Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi

Ís­lend­ing­ar flykkt­ust til út­landa á síð­asta ári, vopn­að­ir sparn­aði sem safn­að­ist upp í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Vin­sæl­asti áfanga­stað­ur­inn var Teneri­fe. Korta­velta Ís­lend­inga er­lend­is jókst um 66 pró­sent milli 2021 og 2022.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi
Hiti Margir Íslendingar hafa tekið ástfóstri við Tenerife. Umtalsverð aukning hefur orðið í ásókn í ferðir þangað og áfangastaðurinn fyrir vikið orðið tákngervingur fyrir neyslugleði Íslendinga eftir kórónuveirufaraldur. Mynd: AFP

Veltan á innlendum kortum Íslendinga erlendis var 262,8 milljarðar króna á árinu 2022. Á sama tíma var velta erlendra korta hérlendis 248,3 milljarðar króna. Það þýðir að Íslendingar, sem voru í heild 387.800 um síðustu áramót, eyddu 14,5 milljörðum krónum meira í útlöndum á kortum sínum en þeir tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á því ári.

Þetta má lesa úr árlegri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu Íslendinga. 

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára í krónum talið og jókst um 90 prósent að raunvirði. Ferðamenn frá Bandaríkjunum eyddu mest allra ferðamanna á Íslandi á árinu 2022, en þeir voru ábyrgir fyrir 35 prósent af allri erlendri kortaveltu. Bretar komu þar á eftir með tæplega tíu prósent og ferðamenn frá Þýskalandi voru í þriðja sæti með um sjö prósent. Þetta er í beinu samræmi við það að flestir ferðamenn komu frá þessum löndum, í þeirri röð sem þau röðuðu sér í eyðslustiganum. 

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu innanlands í fyrra var 25,5 prósent. Það er mun lægra hlutfall en var fyrir kórónuveirufaraldurinn, þegar hlutfallið var 30 til 34 prósent. 

Gríðarleg aukning í netverslun

Alls voru brottfarir Íslendinga frá Leifsstöð 588.650 talsins á síðasta ári, sem er aukning um næstum 170 prósent frá árinu á undan og ekki langt frá þeim fjölda sem var árið 2019, síðasta heila árinu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í krónum talið eyddu Íslendingar um 105 milljörðum krónum meira með kortum sínum erlendis en þeir gerðu á árinu 2021, þegar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldurs voru þó enn í gildi að hluta sem gerðu ferðalög erlendis erfiðari en í fyrra. Því jókst eyðsla Íslendinga erlendis um 66 prósent milli 2021 og 2022. 

Alls eyddu Íslendingar 974 milljörðum króna á kortum sínum innanlands árið 2022. Í krónum talið var það aðeins meira en árið áður en þegar búið er að taka tillit til verðbólgu dróst sú neysla saman um 4,4 prósent. 

Þar er aðallega um samdrátt í kortaveltu í verslun að ræða. Ásókn Íslendinga í að kaupa sér hluti í gegnum verslun á netinu jókst að sama skapi um fimm prósent að raunvirði og hefur alls aukist um 254 prósent á fjórum árum. Alls eyddu Íslendingar tæplega 42 milljörðum króna af kortum sínum í að kaupa hluti á netinu á síðasta ári. 

Seðlabankastjóri tekur Tene fyrir

Ýmis ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um eyðslu og tíðar utanlandsferðir landsmanna á síðustu mánuðum hafa vakið athygli. Þar hefur Ásgeir sérstaklega tekið fyrir ferðir til Tenerife, en þær hafa verið afar vinsælar hjá Íslendingum. Vefurinn Túristi greindi til að mynda frá því í lok nóvember að á fyrstu tíu mánuðum ársins 2021 hafi 61 þúsund farþegar frá Íslandi lent á Tenerife, sem var aukning um fimmtung frá sama tímabili árið 2019. 

Hugsi yfir neysluÁsgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur ítrekað vísað til fjölda Tenerife-ferða landsmanna í opinberri umræðu á síðustu mánuðum.

Í ágúst sagði hann að helst „vildi Seðlabankinn að fólk hætti að eyða peningum.“ Í október, þegar hann rökstuddi stýrivaxtahækkun upp í 5,75 prósent, sagði Ásgeir það ekki hafa komið á óvart að kröftugt viðbragð hefði komið í einkaneyslu í fyrrasumar. Fólk hefði sparað peningana sína í tvö ár á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð og hafi lokst getað eytt þeim, meðal annars í ferðalög. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði.“

Þegar stýrivextirnir voru svo hækkaðir upp í sex prósent í lok nóvember sagði Ásgeir að áframhaldandi vöxtur í einkaneyslu hefði komið Seðlabankanum á óvart og komið niður á gengi krónunnar. „Þegar þjóðin er að fara á Tene, það kost­ar gjald­eyri.“ Seðlabankinn gæti ekki „fjár­magnað Tene-ferðir úr forðanum.“ Ef viðskiptahalli yrði viðvarandi myndi Seðlabankinn því ekki halda uppi gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkað heldur yrði hann að hækka stýrivexti til að takmarka neysluna. 

Þessi orð hafa farið öfugt ofan í marga, meðal annars Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR. Hann sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í desember að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans á síðustu mánuðum væru „að refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að kom­ast af milli mán­aða.“ Stýri­vaxta­hækk­an­irnar bíti hins vegar lítið á þeim tekju­hæstu sem mestu eyði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár