Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar

Sófa­kartafl­an rýn­ir í raun­veru­leika­þætti.

Ellefu litlar kjötbollur og hundrað þúsund dollarar

Í síðasta pistli kynnti ég mig sem kvikmyndaunnanda Heimildarinnar. Lesandi góður, ég verð því miður að játa að ég sigldi undir fölsku flaggi. Nú verður latexgríman rifin af andliti mínu eins og af illmenni í Scooby-Doo og í ljós kemur að það var ekki kvikmyndaunnandinn sem skrifaði heldur sjónvarpssjúklingurinn.

Dokum við því enn versnar það. Næsta gríma flýgur af með óhuggulegum gúmmísmelli og undan grímunni birtist engin önnur en ómenningarlega botnsugan: Raunveruleikasjónvarpskonan. Gleður mig að kynnast þér. Mér er eðlislægt að biðjast afsökunar en ætla ekki að gera það því í stað þess að fá mér botox þá ætla ég að halda mér ungri með því að vera með stæla og þykjast ekki upplifa skömm, alveg eins og nýju kynslóðirnar. Þau arka bara um í essinu sínu eins og ekkert sé sjálfsagðara á meðan ég bið húsgögn afsökunar. Ekki meir, Geir (ég ætla heldur ekki að biðjast afsökunar á þessari setningu).

Ég er sest í tungusófann og munda fjarstýringuna. Um það bil átta klukkustundum síðar hef ég marserað í gegnum heila seríu af raunveruleikaþáttunum Pressure Cooker og búin að litaflokka allt legóið á heimilinu. Þættirnir eru hreinn og tær unaður. Matseld, stress, lymskuleg svik og prettir. Ég elska undirförult fólk úr hæfilegri fjarlægð. Ellefu litlar kjötbollur eru mættar galvaskar í hraðsuðupottinn. Þær hafa allar unnið við matreiðslu á einn eða annan hátt og inn á milli semi-eðlilegra einstaklinga eru grenjandi dygðaljós og plottandi lítil skítseiði.

Leikurinn snýst um að keppa í eldamennsku og mögulega valsa út með hundrað þúsund dollara í svuntuvasanum. Smám saman átta keppendur sig á því að eldamennskan ein og sér muni ekki tryggja þeim sigur. Félagar okkar þurfa líka að vingast við hina og mynda bandalög og, þau sem það kjósa, stinga aðra í bakið.

Það er frekar erfitt að átta sig á tímanum sem líður og raunverulegum aðstæðum keppenda og á stundum fær áhorfandinn á tilfinninguna að fólkið sé búið að vera lokað inni í gluggalausu sjónvarpssetti í marga daga án þess að komast út undir bert loft. Robbie er til dæmis orðinn mjög einkennilegur á litinn og alltaf að bresta í grát og þau eru flest orðin ansi glaseyg og undarleg í háttum þegar á líður. Reyndar eru þau sídrekkandi, sem gæti líklega útskýrt sindrandi hvarmaljósin(vó!).

Í þáttunum er enginn sýnilegur þáttastjórnandi. Á meðan kjötbollurnar glíma við þrautirnar eru einu samskipti keppenda við umheiminn, lítill pirrandi veitingahúsaprentari sem spýtir út leiðbeiningum á hvítum miðum og vélmennarödd sem tilkynnir þeim að nú sé komin bomma. Lúmski óhugnaðurinn sem fylgir prentaranum og röddinni er dýrðlegur. Stundum mæta óvæntir gestir til að snæða og dæma matinn.

Síðasti þátturinn stefndi í að vera ekkert spes, bara eitthvert fagfólk að tyggja og ræða mat á leiðinlegan hátt, en þá birtist matargagnrýnandi sem var svo mikil erkitýpa af matargagnrýnanda að ég fylltist lotningu og er enn þá að rifja upp vanþóknunarsvipinn á honum þegar honum leist ekki á réttinn sem var á disknum fyrir framan hann. Fyrir mér var hann hinn raunverulegi sigurvegari.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sófakartaflan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár