Heidelberg Materials, áður Heidelberg Cement, er einn af stærstu sementsframleiðendum í heimi. Fyrirtækið selur ekki bara sement heldur einnig mikið af hinum ýmsu steinefnum fyrir ýmiss konar iðnað. Fyrirtækið vermir 620. sæti yfir stærstu fyrirtæki í heimi og starfar í yfir 50 löndum með um 70 þúsund starfsmenn.
Heidelberg ætlar sér að byggja 20 þúsund fermetra verksmiðju í bænum Þorlákshöfn í Ölfusi á Suðurlandi. Þótt Heidelberg hafi ekki hafið framkvæmdir við verksmiðjuna er fyrirtækið orðið mjög umtalað, sem og umdeilt, í sveitarfélaginu.
Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt víða um heim fyrir starfsemi sína á umdeildum svæðum, meðal annars á hernumdu svæði Ísraels í Palestínu. Starfsemi fyrirtækisins, bara í Bandaríkjunum, losar næstum því tvöfalt meira af gróðurhúsalofttegundum en allt Ísland á hverju ári. Um 8 prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum er vegna framleiðslu á sementi. Heidelberg hefur þurft að greiða hundruð milljóna króna í sektir úti um allan heim, meðal …
Athugasemdir