Þegar gengið er inn í anddyri Hagstofu Íslands er það fyrsta sem blasir við manni skilti sem á stendur: „Ert þú að villast?“ Við skrifborð í móttökunni situr Bergný Tryggvadóttir, sem kemur í ljós eftir stutt spjall að er þaulvön því að leiðbeina fólki sem villist inn á Hagstofuna, stundum oft á dag. Ég er ekki beinlínis villt en langar hins vegar að vita meira um hvað gerist inni í þessu húsi og hvaða áhrif það hefur á líf mitt. Því í þessu húsi er vísitala neysluverðs reiknuð, sem er svo notuð til að meta verðbólgu, sem hefur áhrif á það hversu mikils virði peningarnir mínir eru og hvort lánin mín hækka.
Ásta Jenný Sigurðardóttir og Helga Dögg Höskuldsdóttir vinna í vísitöludeild Hagstofunnar og hafa samþykkt að svara nokkrum spurningum sem ég hef um vísitölu neysluverðs. Fyrsta spurningin er auðvitað: Hvað er vísitala neysluverðs? Tilgangur hennar, að þeirra sögn, er …
Athugasemdir