Olíubílstjórar hjá Skeljungi og Olíudreifingu leggja drög að kröfugerð

Fé­lag­ar í Efl­ingu sem starfa við akst­ur olíu­flutn­inga­bíla hjá Skelj­ungi og Ol­íu­dreif­ingu hitt­ust í gær og var á þeim fundi skip­uð sam­eig­in­leg samn­inga­nefnd fé­lags­manna hjá báð­um fyr­ir­tækj­um og drög lögð að kröfu­gerð.

Olíubílstjórar hjá Skeljungi og Olíudreifingu leggja drög að kröfugerð
Eflingarfélagar sem starfa við akstur olíuflutningabíla hjá Skeljungi og Olíudreifingu hittust á fundi í Félagsheimili Eflingar í gærkvöldi. Mynd: Efling

Skipuð hefur verið sameiginleg samninganefnd félagsmanna hjá Skeljungi og Olíudreifingu og drög lögð að kröfugerð en Eflingarfélagar sem starfa við akstur olíuflutningabíla hjá fyrirtækjunum hittust á fundi í félagsheimili stéttarfélagsins í gærkvöldi. Olíubílstjórar í Eflingu starfa undir sama sérkjarasamningi við olíufélögin.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar í dag. 

Trúnaðarmenn Eflingar hjá fyrirtækjunum stóðu að fundinum í samráði við skrifstofu félagsins og höfðu áður verið haldnir vinnustaðafundir hjá hvoru fyrirtæki fyrir sig, að því er fram kemur í tilkynningunni. 

Nauðsynlegt að meta álag, ábyrgð og meðferð hættulegra efna til launa

Fram kemur að Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hafi stýrt fundinum, þar sem ítarlega hafi verið rætt um stöðuna í viðræðum félagsins við SA. 

„Á fundinum kom fram eindreginn stuðningur við baráttu félagsins fyrir ásættanlegum kjarasamningum. Samninganefnd Eflingar krafðist hækkunar á launaflokkum bæði flutninga- og rútubílstjóra í seinasta tilboði sínu til SA.

Jafnframt var mikil umræða á fundinum um nauðsyn þess að meta álag, ábyrgð og meðferð hættulegra efna til launa. Olíubílstjórar og aðrir sem aka með hættuleg efni þurfa svokölluð ADR-réttindi, en þau er ekki metin til launa í kjarasamningum sem stendur,“ segir í tilkynningu Eflingar. 

Þá segir jafnframt að til fundarins hafi fulltrúum úr samninganefnd Eflingar og bílstjórum hjá Samskip einnig verið boðið. Bílstjórar og hafnarverkamenn hjá Samskip hafi þegar myndað sína eigin samninganefnd og sett fram kröfugerð.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    Það er feikna ánægjulegt/mikilvægt að sjá og heyra SAMSTÖÐU Eflingar-félaga í öllum atvinnugreinum, enda ómissandi fólk fyrir samfélagið okkar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjaradeila Eflingar og SA

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár