Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis

Stefnu­laus upp­bygg­ing og rekst­ur sjókvía á svæð­um hef­ur fest sig í sessi og stjórn­sýsla og eft­ir­lit með sjókvía­eldi er veik­burða og brota­kennd að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem ger­ir at­huga­semd­ir í 23 lið­um í ný­út­kom­inni skýrslu um sjókvía­eldi

Veikburða og brotakennd stjórnsýsla ekki í stakk búin til að takast á við aukin umsvif sjókvíaeldis
Sjókvíaeldi Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda, samkvæmt mati Ríkisendurskoðunar. Mynd: Stundin

Stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafa reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. 

Þetta er á meðal helstu niðurstaða skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Þar kemur einnig fram að breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í sátt við bæði samfélag og umhverfi var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mæðir mest á. 

Ríkisendurskoðandi telur þær breytingar sem gerðar voru á lögum um fiskeldi árin 2014 og 2019 hafi að takmörkuðu leyti náð markmiðum sínum. „Hvorki hefur skapast aukin sátt um greinina né hafa eldissvæði eða heimildir til að nýta þann lífmassa sem talið er óhætt að ala á tilteknum hafsvæðum verið úthlutað með útboði af hálfu matvælaráðherra,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Við úttekt Ríkisendurskoðunar kom raunar í ljós að hvorki hagsmunaaðilar, viðkomandi ráðuneyti né þær stofnanir sem koma að stjórnsýslu sjókvíaeldis eru fyllilega sátt við stöðu mála og þann ramma sem stjórnsýslu og skipulagi sjókvíaeldis hefur verið markaður. 

Samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinna gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hefur fest sig í sessi án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Verðmætum í formi eldissvæða og lífmassa hefur verið úthlutað til lengri tíma án endurgjalds og dæmi eru um að uppbygging sjókvíaeldis skarist á við aðra mikilvæga nýtingu strandsvæða, svo sem siglingaleiðir, helgunarsvæði fjarskipta- og raforkustrengja og við hvíta ljósgeira siglingavita.

Tæpt ár er síðan matvælaráðuneytið óskaði eftir að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á stjórnsýslu fiskeldis. Ráðuneytið hafði unnið að sjálfstæðri greiningu á regluverki fiskeldis en taldi mikilvægt að stjórnsýsla þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og undirstofnana þess, Matvælastofnunar og Hafrannsóknastofnunar, yrði skoðuð sérstaklega. 

Nefndarmenn í áfalli eftir kynningu skýrslunnar

Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi kynnti niðurstöður skýrslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við Vísi eftir fund nefndarinnar að hún væri í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda.   

Ríkisendurskoðandi leggur fram 23 ábendingar um úrbætur. Þær snúa meðal annars að ákvörðun og útboði eldissvæða, burðarþolsmati þar sem skýra þarf framkvæmd, endurskoðun leyfisveitinga sjókvíaeldis, aukið samstarf stofnana í aðdraganda leyfisveitingar, samræmi við endurskiðun og breytingar á rekstrar- og starfsleyfum, mótvægisaðgerðir og vöktun vegna stroks og að tryggja verði markvissa beitingu þvingunarúrræða, sekta og niðurfellingu rekstrarleyfa. 

Eftirlit Matvælastofnunar verði eflt

Ríkisendurskoðandi fer einnig fram á að eftirlit Matvælastofnunar verði eflt. „Tryggja verður að skipulag eftirlitsins og geta stofnunarinnar haldi í við vöxt og þróun greinarinnar,“ segir í ábendingu ríkisendurskoðanda sem segir takmarkað svigrúm sérgreinadýralæknis fisksjúkdóma til að sinna eftirlitsskyldum vera sérstakt áhyggjuefni í því sambandi. „Auk þess þarf að gera stofnuninni kleift að sinna óundirbúnu eftirliti og leggja áherslu á eftirlit með skráningum, upplýsingagjöf og innra eftirliti fyrirtækjanna.“ 

Þá hvetur Ríkisendurskoðun jafnframt matvælaráðuneyti til að skoða fýsileika þess að auka eftirlitsheimildir Matvælastofnunar hvað snýr að eftirliti með þjónustuaðilum sjókvíaeldis.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Var það einstök tilviljun að forsetar þriggja bæjarstjórna á Vestfjörðum réðu sig í vel launaðar stöður hjá laxeldinu? Að fyrrverandi forseti alþingis, nú á eftirlaunum, skuli hafa ráðið sig sem lobbýista til laxeldisins þótt hann sé titlaður annað?
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þetta er vissulega svört skýrsla en innihaldið kemur tæplega mjög mikið á óvart. Ég sakna þess að ekkert virðist vera fjallað um ruðningsáhrif af ómældu fé norskra stór fyrirtækja. Maður spyr sig einnig hvort þarna sé ekki á ferð spilling í tengslum við norskt fé. Nokkuð sem virðist vera landlægt á Íslandi.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár