Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

„Áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu“

Í grein­ingu sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið hef­ur unn­ið seg­ir að kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna muni aukast á ár­inu 2023 og að þær verði að 590 þús­und krón­ur á mán­uði hjá með­al­ein­stak­lingi. Þar er hins vega ekki tek­ið til­lit til vaxta­kostn­að­ar sem ráðu­neyt­ið seg­ir að muni hafa mik­il áhrif á buddu heim­ila á ár­inu. Um­samd­ar launa­hækk­an­ir geti leitt til um 0,5 pró­sent meiri verð­bólgu en Seðla­bank­inn hef­ur reikn­að með og ráðu­neyt­ið seg­ir að hætt sé við því að efna­hags­leg­ur óstöð­ug­leiki auk­ist.

„Áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu“
Óvissa Bjarni Benediktsson, og hans fólk í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, varar við því að efnahagslegur óstöðugleiki gæti aukist þegar líða tekur á árið Mynd: Stundin / Davíð Þór

Í fréttatilkynningu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti 6. janúar sagði að útlit væri fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann, áður en tekið er tillit til vaxtagjalda, myndi aukast nokkuð á árinu og að kaupmáttarrýrnun undanfarinna missera yrði meira eða minna endurheimt. Það myndi gerast vegna þeirra launahækkana sem samið var um við þorra stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði á síðustu misserum. Upplýsingarnar byggðu á greiningu ráðuneytisins.

Um töluverð tíðindi er að ræða, enda kaupmáttur rýrnað undanfarið. Raunar gerðist það í fyrra í fyrsta sinn síðan í lok árs 2012 og byrjun árs 2013 að kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna dróst saman tvo árs­fjórð­unga í röð. Á þriðja árs­fjórð­ungi dróst hann saman um 6,1 pró­sent, sem er mesti sam­dráttur sem hefur mælst á þremur mán­uðum frá lokum árs 2010.

Ráð­stöf­un­ar­tekjur eru þeir pen­ingar sem standa eftir þegar búið er að draga skatta og önnur gjöld frá launum við­kom­andi og kaup­máttur þeirra lýsir því hvað hver getur keypt fyrir þær tekj­ur. Þegar kaup­mátt­ur­inn dregst saman þá getur við­kom­andi keypt minna fyrir krón­urnar sem hann hefur til ráð­stöf­unar í hverjum mán­uð­i. 

Ekki tekið tillit til vaxtagjalda

Heimildin óskaði eftir að fá greiningu ráðuneytisins afhenta. Í henni kemur fram að útlit sé fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann aukist um þrjú prósent á árinu 2023 þrátt fyrir að spár um sex til sjö prósent verðbólgu. Áætla megi að meðaleinstaklingurinn á vinnumarkaði verði með um 870 þúsund krónur í mánaðarlaun 2023, en þar er miðað við miðgildi heildarlauna fullvinnandi einstaklinga. Ráðstöfunartekjur meðaleinstaklings á vinnumarkaði verði um 590 þúsund krónur á mánuði.

Sérstaklega er tilgreint í greiningunni að þar sé ekki „tekið tillit til vaxtagjalda, en áhrifa vaxtahækkana á heimilin mun gæta af vaxandi þunga á árinu.“ 

Miklar stýri­vaxta­hækk­anir hafa hækkað vaxta­gjöld heim­ila griðarlega á und­an­förnum mán­uð­um, en vext­irnir hafa farið úr 0,75 pró­sent í maí í fyrra í sex pró­sent nú. Á sama tíma hefur verðbólga vaxið í 9,6 prósent og saman hafa þessir kraftar leitt af sér miklar hækkanir á húsnæðiskostnaði og verðlagi. Fyrir vikið hefur greiðslubyrði heimila, það sem þau þurfa að greiða í fastan kostnað í hverjum mánuði, stóraukist. 

Ofan á þessa stöðu hefur íbúðaverð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, þar sem flestir lands­­­menn búa, hækkað um 50 pró­­­sent frá byrjun árs 2020. Raunar er það þannig að íbúðaverð hefur hækkað meira á Íslandi en í öllum hinum löndum Evrópu, alls 30 talsins, sem Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, mælir slíka hækkun hjá. Í nýlega birtri samantekt hennar kom fram að frá árinu 2010 til loka þriðja ársfjórðungs seinasta árs var hækkunin á Íslandi um 213 prósent. Frá 2015 til septemberloka í fyrra nam hækkunin 122 prósent hér á landi. Þessar hækkanir eru langt umfram launahækkanir. Vísitala launa hækkaði til að mynda á síðastnefnda tímabilinu um 74 prósent.

Þeir sem komu inn á íbúða­­­mark­að­inn á þessum tíma þurftu að taka mun hærri lán en áður. Hærri lán þýða hærri afborganir. Afborganir sem þarf að standa skil á með krónum sem duga sífellt skemur.

Stökkbreytt greiðslubyrði vegna vaxtakostnaðar

Mörg heimili tóku óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum á þeim tíma sem vextir Seðlabankans voru lágir. Um fjórð­ungur allra íbúða­lána eru nú óverð­­tryggð og á breyt­i­­legum vöxt­­um. Tíu vaxtahækkanir í röð hafa stökkbreytt greiðslubyrði þess hóps og hann tekur á sig þessar hækkanir af fullum þunga.

Í síðustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur fram að greiðslu­­­byrði óverð­­­tryggðra lána sé nú 63.600 krónur fyrir hverjar tíu millj­­­ónir króna sem teknar eru að láni. Það þýðir að fyrir þann sem er með 50 milljón króna lán er greiðslu­­­byrðin á mán­uði 318.000 krón­­­ur. Í maí í fyrra, þegar stýrivextir voru í sög­u­­­legu lág­­­marki, var greiðslu­­­byrði af láni upp á sömu upp­­­hæð 188.500 krón­­­ur. Hún hefur því hækkað um 129.500 krónur á einu og hálfu ári, eða um 69 pró­­­sent. Það er aukin greiðslu­­­byrði upp á rúm­­­lega 1,5 millj­­­ónir króna á ári. Ef horft er styttra aftur í tím­ann, til maí 2022, hefur greiðslu­­­byrðin af ofan­­­greindu láni hækkað um 89.500 krónur á mán­uði, eða um 39 pró­­­sent. 

Ofan á þetta eru 4.451 heim­ila með óverð­­­tryggð lán á föstum vöxtum sem koma til end­­­ur­­­skoð­unar næsta árið. Fjöldi heim­ila lýkur líka fast­­­vaxta­­­tíma­bili sínu á árinu 2024 en alls koma 340 millj­­­arðar króna í óverð­­­tryggðum íbúða­lánum til vaxta­end­­­ur­­­skoð­unar á þessum tveimur árum. Á árinu 2025 koma svo lán upp á 250 millj­­­arða króna í við­­­bót til end­­­ur­­­skoð­un­­­ar, en þorri þeirra lána eru óverð­­­tryggð. 

Því er ljóst að stór hluti heim­ila í land­inu annað hvort býr við veru­­­­lega auk­inn hús­næð­is­­­­kostnað eða sér fram á veru­­­­lega aukn­ing­u.

Þessi kostnaður er ekki reiknaður með þegar fjármála- og efnahagsráðuneytið reiknar út kaupmátt ráðstöfunartekna. 

Hætt við efnahagslegum óstöðugleika

Í greiningunni segir að niðurstaða þegar gerðra kjarasamninga feli í sér meiri launahækkanir en samkvæmt síðustu grunnspá Seðlabankans. Það gæti leitt til um 0,5 prósent meiri verðbólgu í ár en samkvæmt grunnspánni, sem jafnframt lá til grundvallar síðustu vaxtaákvörðun. Ef verðbólga verður meiri en spár gera ráð fyrir, þá aukast líkurnar á því að Seðlabankinn hækki vexti enn frekar, enda beitir hann því tóli til að slá á verðbólgu. Gerist það mun vaxtakostnaður heimila aukast. 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið varar við því í greiningunni að efnahagslegur óstöðugleiki gæti aukist þegar líða tekur á árið. Það muni gerast ef launhækkanirnar dragi enn úr trúverðugleika peningastefnunnar og vaxtamunur við útlönd eykst verulega. „Skilvirkasta leið stjórnvalda til að við vinna gegn þeirri þróun væri að auka aðhald opinberra fjármála, eða a.m.k. að fjármálaáætlun í voru lýsi trúverðugri og nokkuð framhlaðinni áætlun um minnkandi hallarekstur og lækkandi skuldir.“

Tilfærslutekjur heimilanna frá ríkinu, þar með taldar bætur almannatrygginga, húsnæðis- og barnabætur, hækka um sex prósent á hvern íbúa samkvæmt lokaáætlun fjárlaga, að því er segir í greiningunni. Þær standa þar með í stað á raunvirði miðað við verðbólguspá. Með öðrum orðum fá þeir sem þær þiggja nákvæmlega jafn mikið fyrir peninginn í ár og þeir fengu í fyrra jafnvel þótt bæturnar hafi hækkað í krónum talið. 

Í greiningunni er tekið dæmi að einstæðum barnlausum öryrkja, sem fær nú 366 þúsund krónur í örorkubætur á mánuði. Það er 25 prósent meira en fyrir áramót, eða sjö prósent hærri bætur, en allt að sjö prósent verðbólga étur þá hækkun upp. Þá á eftir að taka tillit til vaxtakostnaðar. Eftir skatt er einstæði, barnlausi öryrkinn með 311 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“
Sjö þúsund heimili fengu 1,1 milljarð í vaxtabætur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær
Fréttir

Sjö þús­und heim­ili fengu 1,1 millj­arð í vaxta­bæt­ur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær

Ís­lensk stjórn­völd hafa skipt um hús­næð­isstuðn­ings­kerfi á und­an­förn­um ára­tug. Stuðn­ing­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur úr kerfi sem miðl­ar hon­um fyrst og síð­ast til lægri tekju­hópa yf­ir í kerfi sem læt­ur hann að uppi­stöðu renna til þriggja efstu tekju­hóp­anna. Breyt­ing sem gerð var und­ir lok síð­asta árs skil­aði sér að mestu til milli­tekju­fólks.
Taylor Swift reis upp frá dauðum
Menning

Tayl­or Swift reis upp frá dauð­um

Ár­ið 2016 var Tayl­or Swift slauf­að fyr­ir að vera drama­tískt fórn­ar­lamb. Síð­an þá hef­ur hún gef­ið út sex plöt­ur og sú sjö­unda er á leið­inni. Hún er vin­sæl­asta popp­stjarna heims og tón­leika­ferða­lag­ið henn­ar, The Era's Tour, verð­ur að öll­um lík­ind­um tekju­hæsta tón­leika­ferða­lag allra tíma. Heim­ild­in náði tali af ungu fólki og bað það að út­skýra vel­gengni söng­kon­unn­ar.
Bensínlítrinn hækkaði um næstum tíu krónur milli mánaða
Greining

Bens­ín­lítr­inn hækk­aði um næst­um tíu krón­ur milli mán­aða

Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um bens­ín­lítra eykst veru­lega milli mán­aða og þau taka til sín þorra þeirr­ar hækk­un­ar sem varð frá miðj­um ág­úst­mán­uði. Rík­ið hef­ur boð­að að það ætli að afla 63,3 millj­arða króna með álagn­ingu á öku­tæki og eldsneyti á næsta ári.
Ég ásaka
Ólafur Jónsson
Aðsent

Ólafur Jónsson

Ég ásaka

Ólaf­ur Jóns­son skrif­ar um gengi krón­unn­ar og gjald­fell­ingu þjóð­ar­inn­ar.
Listahringvegurinn
Menning

Lista­hring­veg­ur­inn

Hér má sjá nokkra hápunkta lands­byggð­arlist­a­lífs­ins.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Hrafnar fylgdu honum
Minning

Hrafn­ar fylgdu hon­um

Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023
Dæmdur fyrir að hlaupa með peningana
Skýring

Dæmd­ur fyr­ir að hlaupa með pen­ing­ana

Dóm­ur sem kveð­inn var upp í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar sl. mánu­dag snér­ist um al­gengt deilu­efni: pen­inga. Til­efni rétt­ar­hald­anna á sér vart hlið­stæðu og sag­an að baki vakti at­hygli víða um heim.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.