Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið

Fram­kvæmda­leyfi í einu yngsta ár­gljúfri heims var fellt úr gildi. Að­spurð hvort Hnútu­virkj­un í Hverf­is­fljóti sé end­an­lega úr sög­unni, seg­ir Ingi­björg Ei­ríks­dótt­ir: „Það er auð­vit­að ekk­ert bú­ið fyrr en það er bú­ið.“ Hún er formað­ur Eld­vatna – sam­taka um nátt­úru­vernd í Skaft­ár­hreppi og hef­ur ásamt hópi fólks bar­ist gegn virkj­un­inni í vel á ann­an ára­tug.

Áhrif langvarandi togstreitu eru mikil á samfélagið
Lambhagafossar Með Hnútuvirkjun hefði rennsli á yfir tveggja kílómetra kafla í Hverfisfljóti skerst, m.a. í Lambhagafossum sem njóta verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Mynd: Ingibjörg Eiríksdóttir/Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi

Skaftárhreppur er „hrein gersemaverksmiðja“ á hinu eldvirka belti Íslands. Þar er náttúran „síkvik og í stöðugri mótun,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, formaður Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi.

Og það er einmitt af þeim sökum, vegna þeirra einstöku náttúrufyrirbrigða sem finnast á svæðinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti, sem reisa átti í einu yngsta árgljúfri heims, úr gildi. Að áliti nefndarinnar hefur ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn þess að raska svæði sem nýtur slíkrar óyggjandi verndar náttúruverndarlaga.

Flakkað með aflstærð

„Baráttan gegn Hnútuvirkjun hefur verið æði löng og ströng; hefur staðið í vel á annan áratug,“ segir Ingibjörg við Heimildina. Hugmyndin hafi í gegnum tíðina tekið breytingum fram og til baka hvað varðar aflstærð, „en við höfum tuggið á því að eyðilegging náttúrugersema er ekki, og verður aldrei, mæld í megavöttum“.

Þegar hugmyndin um virkjun í landi Dalshöfða við Hnútu kviknaði á …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu