Listamaðurinn Joe Keys flosnaði upp úr skóla 18 ára og við tóku ýmis störf, aðallega á veitinga- og kaffihúsum. „Ég varð dálítið þreyttur á þessu og eftir alveg sérstaklega ömurlegt starf sótti ég um að fara í listnám í Durham, í New College, þar sem ég bjó á þeim tíma. Það stundaði ég í tvö ár eða svo áður en ég kynntist maka mínum, Bryndísi,“ lýsir Joe. Bryndís var í skiptinámi í mannfræði við sama skóla. Joe fluttist svo til Íslands árið 2018 til að vera með ástinni sinni. Eftir eitt ár á Íslandi byrjaði Joe í myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands.
Þegar kemur að listnámi telur Joe að uppskeran sé eftir því hvernig sáð er. „Ég held að listnám sé fínt, og ég held að þú fáir út það sem þú leggur í það; samtal, samfélag og rými til að prófa hlutina.“
Joe býr og starfar í Reykjavík en hefur …
Athugasemdir