Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1042. spurningaþraut: Hver er nú þetta?!

1042. spurningaþraut: Hver er nú þetta?!

Fyrri aukaspurning á við myndina hér að ofan:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var forseti Bandaríkjanna 2001-2009?

2.  Hversu margir íbúar búa í höfuðstað Grænlands, Nuuk? Hér má skeika 4.000 til eða frá.

3.  Hvað hét Nuuk áður en grænlenskt nafn var tekið upp?

4.  Fyrir réttum 20 árum kom út fyrsta sólóplata tónlistarmanns sem áður hafði tilheyrt vinsælu tríói. Platan hét Dangerously in Love en hver var og er tónlistarmaðurinn?

5.  Hvaða Íslendingur hefur leikið flesta leiki í ensku Úrvalsdeildinni í karlaflokki?

6.  Í hvaða landi eru Vosgesa-fjöllin aðallega?

7.  Women Talking er ein þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 2022. Myndin er jafnframt tilnefnd til sömu verðlauna fyrir handrit unnið upp úr öðru efni. Íslendingar hefðu svo gjarnan vijað að myndin fengi eina Óskarsverðlaunatilnefningu enn. Hverja þá og hvers vegna?

8.  Þær skammstafanir sem notaðar eru um frumefni í lotukerfinu er mjög oft auðþekkjanlegar af enskum heitum frumefnanna. O stendur fyrir oxygen (súrefni), He fyrir helíum, Al fyrir aluminium o.s.frv. Frumefni nr. 80 er hins vegar skammstafað Hg. Svo vill til að hvorugan bókstafinn — h eða g — er að finna hvorki í ensku eða íslensku nafni frumefnisins. Hvaða frumefni er skammstafað Hg?

9.  Í enskri tungu gildir nákvæmlega það sama um næsta frumefni á undan í lotukerfinu, númer 79. Það er skammstafað Au en hvorki a né u er að finna í ensku heiti frumefnisins. Eitt u er hins vegar í íslensku nafni þess. Hvaða frumefni er Au?

10.  Hringbraut átti upphaflega að ná í hring utan um Reykjavík. En í hvaða evrópsku stórborg er hið upprunalega Ringstrasse sem var á sinn hátt fyrirmynd af Hringbraut?

***

Seinni aukaspurning:

En hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  George W. Bush. Sá yngri af Bush-feðgum, sem sé.

2.  Þar búa því sem næst 19.000 manns skv. Wikipedíu svo rétt telst vera 15 til 23 þúsund.

3.  Godthåb.

4.  Beyconcé.

5.  Hermann Hreiðarsson.

6.  Frakklandi.

7.  Hildur Guðnadóttir hefði mátt vera tilnefnd fyrir tónlistina.

8.  Kvikasilfur — hydragyrum á latínu.

9.  Gull — aurum á latínu.

10.  Vínarborg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Litli prinsinn, söguhetja Antoine de Saint-Exupéry. 

Á neðri myndinni er David Bowie.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Ath: Frumefnin eru nefnd á vísindamálinu latínu, sem var gilt fram yfir miðja 20. ölf.
    Kynna sér latínu það er málið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár