Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1042. spurningaþraut: Hver er nú þetta?!

1042. spurningaþraut: Hver er nú þetta?!

Fyrri aukaspurning á við myndina hér að ofan:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var forseti Bandaríkjanna 2001-2009?

2.  Hversu margir íbúar búa í höfuðstað Grænlands, Nuuk? Hér má skeika 4.000 til eða frá.

3.  Hvað hét Nuuk áður en grænlenskt nafn var tekið upp?

4.  Fyrir réttum 20 árum kom út fyrsta sólóplata tónlistarmanns sem áður hafði tilheyrt vinsælu tríói. Platan hét Dangerously in Love en hver var og er tónlistarmaðurinn?

5.  Hvaða Íslendingur hefur leikið flesta leiki í ensku Úrvalsdeildinni í karlaflokki?

6.  Í hvaða landi eru Vosgesa-fjöllin aðallega?

7.  Women Talking er ein þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 2022. Myndin er jafnframt tilnefnd til sömu verðlauna fyrir handrit unnið upp úr öðru efni. Íslendingar hefðu svo gjarnan vijað að myndin fengi eina Óskarsverðlaunatilnefningu enn. Hverja þá og hvers vegna?

8.  Þær skammstafanir sem notaðar eru um frumefni í lotukerfinu er mjög oft auðþekkjanlegar af enskum heitum frumefnanna. O stendur fyrir oxygen (súrefni), He fyrir helíum, Al fyrir aluminium o.s.frv. Frumefni nr. 80 er hins vegar skammstafað Hg. Svo vill til að hvorugan bókstafinn — h eða g — er að finna hvorki í ensku eða íslensku nafni frumefnisins. Hvaða frumefni er skammstafað Hg?

9.  Í enskri tungu gildir nákvæmlega það sama um næsta frumefni á undan í lotukerfinu, númer 79. Það er skammstafað Au en hvorki a né u er að finna í ensku heiti frumefnisins. Eitt u er hins vegar í íslensku nafni þess. Hvaða frumefni er Au?

10.  Hringbraut átti upphaflega að ná í hring utan um Reykjavík. En í hvaða evrópsku stórborg er hið upprunalega Ringstrasse sem var á sinn hátt fyrirmynd af Hringbraut?

***

Seinni aukaspurning:

En hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  George W. Bush. Sá yngri af Bush-feðgum, sem sé.

2.  Þar búa því sem næst 19.000 manns skv. Wikipedíu svo rétt telst vera 15 til 23 þúsund.

3.  Godthåb.

4.  Beyconcé.

5.  Hermann Hreiðarsson.

6.  Frakklandi.

7.  Hildur Guðnadóttir hefði mátt vera tilnefnd fyrir tónlistina.

8.  Kvikasilfur — hydragyrum á latínu.

9.  Gull — aurum á latínu.

10.  Vínarborg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Litli prinsinn, söguhetja Antoine de Saint-Exupéry. 

Á neðri myndinni er David Bowie.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Ath: Frumefnin eru nefnd á vísindamálinu latínu, sem var gilt fram yfir miðja 20. ölf.
    Kynna sér latínu það er málið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
1
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu