hvern farþega ef miðað er við árslokagengi Bandaríkjadals.

Heildatap PLAY í fyrra var mun meira en á árinu 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir af fullum krafti með tilheyrandi takmörkunum …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár