Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1038. spurningaþraut: Hverjir héldu upp á febrúar?

1038. spurningaþraut: Hverjir héldu upp á febrúar?

Aukaspurningar:

Hvað heitir konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Mánaðarnafnið febrúar er dregið af hreinsunarhátíðinni febrúa sem einnig var kölluð lupercalíu-hátíð og var í heiðri höfð ... hvar?

2.  Cantaloupe heitir eitt afbrigði af ávextinum ... hvaða ávexti?

3.  Hver er sú 1,5 milljóna manna borg þar sem öllum er bannað að koma sem ekki tilheyra tilteknum trúarbrögðum?

4.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tírana?

5.  Nymphomania var orð sem notað var bæði í geðlæknisfræðum og daglegu máli um tiltekið sjúklegt ástand kvenna, en um karla var haft orðið satyriasis. Þessi orð eru ekki lengur notuð og umdeilt mun vera hvort um sé að ræða sérstakt fyrirbæri eða einfaldlega birtingarmynd ýmissa kvilla, andlegra og/eða líkamlegra. En um hvað voru þessi orð notuð?

6.  Antonio Stradivari var hljóðfærasmiður, einkum rómaður fyrir ... hvaða hljóðfæri?

7.  Hver skrifaði bókina Þrúgur reiðinnar eða Grapes of Wrath?

8.  Íslenskur tónlistarmaður sló í gegn fyrir tónlist sem hann flutti og samdi í leikgerð eftir Þrúgum reiðinnar fyrir nokkrum áratugum. Hver var sá?

9.  Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen varð frægur á árum fyrri heimsstyrjaldar. Hann var ... hvað?

10.  Lyfin Ozempic og Saxenda hafa komist í sviðsljósið að undanförnu. Í daglegu tali eru þau kölluð ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er teiknimyndapersónan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Rómaveldi. 

2.  Melónu.

3.  Mekka.

4.  Albaníu.

5.  Óhóflega ástundan kynlífs.

6.  Fiðlur.

7.  John Steinbeck.

8.  KK.

9.  Flugkappi.

10.  Megrunarlyf. Í reynd mun þó mjög villandi að nota það orð um lyfin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Margrét Erla Maack.

Á neðri myndinni er Pocahontas.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár