Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1046. spurningaþraut: Írar sem fengu Nóbelsverðlaun í bókmenntum

1046. spurningaþraut: Írar sem fengu Nóbelsverðlaun í bókmenntum

Fyrri aukaspurning:

Hvaða jurt má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét ambátt Skallagríms landnámsmanns sem hann varð að bana? Viðurnefni hennar dugar.

2.  Í hvaða landi er Lófóten?

3.  Hver söng í hléinu á Ofurskálarleiknum í Bandaríkjunum fyrir örfáum vikum?

4.  Nýlega var tilkynnt á Bretlandi að endurvekja ætti fræga grínseríu í sjónvarpi eftir meira en 40 ára hlé. Serían fjallar um misvitran hótelrekanda og nefndist ... hvað?

5.  Hvað hét hinn nýlátni norski njósnari sem komst upp um 1984 en hann mun þá hafa gefið Sovétríkjunum upplýsingar lengi?

6.  Í hvaða landi er lengsti múr heims?

7.  Hvaða ávöxtur kallast á latínu Citrus sinensis?

8.  Í hvaða hafi er eyjan Tristan da Cunha? Svarið þarf að vera návæmt.

9.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Wellington?

10.  Árið 1923 fékk fyrsti Írinn Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Aðeins tveim árum síðar fékk annar Íri sömu verðlaun (þótt annar sé stundum flokkaður sem Breti). Ekki eru mörg dæmi eru um að rithöfundar sömu þjóðar hafi hlotið verðlaunin með svo skömmu millibili. En hvað hétu þessir írsku höfundar? Til að fá stig dugar að nefna annan, en lárviðarstig fæst fyrir bæði nöfnin rétt.

***

Seinni aukaspurning: Hvað heitir hann?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Brák. 

2.  Noregi.

3.  Rihanna.

4.  Fawlty Towers, eða Hótel Tindastóll á íslensku.

5.  Arne Treholt.

6.  Kína.

7.  Appelsína.

8.  Suður-Atlantshafi.

9.  Nýja Sjálandi.

10.  Yeats og Shaw.

***

Seinni aukaspurning:

Á efri myndinni er bambus.

Á neðri myndinni er Piers Morgan.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár