Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1041. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig með eikarlaufum og stjörnu í boði!!

1041. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig með eikarlaufum og stjörnu í boði!!

Fyrri aukaspurning:

Hluti af plakati hvaða bíómyndar má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver orti: „Mjög erum tregt tungu at hræra ...“ — Svo er lárviðarstig með eikarlaufum og stjörnu fyrir að muna næstu þrjú orð kvæðisins.

2.  En hver telja flestir að sé höfundur þessa: „Þó að kali heitan hver, / hylji dali jökull ber, / steinar tali og allt hvað er, / aldrei skal ég gleyma þér.“

3. Hvaða leikkona leikur aðalhlutverkið í myndinni Napóleonsskjölin?

4. Árið 1997 var hinn frægi Hamlet á fjölum Þjóðleikhússins. Hlutverkið lék tæplega þrítugur leikari sem hafði unnið hvern leiksigurinn af öðrum árin á undan og hefur síðan haldið stöðu sinni sem einn vinsælasti karlleikari þjóðarinnar. Hann heitir ... hvað?

5. Á miðöldum þurfti fólk í Evrópu að ganga með klingjandi bjöllu á sér ef það þjáðist af ákveðnum sjúkdómi til að vara heilbrigt fólk við. Hvaða sjúkdómur var talinn svo hættulegur?

6.  Í hvaða landi er Sixtínska kapellan?

7.  Í hvaða trúarbrögðum er Bodhi-tréð sagt heilagt?

8.  Ferruccio Lamborghini (1916-1993) hét ítalskur athafnamaður sem varð frægur fyrir að framleiða tiltekna vöru sem þótti og þykir enn einkar vönduð. Hvaða vara er það?

9. Lamborghini gat farið að einbeita sér að fyrrnefndum fína varningi eftir að komið vel undir sig fótunum með því að framleiða skylda en þó allt öðruvísi vöru. Segjum "groddalegri" þó það sé ekki endilega rétt lýsing á hinum dugmikla varningi. Hverjar voru þessar fyrstu framleiðsluvörur Lamborghinis?

10.  Hvað heitir söngkonan sem vann Idol Stjörnuleit á Stöð 2 fyrir fáeinum vikum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hljómsveit má sjá hér? Myndin er frá 2000.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Egill Skallagrímsson orti, eða einhver í hans stað. Næstu þrjú orð eru: „... eða loftvætt ljóðpundara.“ Sumir hafa lært "loftvægi" í stað "loftvætt" og ég gef rétt fyrir það líka!

2.  Skáld-Rósa, Vatnsenda-Rósa.

3.  Vivian Ólafsdóttir.

4.  Hilmir Snær.

5.  Holdsveiki.

6. Vatíkaninu.

7.  Búddisma.

8.  Sportbílar.

9.  Traktorar.

10.  Saga Matthildur.

***

Svör við aðaspurningum:

Skjáskotið er af plakati myndarinnar Alien.

Athugið að „Aliens“ er að sjálfsögðu alvitlaust svar!

Neðri myndin er af XXX Rottweilerhundum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár