Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1037. spurningaþraut: Matvara kennd við þjóð, hver er hún?

1037. spurningaþraut: Matvara kennd við þjóð, hver er hún?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fótboltakonan knáa í KR-búningnum?

***

Aðalspurningar:

1.  Þann 31. ágúst 1997 lést Emad Fayed í bílslysi ásamt vinkonu sinni og bílstjóra þeirra. Bílstjórinn mun hafa keyrt afar ógætilega en taldi sig hafa ástæðu til. Í hvaða borg gerðist þetta?

2.  Undir hvaða gælunafni var Emad Fayed annars þekktur?

3.  Hver skrifaði hið vinsæla leikrit Sjö ævintýri um skömm sem enn er sýnt í Þjóðleikhúsinu?

4.  Hvaða land telur sér til tekna að hafa „fundið upp“ smørrebrød?

5.  Vinsæl matvara er á Íslandi nefnd eftir öðru Evrópulandi (ögn sunnar) eða öllu heldur lýsingarorði sem dregið er af þjóðinni sem þar býr. Matvara þessi hefur á seinni árum orðið nokkuð umdeild því vafi þykir leika á um hve holl hún sé og því kjósa margir svipaðar en grófari tegundir. Hvaða matvara er þetta?

6.  Ýmsir hafa notað sér nafnið „kraken“, t.d. á fyrirtæki, tölvuleiki, þungarokkshljómsveit, teiknimyndapersónur, bíómyndir og bækur, og það er meira að segja til afbrigði af Covid-19 veirunni sem nefnt er kraken. En hvað var upphaflega kallað kraken? Hér þarf svarið að vera allnákvæmt.

7.  Hún heitir Polina Porizkova, fæddist 1965 og þegar hún var þriggja ára flúðu foreldrar hennar heimaland sitt undan innrás og fengu hæli í Svíþjóð. Foreldrarnir höfðu orðið að skilja hana eftir en eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting fékk Porizkova litla að fara til foreldra sinna í Svíþjóð. Strax á táningsadri hófst svo glæstur ferill Porizkovu sem ... sem hvað?

8.  En frá hvaða landi flúðu foreldrar Porizkovu? Hér þarf að gæta nákvæmni!

9.  Þann 1. janúar síðastliðinn tók nýr forseti við völdum í landi einu og flutti þá inn í forsetabústaðinn sem heitir Höll dögunarinnar á máli landsmanna. Hvaða ætli það sé?

10.  Í hvaða borg var stáliðjuverið Azovstal?

***

Seinni aukaspurning:

Milli hvaða staða er þetta sjávarsund sem hér sést?

***

Aðalspurningasvör:

1.  París.

2.  Dodi.

3.  Tyrfingur Tyrfingsson.

4.  Danmörk.

5.  Franskbrauð. 

6.  Sæskrímsli. Skrímsli dugar ekki eitt og sér.

7.  Fyrirsæta. Hún hefur reyndar fengist við ýmislegt en langfrægust er hún sem súpermódel.

8.  Tékkóslóvakíu.

9.  Brasilía. Forsetabústaðurinn heitir á portúgölsku Palácio da Alvorada.

10.  Mariupol.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Olga Færseth.

Torres-sund, sem sjá má á neðri myndinni, er á milli Ástralíu og Nýju Gíneu.

Svo sem sjá má hér.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár