Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1051.spurningaþraut: „Ég er skrípi, ég er furðufugl“

1051.spurningaþraut: „Ég er skrípi, ég er furðufugl“

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá geimveru sem birtist fyrst á Jörðinni á níunda áratugnum — að minnsta kosti í kvikmynd frá þeim tíma — og hefur síðan dúkkað reglulega upp í ýmsum kvikmyndum og á jafnan í mikilli baráttu við okkar bestu menn eða jafnvel aðrar geimverur. Hvað nefnist þetta óféti?

***

Aðalspurningar:

1.  Ein útbreidd en forn trúarbrögð þykja nokkuð karllæg, eins og reyndar er títt um trúarbrögð, en þar finnast þó ýmsar gyðjur og þar er Parvatí ein. Hún er gyðja valdsins og tengist hugrekki, frjósemi og fegurð. Önnur nöfn yfir hana eru Uma og Gauri. Í hvaða trú er Parvatí í heiðri höfð?  

2.   Þann 15. nóvember á síðasta ári varð ákveðinn áfangi í mannfjöldasögu mannkynsins. Hver var sá?  

3.  Hún var af grískum eða öllu heldur makedónskum ættum, varð drottning í Afríkulandi en beið að lokum ósigur fyrir Ítala. Hvað hét hún?

4.  Konur fengu lengi vel ekki að stunda hvaða íþrótt sem var. En sumt máttu þær. Charlotte Cooper frá Bretlandi var fyrsta konan sem vann til einstaklingsverðlauna á ólympíuleikum. Það var á leikunum 1900 og í hvaða grein keppti Cooper?

5.  En í hvaða borg voru ólympíuleikarnir haldnir þetta aldamótamótaár? Var það í Aþenu — Barcelona — París — Pétursborg — eða Tókíó?

6.  Árið 2008 voru þrír borgarstjórar í Reykjavík; nefnið alla eða öll.

7.  Hér fylgir runa af sex íslenskum biskupum fyrri tíð: Ísleifur Gissurarson, Jón Gerreksson, Ögmundur Pálsson, Guðbrandur Þorláksson, Brynjólfur Sveinsson, Jón Vídalín.  Allir voru þeir biskupar í Skálholti, nema einn sem var á Hólum. Hver var sá? 

8.  Þýska ljóðskáldið Schubart (dáinn 1791, ruglið ekki saman við tónskáldið SchuBERT) samdi 1783 ljóð um silung og 35 árum síðar var samið víðfrægt lag eftir ljóðinu. Það heitir einfaldlega Silungurinn. Hver samdi lagið?

9.  „Ég er skrípi, ég er furðufugl, hvern djöfulinn er ég að gera hér, ég á ekki heima hér?“ Svo segir — í lauslegri íslenskri þýðingu — í viðlagi á víðfrægu lagi rokkhljómsveitar. Lagið kom fyrst út árið 1992. Hvað heitir þetta lag?

10.  En hljómsveitin, hvað heitir hún?  

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi leikkona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hindúisma.

2.  Mannkynið náði 8 milljörðum.

3.  Kleópatra. 

4.  Tennis.

5.  París.

6.  Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna.

7.  Guðbrandur Þorláksson var biskup á Hólum.

8.  Schubert.

9.  Creep. 

10.  Radiohead.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndunum er Predator.

Á neðri myndinni er Tilda Swinton.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár