Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1035. spurningaþraut: Fjórtán hlutlaus ríki

1035. spurningaþraut: Fjórtán hlutlaus ríki

Fyrri aukaspurning:

Hver á þennan hund?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hafa íþróttaliðin New England Patriots og Pittsburgh Steelers unnið oftar en önnur íþróttalið?

2.  Hvaða land vann Eurovision-keppnina í fyrra?

3.  Ingibjörg H. Bjarnason settist fyrst kvenna á Alþingi fyrir 100 árum. En hún var brautryðjandi á fleiri sviðum. 1892 hafði hún lokið prófi í tiltekinni grein, fyrst kvenna, og hóf síðan kennslu í greininni í Reykjavík fyrir börn og ungar stúlkur. Hvað kenndi hún?

4.  Annar brautryðjandi í hópi kvenna var Geirþrúður Hildur Bernhöft sem lauk fyrst kvenna prófi í tiltekinni grein árið 1945 þótt hún tæki síðan aldrei við starfi af því tagi sem þessi menntun hennar kallaði á. Það liðu enn áratugir þar til kona tók slíkt djobb að sér. Hvað lærði Geirþrúður Hildur?

5.  Ólafur Þór Hauksson heitir maður sem gegnir mikilvægu starfi í samfélaginu þótt ekki láti hann mikið á sér bera persónulega. Hvað starfar hann?

6.  Sú var tíð að vísindamenn ímynduðu sér að mannkynið skiptist snyrtilega í þrjá „kynþætti“. Löngu er komið í ljós að allt það fimbulfamb var og er þvættingur einn, en við hvað var „hvíti kynþátturinn“ kenndur samkvæmt þessum kenningum? — og er orðið reyndar oft notað enn yfir hvítt fólk af evrópskum uppruna.

7.  Wisława Szymborska var ljóðskáld sem fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1996. Hún lést 2012. Hverrar þjóðar var Szymborska?

8.  Guðjón Valdimarsson skaust fram í sviðsljósið á síðasta ári í tengslum við ákveðið mál og var víst ekki ánægður með athyglina. Hvað fékkst Guðjón við sem vakti athygli á honum?

9.  Aðeins 14 sjálfstæð ríki voru hlutlaus alla síðari heimsstyrjöldina. Þar af voru 11 í Evrópu að einhverju eða öllu leyti. Nefnið 8 þeirra til að fá stig. Ef þið hafið öll 11 fáiði hlutleysisstig!

10.  Aðeins þrjú sjálfstæð hlutlaus ríki voru utan Evrópu en þá verður að hafa í huga að stórir heimshlutar voru í greipum evrópskra nýlenduvelda. En hver voru þessi þrjú hlutlausu ríki? Vitanlega dugar að nefna eitt!

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá leikkonuna Kirsten Dunst í hlutverki sínu sem ... hver?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ofurskálina, Superbowl.

2.  Úkraína.

3.  Hún lauk prófi í leikfimi og kenndi síðan dans og leikfimi, svo hvort tveggja dans og leikfimi eru rétt.

4.  Guðfræði.

5.  Hann er héraðssaksóknari.

6.  Kákasusfjöll.

7.  Pólsk.

8.  Byssusölu.

9.  Hlutlausu Evrópuríkin voru Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal, Sviss, Tyrkland, Andorra, Monaco, Liechtenstein, San Marino og Vatíkanið.

10.  Sádi Arabía, Jemen og Afganistan.

***

Svör við aukaspurningum:

Andrés Önd og frændur hans þrír eiga hundinn þó hann birtist ekki í hverri sögu um þá.

Kirsten Dunst var að leika Marie Antoinette Frakkadrottningu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
5
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár