Fyrst kom flautið. Við fleygjum okkur upp að húsvegg með hendurnar um höfuðið. Síðan kemur sprenging. Hús, um það bil 100 metra fyrir framan okkur, gefur frá sér reyk. Síðan hvín annað flaut, önnur sprenging, aftur þetta sama hús.
Aðeins fjær okkur, fjær veggnum sem við föðmuðum, sjáum við tvo hermenn gægjast út um opnar dyr. Við hlaupum til þeirra í von um skjól, rétt á meðan við reynum að meta hvort Rússarnir séu sáttir eða ætli að senda okkur nokkrar sprengjur í viðbót.
Hermennirnir, sem sýnast nokkuð rólegir, bjóða okkur velkomna inn fyrir gættina til sín. Hvorugur þeirra talar ensku, hvorugur okkar úkraínsku, en eftir að hafa komið því nokkurn veginn til skila með tilheyrandi táknmáli að ég sé frá Íslandi og hinn blaðamaðurinn sem er með mér sé frá Kanada, gellur við þriðja flautið. Svo þriðja sprengingin – enn á sama húsið.
![](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/mvNrlsWKnzMc_1080x5104_BExaFJ8n.jpg)
Athugasemdir (1)