Starfsmaður ráðgjafarfyrirtækis sem er í eigu stjórnarformanns Arnarlax vann samhliða fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að því að undirbúa ný lög um fiskeldi sem samþykkt voru árið 2019. Á þetta er bent í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi á Íslandi. Maðurinn heitir Jón Þrándur Stefánsson og var hann samtímis starfsmaður Markó Partners ehf., fyrirtækis Kjartans Ólafssonar, stjórnarformanns Arnarlax. Ítrekað hefur verið fjallað um aðkomu og áhrif Kjartans Ólafssonar í íslensku laxeldi en Arnarlax er stærsta slíka fyrirtæki landsins.
Jón Þrándur var starfsmaður starfshóps sem þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, Gunnar Bragi Sveinsson, skipaði árið 2016 og var ráðuneytið meðvitað um tengsl hans við Markó Partners og Kjartan Ólafsson þegar hann var ráðinn þangað sem verktaki. Um þetta segir í skýrslunni: „Starfsmaður hópsins var verktaki á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis. Greint var frá því á opinberum vettvangi að viðkomandi …
Athugasemdir