Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Frumvarpi sem á að láta fjármagnstekjufólk borga útsvar frestað

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar var lagt upp með að skatt­mats­regl­ur yrðu end­ur­skoð­að­ar og að kom­ið verði í veg fyr­ir „óeðli­­­­­lega og óheil­brigða hvata til stofn­un­ar einka­hluta­­­­­fé­laga“. Með því yrði þeir sem skrá laun sem fjár­magn­s­tekj­ur látn­ir greiða út­svar og borga tekju­skatt í stað fjár­magn­s­tekju­skatts. ASÍ hef­ur áætl­að að tekj­ur rík­is­sjóðs geti auk­ist um átta millj­arða á ári við þetta.

Frumvarpi sem á að láta fjármagnstekjufólk borga útsvar frestað
Ráðherra Bjarni Benediktsson ætlaði að leggja fram frumvarpið í apríl. Starfshópur sem vinnur að undirbúningi þess mun hins vegar ekki skila af sér fyrr en í júní. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur frestað framlagningu frumvarps um end­ur­skoð­aðar og ein­fald­ari reglur um reiknað end­ur­gjald í atvinnu­rekstri eða sjálf­stæðri starf­semi aðila í eigin rekstri. Í desember síðastliðnum var frumvarpinu bætt inn á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og sagt að það myndi verða lagt fram í apríl 2023. Í liðinni viku var það fellt út af henni.

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir ráðuneytið að starfshópur sem skipaður var í september til að vinna að afla upplýsinga og gagna um úrlausnarefnið, ásamt því að leggja mat á það hvaða leiðir eru færar til frekari skilvirkni og jafnræði og til að stemma stigu við misnotkun á skattkerfinu, muni ekki skila af sér tillögum eða drögum að frumvarpi fyrr en í júní 2023. „Af þeirri ástæðu hefur fjármála- og efnahagsráðherra fellt niður á þingmálaskrá frumvarp[...] sem til stóð að leggja fram á yfirstandandi þingi. Til stendur að frumvarpið verði hluti af þingmálaskrá næsta löggjafarþings.“

Í úttekt sem Heimildin birti á mánudag var haft eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hún vonaðist til þess að frumvarpið yrði lagt fram á yfirstandandi þingi, en því er meðal annars ætlað að tryggja að þau sem eingöngu hafa fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar til sveitarfélaga. Í svari fyrir fyrirspurn Heimildarinnar í gær sagði forsætisráðherra að nú væri ljóst að ekki náist að leggja frumvarpið fram á vorþingi. „Samkvæmt mínum er reiknað með að starfshópur sem vinnur tillögur skili þeim til fjármála- og efnahagsráðherra í júní og að frumvarpið verði lagt fram í haust.“

Kominn tími á aðgerðir

Málið er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 30. nóvember 2021. Þar segir að skattmatsreglur verði end­­­­­ur­­­­­skoð­aðar og að komið verði í veg fyrir „óeðli­­­­­lega og óheil­brigða hvata til stofn­unar einka­hluta­­­­­fé­laga“.

Þeir óeðlilegu og óeðlilegu hvatar fela í sér að þeir sem eiga eignarhaldsfélög utan um einhverskonar rekstur geta reiknað sér afar lág fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Þess í stað telja þeir fram meginþorra tekna sem fjármagnstekjur. Þetta getur sparað þeim umtalsverðar skattgreiðslur, enda er hæsta skatt­­þrepið í almennum tekju­skatti er 46,25 pró­­sent en sam­an­lagður skattur á hagnað og arð­greiðslur er tals­vert lægri, eða 37,6 pró­­sent. 

Katrín gerði það að umtalsefni á flokksráðsfundi Vinstri grænna í ágúst í fyrra. í ræðu sinni þar sagði hún: „Nú er kom­inn tími til að breyta skatt­lagn­ingu þeirra sem fyrst og fremst hafa fjár­magnstekjur og tryggja að þau greiði sann­gjarnan hlut í útsvar til sveit­ar­fé­lag­anna til að fjár­magna þau mik­il­vægu verk­efni sem þau sinna ekki síst í félags- og vel­ferð­ar­þjón­ust­u. Um það hefur verið talað í tutt­ugu ár en nú er kom­inn tími aðgerða.“

Gæti skilað átta milljörðum á ári

Í grein sem Arn­aldur Sölvi Krist­jáns­­­son og Róbert Farestveit, hag­fræð­ingar hjá Alþýðu­sam­bandi Íslands (ASÍ), skrif­uðu í Vís­bend­ingu í sept­­em­ber 2021 kom fram að skatta­snið­­ganga í formi tekju­til­­flutn­ings, sem feli í sér að fólk skrái launa­­­tekjur sínar rang­­­lega sem fjár­­­­­magnstekj­­­ur, komi í veg fyrir að þeir greiði útsvar og heild­­ar­skatt­­pró­­senta þeirra verður fyrir mikið miklu lægri en ella. Þetta á sér aðal­­­­­lega stað á meðal atvinn­u­rek­enda með háar tekj­­ur sem taka þær í gegnum einka­hluta­fé­lög.

Hag­fræð­ing­arnir tveir sögðu að með því að tak­­marka slíkan til­­­flutn­ing myndu árlegar skatt­­tekjur aukast um allt að átta millj­­arða króna á ári miðað við stöðu mála 2021, styrkja tekju­öflun sveit­­ar­­fé­laga og auka skatt­­byrði þeirra sem eru tekju­hærri.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði áðurnefndan starfshóp 1. september í fyrra sem átti að vinna að nýjum leiðum til að varna mismunun í skattlagningu ásamt því að endurskoða og einfalda reglur um reiknað endurgjald í atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi aðila í eigin rekstri og samspilið við skattlagningu á hagnað og arð sem og skattmat vegna hlunninda og úttekta eigenda úr félögum. Í hópnum sitja fimm einstaklingar, tveir frá ráðuneytinu, tveir frá Skattinum og einn sem tilnefndur var af KPMG. Formaður hópsins er Ingibjörg Helgadóttir, sérfræðingur á skrifstofu skattamála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    1. Reiknað endurgjald á að miðast við meðallaun á vinnumarkaði (opinbera/almenna)
    2. Útsvar greiðist af fjármagnstekjum, samkvæmt gildandi skattalögum (þrepaskiptur skattur með frítekjumarki sem nemur að hámarki núgildandi persónuafslætti. Ps. Afhverju er enginn frá verkalýðshreyfingunni í þessum hóp sem fjármálaráðherra skipar ? T.d. einhver af forsetum ASÍ.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár