Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið

Fram­kvæmda­leyfi í einu yngsta ár­gljúfri heims var fellt úr gildi. Að­spurð hvort Hnútu­virkj­un í Hverf­is­fljóti sé end­an­lega úr sög­unni, seg­ir Ingi­björg Ei­ríks­dótt­ir: „Það er auð­vit­að ekk­ert bú­ið fyrr en það er bú­ið.“ Hún er formað­ur Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi og hef­ur ásamt hópi fólks bar­ist gegn virkj­un­inni í vel á ann­an ára­tug.

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið
Lambhagafossar Með Hnútuvirkjun hefði rennsli á yfir tveggja kílómetra kafla í Hverfisfljóti skerst, m.a. í Lambhagafossum sem njóta verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir/Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Skaftárhreppur er „hrein gersemaverksmiðja“ á hinu eldvirka belti Íslands. Þar er náttúran „síkvik og í stöðugri mótun,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, formaður Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi.

Og það er einmitt af þeim sökum, vegna þeirra einstöku náttúrufyrirbrigða sem finnast á svæðinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti, sem reisa átti í einu yngsta árgljúfri heims, úr gildi. Að áliti nefndarinnar hefur ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn þess að raska svæði sem nýtur slíkrar óyggjandi verndar náttúruverndarlaga.

Flakkað með aflstærð

„Baráttan gegn Hnútuvirkjun hefur verið æði löng og ströng; hefur staðið í vel á annan áratug,“ segir Ingibjörg við Heimildina. Hugmyndin hafi í gegnum tíðina tekið breytingum fram og til baka hvað varðar aflstærð, „en við höfum tuggið á því að eyðilegging náttúrugersema er ekki, og verður aldrei, mæld í megavöttum“.

Þegar hugmyndin um virkjun í landi Dalshöfða við Hnútu kviknaði á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár