Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi

Ís­lend­ing­ar flykkt­ust til út­landa á síð­asta ári, vopn­að­ir sparn­aði sem safn­að­ist upp í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Vin­sæl­asti áfanga­stað­ur­inn var Teneri­fe. Korta­velta Ís­lend­inga er­lend­is jókst um 66 pró­sent milli 2021 og 2022.

Íslendingar straujuðu kortið meira erlendis en túristar gerðu á Íslandi
Hiti Margir Íslendingar hafa tekið ástfóstri við Tenerife. Umtalsverð aukning hefur orðið í ásókn í ferðir þangað og áfangastaðurinn fyrir vikið orðið tákngervingur fyrir neyslugleði Íslendinga eftir kórónuveirufaraldur. Mynd: AFP

Veltan á innlendum kortum Íslendinga erlendis var 262,8 milljarðar króna á árinu 2022. Á sama tíma var velta erlendra korta hérlendis 248,3 milljarðar króna. Það þýðir að Íslendingar, sem voru í heild 387.800 um síðustu áramót, eyddu 14,5 milljörðum krónum meira í útlöndum á kortum sínum en þeir tæplega 1,7 milljónir erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á því ári.

Þetta má lesa úr árlegri samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu Íslendinga. 

Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára í krónum talið og jókst um 90 prósent að raunvirði. Ferðamenn frá Bandaríkjunum eyddu mest allra ferðamanna á Íslandi á árinu 2022, en þeir voru ábyrgir fyrir 35 prósent af allri erlendri kortaveltu. Bretar komu þar á eftir með tæplega tíu prósent og ferðamenn frá Þýskalandi voru í þriðja sæti með um sjö prósent. Þetta er í beinu samræmi við það að flestir ferðamenn komu frá þessum löndum, í þeirri röð sem þau röðuðu sér í eyðslustiganum. 

Hlutfall erlendrar kortaveltu af heildarkortaveltu innanlands í fyrra var 25,5 prósent. Það er mun lægra hlutfall en var fyrir kórónuveirufaraldurinn, þegar hlutfallið var 30 til 34 prósent. 

Gríðarleg aukning í netverslun

Alls voru brottfarir Íslendinga frá Leifsstöð 588.650 talsins á síðasta ári, sem er aukning um næstum 170 prósent frá árinu á undan og ekki langt frá þeim fjölda sem var árið 2019, síðasta heila árinu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Í krónum talið eyddu Íslendingar um 105 milljörðum krónum meira með kortum sínum erlendis en þeir gerðu á árinu 2021, þegar ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldurs voru þó enn í gildi að hluta sem gerðu ferðalög erlendis erfiðari en í fyrra. Því jókst eyðsla Íslendinga erlendis um 66 prósent milli 2021 og 2022. 

Alls eyddu Íslendingar 974 milljörðum króna á kortum sínum innanlands árið 2022. Í krónum talið var það aðeins meira en árið áður en þegar búið er að taka tillit til verðbólgu dróst sú neysla saman um 4,4 prósent. 

Þar er aðallega um samdrátt í kortaveltu í verslun að ræða. Ásókn Íslendinga í að kaupa sér hluti í gegnum verslun á netinu jókst að sama skapi um fimm prósent að raunvirði og hefur alls aukist um 254 prósent á fjórum árum. Alls eyddu Íslendingar tæplega 42 milljörðum króna af kortum sínum í að kaupa hluti á netinu á síðasta ári. 

Seðlabankastjóri tekur Tene fyrir

Ýmis ummæli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um eyðslu og tíðar utanlandsferðir landsmanna á síðustu mánuðum hafa vakið athygli. Þar hefur Ásgeir sérstaklega tekið fyrir ferðir til Tenerife, en þær hafa verið afar vinsælar hjá Íslendingum. Vefurinn Túristi greindi til að mynda frá því í lok nóvember að á fyrstu tíu mánuðum ársins 2021 hafi 61 þúsund farþegar frá Íslandi lent á Tenerife, sem var aukning um fimmtung frá sama tímabili árið 2019. 

Hugsi yfir neysluÁsgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur ítrekað vísað til fjölda Tenerife-ferða landsmanna í opinberri umræðu á síðustu mánuðum.

Í ágúst sagði hann að helst „vildi Seðlabankinn að fólk hætti að eyða peningum.“ Í október, þegar hann rökstuddi stýrivaxtahækkun upp í 5,75 prósent, sagði Ásgeir það ekki hafa komið á óvart að kröftugt viðbragð hefði komið í einkaneyslu í fyrrasumar. Fólk hefði sparað peningana sína í tvö ár á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð og hafi lokst getað eytt þeim, meðal annars í ferðalög. „Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði.“

Þegar stýrivextirnir voru svo hækkaðir upp í sex prósent í lok nóvember sagði Ásgeir að áframhaldandi vöxtur í einkaneyslu hefði komið Seðlabankanum á óvart og komið niður á gengi krónunnar. „Þegar þjóðin er að fara á Tene, það kost­ar gjald­eyri.“ Seðlabankinn gæti ekki „fjár­magnað Tene-ferðir úr forðanum.“ Ef viðskiptahalli yrði viðvarandi myndi Seðlabankinn því ekki halda uppi gengi krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkað heldur yrði hann að hækka stýrivexti til að takmarka neysluna. 

Þessi orð hafa farið öfugt ofan í marga, meðal annars Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR. Hann sagði í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í desember að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans á síðustu mánuðum væru „að refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að kom­ast af milli mán­aða.“ Stýri­vaxta­hækk­an­irnar bíti hins vegar lítið á þeim tekju­hæstu sem mestu eyði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár