Rekstrartap flugfélagsins PLAY var 55,5 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ár, eða sem nemur 7,9 milljörðum króna á árslokagengi þess gjaldmiðils sem eru uppgjörsmynt félagsins. Heildartap PLAY var samt minna, eða 45,5 milljónir króna, þar sem félagið gat bókfært skattalega inneign til að draga úr því. Því var það 6,5 milljarðar króna á árinu 2022. Skattaleg inneign PLAY vegna tapreksturs síðustu tveggja ára er bókfærð á um 2,3 milljarða króna í ársreikningi félagsins sem birtur var á miðvikudag.
Mest var tapið á síðasta ársfjórðungi, alls um 2,4 milljarðar króna. Þar af metur PLAY tap vegna ófærðar á Reykjanesbraut í desember á um 312 milljónir króna. Alls flutti PLAY 789 þúsund farþega á síðasta ári. Tapið nam því tæplega tíu þúsund krónum á hvern farþega ef miðað er við árslokagengi Bandaríkjadals.
Heildatap PLAY í fyrra var mun meira en á árinu 2021, þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir af fullum krafti með tilheyrandi takmörkunum …
Athugasemdir