Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Verðbólgan heldur áfram að aukast og er orðin 9,9 prósent

Verð­bólga jókst milli mán­aða og tólf mán­aða verð­bólga hafi mæl­ist nú 0,3 pró­sentu­stig­um meiri en fyr­ir mán­uði. Verð á mat­vöru hækk­aði milli mán­aða.

Verðbólgan heldur áfram að aukast og er orðin 9,9 prósent
Seðlabankastjóri Seðlabanki Íslands hefur það hlutverk að tryggja verðstöðugleika. Hann beitir tólum sínum til að reyna að halda verðbólgu í námunda við verðbólgumarkmið, sem er 2,5 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið nálægt því markmiði um langt skeið. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Mynd: Heiða Helgadóttir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­­aði um 0,85 pró­­sent milli mán­aða. Tólf mán­aða verð­­bólga mælist nú 9,9 pró­­sent en hún mæld­ist 9,6 pró­­sent í síð­­asta mán­uði og  9,3 prósent í nóvember 2022. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem tólf mánaða verðbólga mælist 9,9 prósent. Það gerðist síðast í júlí síðastliðnum. Þar áður þarf að leita aftur til september 2009 til að finna jafn mikla verðbólgu á Íslandi. . 

Tólf mán­aða verð­­bólga var 5,7 pró­­sent í jan­ú­ar í fyrra og hefur því auk­ist veru­lega síðastliðið ár. 

Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu Hag­­stofu Íslands voru helstu ástæður þess að vísi­talan hækk­­aði á milli októ­ber og nóv­­em­ber þær að verð á mat­vörum hækk­­aði um tvö pró­­sent, en hluti af þeirri hækkun skýrist af hækkun á mjólk, ostum og eggjum um 4,4 prósent. Áfengi og tóbak hækkaði um 5,5 prósent vegna hækkana á gjöldum sem renna í ríkissjóð,, hitaveita hækkaði um sex prósent,  nýir bílar hækkuðu um 9,8 prósent og veitingar um 2,4 prósent.

Ýmislegt lækkaði einnig í verði líkt og oftast í janúar, þegar vetrarútsölur eru í gangi í kjölfar jólavertíðarinnar. Þannig lækkaði verð á fötum og skóm um 8,4 prósent, húsgögn og heimilisbúnaður um 4,4 prósent og raftæki um 6,2 prósent. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu líka marktækt, eða um 9,4 prósent. 

Stýrivextir hækk­­aðir tíu sinnum í röð

Seðla­­­banki Íslands hækk­­­aði stýri­vexti sína í í lok nóv­em­ber upp í sex pró­­­sent. Þetta var í tíunda sinn í röð sem Seðla­­­bank­inn hækk­­­aði vexti, en þeir voru 0,75 pró­­­sent í maí 2021. Fyrir vikið eru íbúða­lána­vextir hærri en þeir hafa verið í tólf ár, eða frá árinu 2010, skömmu eftir banka­hrunið þegar enn var verið að end­­­­ur­reisa föllnu bank­ana og íslenskt atvinn­u­líf. 

Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri lét hafa eftir sér í kjöl­far ákvörð­un­­ar­innar að mikil aukn­ing í einka­­neyslu væri að koma niður á gengi krón­unn­­ar. Það auki inn­­­flutta verð­­bólgu. „Þegar þjóðin er að fara á Tene, það kost­ar gjald­eyr­i,“ sagði Ásgeir og bætti svo við að Seðla­­bank­inn gæti„ ekki fjár­­­­­magnað Tene-­­ferðir úr forð­an­­um.“

Gríð­ar­leg aukn­ing á greiðslu­byrði

Stýri­­vaxta­hækk­­­anir og verð­­bólga hafa allskyns áhrif á dag­­legt líf fólks. Verð á nær öllum nauð­­synja­vörum hækkar vegna verð­­bólg­unnar og afborg­­anir af íbúða­lánum stór­aukast hjá mörgum sam­hliða vaxta­hækk­­un­­um.

Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), sem birt var í síðustu viku, kom fram að ef fólk ætlar að taka óverðtryggð lán fyrir 80 prósent af kaupverði og hefur greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði komi einungis 100 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu til greina. Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun árs 2020 gat slíkur hópur valið úr um 800 íbúðum sem voru skráðar til sölu á verðlagi hvers tíma fyrir sig. Í maí 2020, þegar vextir höfðu verið lækkaðir skarpt sem viðbragð við faraldrinum, var sá fjöldi íbúða 1.600. 

Í skýrslunni kom fram að yfir helmingur íbúða á höfuðborgarsvæðinu, eða 51,5 prósent þeirra, kosti nú 76 milljónir króna eða meira. Til þess að kaupa þær íbúðir á óverðtryggðum vöxtum, og fá lánað fyrir 80 prósent af kaupverðinu, þarf að takast á við mánaðarlega greiðslubyrði sem er yfir 400 þúsund krónur á mánuði. Þá eru ekki taldar með þær íbúðir sem eru ekki með ásett verð, en hægt er að ganga út frá því að þær seljist flestar á meira en 76 milljónir króna. 

Vaxtagjöld munu bíta fast á árinu 2023

Í nýlegri greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins kom fram að útlit sé fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um þrjú prósent á árinu 2023 þrátt fyrir spár um sex til sjö prósent verðbólgu.

Sérstaklega er þó tilgreint í greiningunni að þar sé ekki „tekið tillit til vaxtagjalda, en áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu.“

Mörg heimili tóku óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum á þeim tíma sem vextir Seðlabankans voru lágir. Um fjórð­ungur allra íbúða­lána eru nú óverð­­tryggð og á breyt­i­­legum vöxt­­um. Tíu vaxtahækkanir í röð hafa stökkbreytt greiðslubyrði þess hóps og hann tekur á sig þessar hækkanir af fullum þunga.

Ofan á þetta eru 4.451 heim­ila með óverð­­­tryggð lán á föstum vöxtum sem koma til end­­­ur­­­skoð­unar næsta árið. Fjöldi heim­ila lýkur líka fast­­­vaxta­­­tíma­bili sínu á árinu 2024 en alls koma 340 millj­­­arðar króna í óverð­­­tryggðum íbúða­lánum til vaxta­end­­­ur­­­skoð­unar á þessum tveimur árum. Á árinu 2025 koma svo lán upp á 250 millj­­­arða króna í við­­­bót til end­­­ur­­­skoð­un­­­ar, en þorri þeirra lána eru óverð­­­tryggð.

Því er ljóst að stór hluti heim­ila í land­inu annað hvort býr við veru­­­­lega auk­inn hús­næð­is­­­­kostnað eða sér fram á veru­­­­lega aukn­ing­u.

Þessi kostnaður er ekki reiknaður með þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið reiknar út kaupmátt ráðstöfunartekna.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Svo fáum við öryrkjar 4% hækkun í öllum þessum hækkunum. Afhverju á ég að borga teneferðir þegar ég kemst ekki sjálf
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár