Hulda Hjartardóttir er yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans og hefur reynslu af því að taka á móti konum sem missa fóstur. Samkvæmt henni endar ein af hverjum sex þungunum með fósturláti og algengast er að það gerist á fyrstu vikum meðgöngu, oftast áður en átta vikna markinu er náð.
„Sennilega hefur önnur til þriðja hver kona einhvern tímann misst fóstur. Þetta er bara hluti af lífinu, gangur náttúrunnar. Það verður til fóstur sem er mjög flókið ferli og svo þarf lítið út af bera til þess að það fari öðruvísi heldur en náttúran ætlaðist til.“ Skýringin á fósturlátum sem verða á fyrstu vikum meðgöngunnar tengist oftast því að eitthvað var að fóstrinu. Ekki neitt sem einhver hefði getað komið í veg fyrir eða sem einhver orsakaði. „Þetta er bara einn af þessum hlutum sem gerast. Stundum þegar maður skoðar konuna sér maður ekki einu …
Athugasemdir