Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1038. spurningaþraut: Hverjir héldu upp á febrúar?

1038. spurningaþraut: Hverjir héldu upp á febrúar?

Aukaspurningar:

Hvað heitir konan hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Mánaðarnafnið febrúar er dregið af hreinsunarhátíðinni febrúa sem einnig var kölluð lupercalíu-hátíð og var í heiðri höfð ... hvar?

2.  Cantaloupe heitir eitt afbrigði af ávextinum ... hvaða ávexti?

3.  Hver er sú 1,5 milljóna manna borg þar sem öllum er bannað að koma sem ekki tilheyra tilteknum trúarbrögðum?

4.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Tírana?

5.  Nymphomania var orð sem notað var bæði í geðlæknisfræðum og daglegu máli um tiltekið sjúklegt ástand kvenna, en um karla var haft orðið satyriasis. Þessi orð eru ekki lengur notuð og umdeilt mun vera hvort um sé að ræða sérstakt fyrirbæri eða einfaldlega birtingarmynd ýmissa kvilla, andlegra og/eða líkamlegra. En um hvað voru þessi orð notuð?

6.  Antonio Stradivari var hljóðfærasmiður, einkum rómaður fyrir ... hvaða hljóðfæri?

7.  Hver skrifaði bókina Þrúgur reiðinnar eða Grapes of Wrath?

8.  Íslenskur tónlistarmaður sló í gegn fyrir tónlist sem hann flutti og samdi í leikgerð eftir Þrúgum reiðinnar fyrir nokkrum áratugum. Hver var sá?

9.  Manfred Albrecht Freiherr von Richthofen varð frægur á árum fyrri heimsstyrjaldar. Hann var ... hvað?

10.  Lyfin Ozempic og Saxenda hafa komist í sviðsljósið að undanförnu. Í daglegu tali eru þau kölluð ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er teiknimyndapersónan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í Rómaveldi. 

2.  Melónu.

3.  Mekka.

4.  Albaníu.

5.  Óhóflega ástundan kynlífs.

6.  Fiðlur.

7.  John Steinbeck.

8.  KK.

9.  Flugkappi.

10.  Megrunarlyf. Í reynd mun þó mjög villandi að nota það orð um lyfin.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Margrét Erla Maack.

Á neðri myndinni er Pocahontas.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár