Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1046. spurningaþraut: Írar sem fengu Nóbelsverðlaun í bókmenntum

1046. spurningaþraut: Írar sem fengu Nóbelsverðlaun í bókmenntum

Fyrri aukaspurning:

Hvaða jurt má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét ambátt Skallagríms landnámsmanns sem hann varð að bana? Viðurnefni hennar dugar.

2.  Í hvaða landi er Lófóten?

3.  Hver söng í hléinu á Ofurskálarleiknum í Bandaríkjunum fyrir örfáum vikum?

4.  Nýlega var tilkynnt á Bretlandi að endurvekja ætti fræga grínseríu í sjónvarpi eftir meira en 40 ára hlé. Serían fjallar um misvitran hótelrekanda og nefndist ... hvað?

5.  Hvað hét hinn nýlátni norski njósnari sem komst upp um 1984 en hann mun þá hafa gefið Sovétríkjunum upplýsingar lengi?

6.  Í hvaða landi er lengsti múr heims?

7.  Hvaða ávöxtur kallast á latínu Citrus sinensis?

8.  Í hvaða hafi er eyjan Tristan da Cunha? Svarið þarf að vera návæmt.

9.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Wellington?

10.  Árið 1923 fékk fyrsti Írinn Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Aðeins tveim árum síðar fékk annar Íri sömu verðlaun (þótt annar sé stundum flokkaður sem Breti). Ekki eru mörg dæmi eru um að rithöfundar sömu þjóðar hafi hlotið verðlaunin með svo skömmu millibili. En hvað hétu þessir írsku höfundar? Til að fá stig dugar að nefna annan, en lárviðarstig fæst fyrir bæði nöfnin rétt.

***

Seinni aukaspurning: Hvað heitir hann?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Brák. 

2.  Noregi.

3.  Rihanna.

4.  Fawlty Towers, eða Hótel Tindastóll á íslensku.

5.  Arne Treholt.

6.  Kína.

7.  Appelsína.

8.  Suður-Atlantshafi.

9.  Nýja Sjálandi.

10.  Yeats og Shaw.

***

Seinni aukaspurning:

Á efri myndinni er bambus.

Á neðri myndinni er Piers Morgan.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár