Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Krefjast þess að miðlunartillagan verði felld úr gildi

Efl­ing hef­ur lagt fram stjórn­sýslukæru til fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins, þar sem þess er kraf­ist að miðl­un­ar­til­laga rík­is­sátta­semj­ara verði felld úr gildi. Ein­ung­is ein miðl­un­ar­til­laga frá embætt­inu hef­ur ver­ið felld í at­kvæða­greiðslu það sem af er öld­inni.

Krefjast þess að miðlunartillagan verði felld úr gildi
Kæra Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Mynd: Bára Huld Beck

Efling lagði í dag fram stjórnsýslukæru til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna miðlunartillögunnar sem Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram í deilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir helgi.

Krafa Eflingar er að miðlunartillagan verði felld úr gildi, meðal annars vegna skorts á samráði við Eflingu. Í kærunni segir að ljóst sé að ríkissáttasemjari hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að leggja miðlunartillöguna fram áður en hann fundaði með samninganefndum deiluaðila síðasta fimmtudagsmorgun kl. 9:30. Þá hafi einnig verið búið að boða til blaðamannafundar þann sama dag kl. 11 til þess að kynna miðlunartillöguna. Því liggi fyrir að samráðið við Eflingu hafi ekki verið neitt.

Í kæru Eflingar kemur einnig fram að skort hafi á réttmæti, meðalhóf og jafnræði við töku ákvörðunarinnar og í þeim efnum er vísað bæði til stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu.

Til viðbótar er í kærunni vikið að „vanhæfi ríkissáttasemjara“ og vísað til þess að í lögum sé eitt hæfisskilyrða sáttasemjara það að „afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallann í málum launafólks og atvinnurekenda“. Í kæru Eflingar eru svo færð rök fyrir því að framlagning miðlunartillögunnar í síðustu viku hafi verið með þeim hætti „draga megi óhlutdrægni“ ríkissáttasemjara og annars starfsfólks embættisins „í efa með réttu“. 

Efling gerir kröfu um að réttaráhrifum miðlunartillögunnar verði frestað á meðan málið er til meðferðar hjá ráðuneytinu.

Kennarar í löngu verkfalli síðastir til að fella miðlunartillögu

Frá því að embætti ríkissáttasemjara var stofnað árið 1980 hafa ríkissáttasemjarar hvers tíma alls lagt fram 35 miðlunartillögur.

Miðlunartillagan umdeilda sem ríkissáttasemjari lagði fram í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er því sú 36. í röðinni.

Samkvæmt samantekt sem Heimildin fékk frá embætti ríkissáttasemjara hafa tíu af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram verið felldar, þar af ein einungis hjá hluta stéttarfélaga sem um hana greiddu atkvæði.

Ljóst er að í öll þau skipti hefur þurft mun færri atkvæði til en í yfirstandandi kjaradeilu Eflingar, en ef og þegar gengið verður til atkvæða um miðlunartillöguna verða yfir 20 þúsund manns á kjörskránni. Það þýðir að rúmlega fimm þúsund manns þurfa að greiða atkvæði gegn samþykkt tillögunnar, svo hún teljist felld.

Kennarar þeir einu sem hafa fellt miðlunartillögu frá aldamótum

Einungis ein miðlunartillaga frá Ríkissáttasemjara hefur verið felld frá aldamótum, en það var miðlunartillaga í hinu harðvítuga kennaraverkfalli sem lamaði skólastarf í landinu á haustmánuðum ársins 2004. 

Þar voru alls 4.984 kennarar á kjörskrá og tóku 92,64 prósent þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni. Tæp 93 prósent kennara sögðu nei. Í kjölfarið settu stjórnvöld lög á sjö vikna langt verkfall kennara og vísuðu deilunni til gerðardóms.

Aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram á þessari öld hafa talist samþykktar eftir atkvæðagreiðslu, síðast miðlunartillaga í deilu hjúkrunarfræðinga við ríkið sem samþykkt var í lok júní árið 2020.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár