Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1037. spurningaþraut: Matvara kennd við þjóð, hver er hún?

1037. spurningaþraut: Matvara kennd við þjóð, hver er hún?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fótboltakonan knáa í KR-búningnum?

***

Aðalspurningar:

1.  Þann 31. ágúst 1997 lést Emad Fayed í bílslysi ásamt vinkonu sinni og bílstjóra þeirra. Bílstjórinn mun hafa keyrt afar ógætilega en taldi sig hafa ástæðu til. Í hvaða borg gerðist þetta?

2.  Undir hvaða gælunafni var Emad Fayed annars þekktur?

3.  Hver skrifaði hið vinsæla leikrit Sjö ævintýri um skömm sem enn er sýnt í Þjóðleikhúsinu?

4.  Hvaða land telur sér til tekna að hafa „fundið upp“ smørrebrød?

5.  Vinsæl matvara er á Íslandi nefnd eftir öðru Evrópulandi (ögn sunnar) eða öllu heldur lýsingarorði sem dregið er af þjóðinni sem þar býr. Matvara þessi hefur á seinni árum orðið nokkuð umdeild því vafi þykir leika á um hve holl hún sé og því kjósa margir svipaðar en grófari tegundir. Hvaða matvara er þetta?

6.  Ýmsir hafa notað sér nafnið „kraken“, t.d. á fyrirtæki, tölvuleiki, þungarokkshljómsveit, teiknimyndapersónur, bíómyndir og bækur, og það er meira að segja til afbrigði af Covid-19 veirunni sem nefnt er kraken. En hvað var upphaflega kallað kraken? Hér þarf svarið að vera allnákvæmt.

7.  Hún heitir Polina Porizkova, fæddist 1965 og þegar hún var þriggja ára flúðu foreldrar hennar heimaland sitt undan innrás og fengu hæli í Svíþjóð. Foreldrarnir höfðu orðið að skilja hana eftir en eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting fékk Porizkova litla að fara til foreldra sinna í Svíþjóð. Strax á táningsadri hófst svo glæstur ferill Porizkovu sem ... sem hvað?

8.  En frá hvaða landi flúðu foreldrar Porizkovu? Hér þarf að gæta nákvæmni!

9.  Þann 1. janúar síðastliðinn tók nýr forseti við völdum í landi einu og flutti þá inn í forsetabústaðinn sem heitir Höll dögunarinnar á máli landsmanna. Hvaða ætli það sé?

10.  Í hvaða borg var stáliðjuverið Azovstal?

***

Seinni aukaspurning:

Milli hvaða staða er þetta sjávarsund sem hér sést?

***

Aðalspurningasvör:

1.  París.

2.  Dodi.

3.  Tyrfingur Tyrfingsson.

4.  Danmörk.

5.  Franskbrauð. 

6.  Sæskrímsli. Skrímsli dugar ekki eitt og sér.

7.  Fyrirsæta. Hún hefur reyndar fengist við ýmislegt en langfrægust er hún sem súpermódel.

8.  Tékkóslóvakíu.

9.  Brasilía. Forsetabústaðurinn heitir á portúgölsku Palácio da Alvorada.

10.  Mariupol.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Olga Færseth.

Torres-sund, sem sjá má á neðri myndinni, er á milli Ástralíu og Nýju Gíneu.

Svo sem sjá má hér.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu