Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Biðin eftir aðgerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.

Biðin eftir aðgerð

Ég hef verið á biðlista eftir mjaðmaaðgerð frá því í nóvember og á ekki von á að það verði kallað í mig fyrr en í lok sumars. Á meðan er ég í veikindaleyfi. Það er mér efst í huga að koma mér þannig fyrir að ég sé ekki verkjuð. Aðgerðin er heilmikil en allt í lagi, því þá losna ég við þessa verki. Ég get eiginlega ekki orðið labbað nokkurn skapaðan hlut. Ég reyni, en fer á hörkunni, stundum á hækjum. Ég reyni að fara í sund annan hvern dag, en suma daga kemst ég ekki niður stigana heima. Ég bý á annarri hæð og það er vont að fara upp og niður stiga. Þá er ég bara heima. Heima reyni ég að gera æfingar, eða dreifa huganum, en þetta er mjög einangrandi. Það er bara svo merkilegt hvað fólki er gert erfitt fyrir, að það skuli vera orðinn svakalega langur biðlisti eftir aðgerð, ég skil það ekki alveg. Heilbrigðiskerfið er orðið hálf lélegt. Ég sótti meira að segja um uppi á Skaga og þar virðist biðin vera minni en á Landspítalanum. Ætli ég endi ekki þar.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár