Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hádegi í bankanum sem seldi sig

Banka- og fjár­mála­stjóri Ís­lands­banka buðu blaða­mönn­um til fund­ar á föstu­dag í til­efni af upp­gjöri síð­asta árs. Bank­inn græddi 24 millj­arða króna í fyrra, ætl­ar að greiða helm­ing­inn í arð en auk þess stend­ur til að greiða hlut­höf­um út fimm millj­arða til við­bót­ar, með kaup­um bank­ans á bréf­um í sjálf­um sér. Við­skipti bank­ans við sjálf­an sig, í sjálf­um sér, eða öllu held­ur þátt­taka starfs­manna bank­ans í einka­væð­ingu bank­ans, mun þó kosta bank­ann tals­vert.

Hádegi í bankanum sem seldi sig
Bankastjórinn Birna Einarsdóttir hefur stýrt Íslandsbanka frá því að bankinn var endurreistur á nýrri kennitölu eftir bankahrunið. Mynd: Nasdaq Iceland

Forsvarsmenn Íslandsbanka neita að gefa upp hversu háa fjárhæð bankinn hefur lagt til hliðar, vegna fyrirsjáanlegrar sektar sem fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leggur á bankann vegna lögbrota í tengslum við einkavæðingu bankans.

„Við höfum ekki gefið það upp,“ sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, á kynningarfundi vegna ársuppgjörs bankans í höfuðstöðvum hans í dag. Í ársreikningi Íslandsbanka sem kynntur var í gær var greint frá því að bankinn hefði lagt til hliðar ótilgreinda upphæð til að standa straum af fyrirsjáanlegri fjársekt. Ekki var gefið upp hversu háa upphæð bankinn teldi sig þurfa að greiða.

Vilja ekki sýna á spilin

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri bankans, var einnig til svara á fundinum og skýrði leyndina þannig að í raun og veru vissi bankinn ekki hversu há endanlega sekt yrði. „Við vitum ekki ennþá hvað mun koma frá þeim,“ sagði Jón Guðni. „Við höfum ekki ennþá hafið þær samræður,“ bætti hann við en kvaðst þó aðspurður ekki líta svo á að upphæðin yrði eitthvað samningsatriði milli fjármálaeftirlitsins og bankans. 

„Við erum bara ennþá að klára að afhenda gögn og bregðast við áliti eftirlitsins, koma að andmælum um alla þessa þætti,“ sagði Birna og lagði áherslu á að regluverk skráðra félaga eins og Íslandsbanka gerði ráð fyrir því að upplýst væri um fyrirsjáanleg fjárútlát bankans. 

„Við setjum inn upphæð sem er byggð á okkar mati en á móti viljum við heldur ekki vera að hafa áhrif á Seðlabankann“
Jón Guðni Ómarsson
framkvæmdastjóri fjármála Íslandsbanka um leynd yfir því hversu mikla peninga bankinn lagði til hliðar til að mæta boðaðri sekt fjármálaeftirlits Seðlabankans.

Fjármálaeftirlitið hefði ekki tilkynnt bankanum um fjárhæð sektarinnar og upphæðin sem bankinn setti til hliðar er því byggð á mati bankans sjálfs á mögulegri sekt.

Spurð hvort ekki væri eðlilegt að það mat forsvarsmanna bankans, væri gert opinbert, var á fjármálastjóra bankans að heyra að bankinn vildi ekki láta líta svo út fyrir að hann væri að reyna að hafa áhrif á ákvörðun fjármálaeftirlits Seðlabankans.

„Við setjum inn upphæð sem er byggð á okkar mati en á móti viljum við heldur ekki vera að hafa áhrif á Seðlabankann,“ sagði Jón Guðni fjármálastjóri. „Þegar við síðan hittum þau á fundi í næstu eða þarnæstu viku, þá geta þau auðvitað sagt okkur að segja þeim upphæðina en okkur finnst það ekki vera okkar hlutverk að segja þeim hvað þetta á að vera. Það er svona hluti af því af hverju við viljum ekki vera að segja þetta, er að við viljum ekki vera að stýra því.“

Hvað hefur breyst?

Íslandsbanki tilkynnti um það hinn 9. janúar síðastliðinn að fjármálaeftirlit Seðlabankans hefði kynnt bankanum frummat á ætluðum brotum Íslandsbanka þegar 22,5% hlutur ríkisins í bankanum var seldur í lokuðu útboði í mars í fyrra. Eins og Heimildin greindi frá í lok janúar, telur eftirlitið bankann hafa brugðist lagaskyldum sínum í tengslum við kaup starfsmanna bankans á bréfum í útboðinu. Alls tóku 8 starfsmenn bankans þátt í útboðinu.

„Það er ýmislegt sem við hefðum geta gert betur“
Birna Einarsdóttir
bankastjóri Íslandsbanka um framkvæmd bankans á sölu á fjórðungshlut í sjálfum sér.

Í máli bankastjóra Íslandsbanka á fundinum í dag, kom fram að strax í kjölfar gagnrýni á söluferlið í bankanum hafi verið brugðist við og verklagsreglum bankans og reglur hertar. Til að mynda hafi verið þrengt enn frekar á heimildum starfsmanna bankans til hlutabréfakaupa og ríkari kröfur gerðar um rekjanleika, til að mynda með því aukinni áherslu á hljóðritun allra símtala. Áður var það undir starfsmönnum sjálfum komið að taka upp öll þau símtöl sem gátu leitt til viðskipta. Nokkuð sem fyrirfórst að gera í mörgum tilfellum. 

„Þessi gagnrýni var tekin mjög alvarlega strax í upphafi og brugðist við með þessum hætti,“ sagði Jón Guðni sem sagði að ef til að mynda hinar nýju reglur um kaup starfsmanna á bréfum í bankanum, hefðu gilt á þeim tíma þegar útboðið fór fram, hefðu færri starfsmenn geta keypt, en keyptu þá.

Spurð hverju hún sæi mest eftir í framkvæmd bankans í einkavæðingarferlinu, sagði Birna:

„Það er ýmislegt sem við hefðum getað gert betur.“

-Eins og hvað þá?

„Við hefðum getað haft meiri tíma. Tíminn sem við höfðum var mjög knappur.“

Spurð að því hvort og þá til hvaða aðgerða hefði verið gripið eftir að Íslandsbanka var kynnt frummat fjármálaeftirlitsins í desember síðastliðnum, hvort gripið hefði verið til aðgerða til að mynda gagnvart starfsmönnum, sem báru ábyrgð á framkvæmdinni eða tóku þátt í útboðinu, menn færðir til eða jafnvel sagt upp störfum, sagði Birna:

„Við erum náttúrulega bara með allt í skoðun í því,“ sagði Birna sem vildi ekki svara því frekar og vísaði til þess að málið væri enn í ferli og bankinn enn að vinna í því að afhenda gögn og vinna í svari sínu til fjármálaeftirltisins. „Við erum bara búin að skoða ýmislegt í þeim efnum,“ sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Upplýsingar 0 og nix! í boði stjórnvalda.
    1
  • S
    stef5 skrifaði
    Þegar ég var að læra hagdfræði 101 var mér sagt að fleiri útibú af hverju sem er væri sama og meiri samkeppni ! Eru bankarnir undanþegnir þessari lógík? Ólína Þorvarðar var alveg með þetta i Silfrinu, = allur hagnaður sem verður af sameiningu fer beint í þeirra eigin vasa. Þeir eru ekki og hafa aldrei borið hag almennings fyrir brjósti í einu eða neinu. Þannig að plís....reynið ekki bankafjandar að ljúga um annað.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár