Fyrri aukaspurning:
Fáni hvaða ríkis blaktir hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað hét James Bond-myndin sem frumsýnd var á síðasta ári?
2. Hvaða stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur skammstöfunina UNICEF?
3. Hordeum vulgare er latneska nafnið á jurt einni sem var ein af þeim fyrstu sem menn fóru að rækta þegar þeir náðu valdi á landbúnaði fyrir 10.000 árum eða svo. Jurtin vex yfirleitt vel á tempruðum svæðum. Um það bil 70 prósent af framleiðslunni nú er notuð í dýrafóður en afgangurinn fer til manneldis, í brauð, súpur, ýmsa drykki og grauta, og margt fleira. Hvaða jurt er Hordeum vulgare?
4. Hvers konar fugl er rita?
5. Hvaða körfuboltakarl setti nýlega met í stigaskorun vestur í hinum víðlendu Bandaríkjum?
6. Hver er kvaðratrótin af 81?
7. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir skýrði frá því á dögunum að hún væri að undirbúa sig fyrir nýtt hlutverk í sjónvarpsþáttaseríu. Hvað á Nína Dögg að leika?
8. Hvaða skóli á Íslandi hefur skammstöfunina LHÍ?
9. Hvað er Fortnite sem kom fyrst fram á sjónarsviðið 2017?
10. Hver er nýráðin sem samskiptastjóri Landsvirkjunar?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heita ungu mennirnir tveir sem þarna sjást? Hafa verður nöfn þeirra beggja rétt!
***
Svör við aðalspurningum:
1. No Time to Die.
2. Barnahjálpin.
3. Bygg.
4. Máfur.
5. LeBron James.
6. Níu.
7. Vigdísi Finnbogadóttur.
8. Listaháskóli Íslands.
9. Tölvuleikur.
10. Þóra Arnórsdóttir.
***
Svör við aukaspurningum:
Á fyrri myndinni er fáni Japans.
Á neðri myndinni eru þeir Brian Jones og Keith Richards, félagar í hljómsveitinni The Rolling Stones.
Athugasemdir