Skaftárhreppur er „hrein gersemaverksmiðja“ á hinu eldvirka belti Íslands. Þar er náttúran „síkvik og í stöðugri mótun,“ segir Ingibjörg Eiríksdóttir, formaður Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi.
Og það er einmitt af þeim sökum, vegna þeirra einstöku náttúrufyrirbrigða sem finnast á svæðinu, sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt framkvæmdaleyfi Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti, sem reisa átti í einu yngsta árgljúfri heims, úr gildi. Að áliti nefndarinnar hefur ekki verið sýnt fram á brýna nauðsyn þess að raska svæði sem nýtur slíkrar óyggjandi verndar náttúruverndarlaga.
Flakkað með aflstærð
„Baráttan gegn Hnútuvirkjun hefur verið æði löng og ströng; hefur staðið í vel á annan áratug,“ segir Ingibjörg við Heimildina. Hugmyndin hafi í gegnum tíðina tekið breytingum fram og til baka hvað varðar aflstærð, „en við höfum tuggið á því að eyðilegging náttúrugersema er ekki, og verður aldrei, mæld í megavöttum“.
Þegar hugmyndin um virkjun í landi Dalshöfða við Hnútu kviknaði á …
Athugasemdir