Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1040. spurningaþraut: Hér snýst allt um töluna 40!

1040. spurningaþraut: Hér snýst allt um töluna 40!

Þessi þemaþraut snýst um töluna 40.

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan myndi halda upp á 40 ára afmæli sitt í september ef hún væri enn á meðal vor. Hún hét ...

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir 40 árum fékk Pólverji einn friðarverðlaun Nóbels. Hvað heitir hann?

2.  Hvað gerðist fréttnæmast á Íslandi þann 10. maí 1940?

3.  Fyrir réttum 40 árum fór blað eitt að koma út á íslensku. Fram að því höfðu landsmenn helst þekkt það á dönsku. Hvaða blað var það?

4.  Borgarnes, Grindavík, Hveragerði, Sandgerði og Þorlákshöfn.  Þessir þéttbýlisstaðir eru allir í 40 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og er þá miðað við beina loftlínu. Og þó — einn þessara staða er ögn lengra frá miðbæ Reyjavíkur en hinir, eða 44-45 kílómetra. Hver af stöðunum fimm ætli það sé?

5.  Mikið uppistand varð fyrir 40 árum þegar breska blaðið The Times tilkynnti að það hefði komist yfir dagbækur frægs einstakings sem enginn vissi til hefði haldið dagbækur. Þetta varð mikil sneypuför fyrir blaðið því sérfræðingar sáu strax í hendi sér að dagbækurnar voru falsaðar. En hver var frægi einstaklingurinn sem átti að hafa haldið dagbækurnar?

6.  Hvað nefnist 40 ára brúðkaupsafmæli: a) Perlubrúðkaup — b) Postulínsbrúðkaup — c) Rúbínbrúðkaup — d) Sykurbrúðkaup — e) Tinbrúðkaup?

7.  Fyrir réttum 40 árum var frumsýnd 3ja kvikmyndin í myndaröðinni Star Wars. Hvað hét sú mynd?

8.  Vinsælasta íslenska kvikmyndin fyrir 40 árum var hrollvekja sem Egill Eðvarðsson leikstýrði og þau Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðarson léku aðalhlutverk í. Hvað hét myndin?

9.  Hver var fertugasti forseti Bandaríkjanna: a) Franklin Roosevelt — b) John F. Kennedy — c) Ronald Reagan — d) Barack Obama? (Athugið að einn forsetinn á 19. öld, sem varð forseti tvívegis, er hér talinn tvisvar eins og títt er vestanhafs.)

10.  Fyrir réttum 40 árum, 1983, gaf efnileg rokkhljómsveit út plötu sem sló rækilega í gegn. Síðasta lagið á plötunni hét einmitt 40 — en er reyndar oft kallað How Long. Hvaða hljómsveit var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hún heldur upp á fertugsafmælið sitt á morgun. Hún heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Wałęsa.

2.  Innrás Breta á Ísland.

3.  Andrés Önd.

4.  Borgarnes.

5.  Hitler.

6.  Rúbinbrúðkaup.

7.  Return of the Jedi.

8.  Húsið.

9.  Reagan.

10.  U2. Hér er lagið:

U2 syngja og leika 40 fyrir 40 árum við Red Rock í Colorado.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Amy Winehouse.

Á neðri myndinni er Björt Ólafsdóttir fyrrum þingmaður og ráðherra.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár