Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1013. spurningaþraut: Hverjir áttu að vera betur settir sem þrælar en frjálsir?

1013. spurningaþraut: Hverjir áttu að vera betur settir sem þrælar en frjálsir?

Fyrri aukaspurning: Hver hefur hér verið málaður myrtur, og aukastig fyrir nafn málarans!

***

Aðalspurningar:

1.  Hver leikstýrði kvikmyndinni ET fyrir fjórum áratugum?

2.  Effersey heitir eyja ein, ef eyju skyldi kalla. Hún er raunar löngu orðin landföst og er nú þekktust undir nafninu ... ja, hvaða nafni?

3.  Hvaða þjóð varð á dögunum heimsmeistari í handbolta?

4.  Hvaða ár hófst franska byltingin víðkunna? Hér má muna tveim árum til eða frá.

5.  Til er sú kenning, sem væntanlega verður seint sönnuð eða afsönnuð, að ákveðinn atburður á Íslandi hafi átt sinn þátt í því að byltingin braust út. Hvaða atburður?

6.  Í hvaða landi er nú farið að framleiða vélbyssur í barnastærðum?

7.  Undanfarið hefur staðið yfir málflutningur í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar. Flytja átti inn mikið magn af kókaíni falið í ... hverju?

8.  Evgeny Prigozhin er þekktur undir eins konar viðurnefni. Hvað er það?

9.  Hver er fjölmennasti her heimsins?

10.  Árið 1503 voru Spánverjar farnir að leggja undir sig lönd í Mið-Ameríku. Þá felldi drottning Spánar þann úrskurð að einungis mætti hneppa þá innfædda í þrældóm sem væru betur komnir sem þrælar en frjálsir. Þar var sérstaklega tiltekinn einn hópur manna. Síðan varð það um skeið keppikefli spænskra nýlenduherra að flokka sem flesta innfædda í þann hóp (langflesta eða alla ranglega), svo gera mætti þá að þrælum. Hvers konar menn voru þannig taldir betur settir í þrældómi en frjálsir?

***

Seinni aukaspurning:

Segja má að þetta málverk sé málað sem eins konar framhald af því fyrra, þótt listamaðurinn sé annar. En á þessu seinna málverki sést morðingi karlsins í baðinu, sem var utan rammans á fyrri myndinni. Og hvað heitir morðinginn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Spielberg.

2.  Örfirisey.

3.  Danir.

4.  1789 — svo rétt telst vera 1787-1791.

5.  Skaftáreldar, gosið í Lakagígum. Svarið „móðuharðindin“ er hins vegar rangt. Þótt gosið sjálft kunni að hafa haft áhrif í Frakklandi, þá skiptu harðindi á Íslandi Frakka engu.

6.  Bandaríkjunum.

7.  Trjábolum.

8.  Kokkur (eða bryti) Pútins.

9.  Her Kína.

10.  Mannætur. 

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er málverk Davids af Marat.

Hann var franskur byltingarforingi, sem myrtur var í baði 1793.

Nöfn þeirra beggja standa raunar á málverkinu sjálfu svo ég þurfti að þurrka þau út.

Sjá hér til hliðar.

Á neðri myndinni mátti svo sjá morðingjann, Charlotte Corday.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
1
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það var enga vernd að fá“
2
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár