Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1051.spurningaþraut: „Ég er skrípi, ég er furðufugl“

1051.spurningaþraut: „Ég er skrípi, ég er furðufugl“

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá geimveru sem birtist fyrst á Jörðinni á níunda áratugnum — að minnsta kosti í kvikmynd frá þeim tíma — og hefur síðan dúkkað reglulega upp í ýmsum kvikmyndum og á jafnan í mikilli baráttu við okkar bestu menn eða jafnvel aðrar geimverur. Hvað nefnist þetta óféti?

***

Aðalspurningar:

1.  Ein útbreidd en forn trúarbrögð þykja nokkuð karllæg, eins og reyndar er títt um trúarbrögð, en þar finnast þó ýmsar gyðjur og þar er Parvatí ein. Hún er gyðja valdsins og tengist hugrekki, frjósemi og fegurð. Önnur nöfn yfir hana eru Uma og Gauri. Í hvaða trú er Parvatí í heiðri höfð?  

2.   Þann 15. nóvember á síðasta ári varð ákveðinn áfangi í mannfjöldasögu mannkynsins. Hver var sá?  

3.  Hún var af grískum eða öllu heldur makedónskum ættum, varð drottning í Afríkulandi en beið að lokum ósigur fyrir Ítala. Hvað hét hún?

4.  Konur fengu lengi vel ekki að stunda hvaða íþrótt sem var. En sumt máttu þær. Charlotte Cooper frá Bretlandi var fyrsta konan sem vann til einstaklingsverðlauna á ólympíuleikum. Það var á leikunum 1900 og í hvaða grein keppti Cooper?

5.  En í hvaða borg voru ólympíuleikarnir haldnir þetta aldamótamótaár? Var það í Aþenu — Barcelona — París — Pétursborg — eða Tókíó?

6.  Árið 2008 voru þrír borgarstjórar í Reykjavík; nefnið alla eða öll.

7.  Hér fylgir runa af sex íslenskum biskupum fyrri tíð: Ísleifur Gissurarson, Jón Gerreksson, Ögmundur Pálsson, Guðbrandur Þorláksson, Brynjólfur Sveinsson, Jón Vídalín.  Allir voru þeir biskupar í Skálholti, nema einn sem var á Hólum. Hver var sá? 

8.  Þýska ljóðskáldið Schubart (dáinn 1791, ruglið ekki saman við tónskáldið SchuBERT) samdi 1783 ljóð um silung og 35 árum síðar var samið víðfrægt lag eftir ljóðinu. Það heitir einfaldlega Silungurinn. Hver samdi lagið?

9.  „Ég er skrípi, ég er furðufugl, hvern djöfulinn er ég að gera hér, ég á ekki heima hér?“ Svo segir — í lauslegri íslenskri þýðingu — í viðlagi á víðfrægu lagi rokkhljómsveitar. Lagið kom fyrst út árið 1992. Hvað heitir þetta lag?

10.  En hljómsveitin, hvað heitir hún?  

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi leikkona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hindúisma.

2.  Mannkynið náði 8 milljörðum.

3.  Kleópatra. 

4.  Tennis.

5.  París.

6.  Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna.

7.  Guðbrandur Þorláksson var biskup á Hólum.

8.  Schubert.

9.  Creep. 

10.  Radiohead.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndunum er Predator.

Á neðri myndinni er Tilda Swinton.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár