Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bændasamtökin: Ætti ekki að skipta máli hvar fjölmiðlar eru staðsettir

Ým­is fjöl­miðla­fyr­ir­tæki og hags­muna­sam­tök hafa skil­að inn um­sögn­um um frum­varp menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra um stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla. Bænda­sam­tök­in eru þar á með­al en þau telja að efn­is­tök, dreif­ing­ar­svæði og lest­ur eða áhorf fjöl­miðla ætti að skipta meira máli en hvar þeir eru „með heim­il­is­festi“ þeg­ar út­hluta á styrkj­um.

Bændasamtökin: Ætti ekki að skipta máli hvar fjölmiðlar eru staðsettir
Málefni fjölmiðla eru á borði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Mynd: Davíð Þór

Bændasamtök Íslands, sem eiga og gefa út Bændablaðið, gera athugasemd við hverjir eigi að fá auka fram­lag til rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni í umsögn sinni um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla. 

Samtökin telja að efnistök, dreifingarsvæði og lestur eða áhorf fjölmiðla eigi að skipta meira máli við ákvörðun um úthlutun fjölmiðlastyrkja en hvar á landinu fjölmiðillinn sé með heimilisfesti. Jafnframt segja þau að Bændablaðið gegni því lykilhlutverki að koma á framfæri upplýsingum um landbúnaðartengd málefni sem spanni vítt svið. Fjölmiðillinn hafi þannig mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í hinum dreifðari byggðum.

Hættu við 100 milljóna króna styrk til N4 eftir fjölmiðlaumræðu

Mikil umræða skapaðist í desember síðastliðnum þegar meiri­hluti fjár­laga­nefndar ætl­aði að úthluta styrk upp á 100 milljónir króna vegna rekst­­­­urs fjöl­miðla á lands­­­­byggð­inni sem fram­­­­leiða eigið efni fyrir sjón­­­­varps­­­­stöð. Niðurstaða meirihlutans varð þó sú að ráðstafa auka styrknum með öðrum hætti eftir mikla gagnrýni. 

Styrknum var bætt á fjár­lög eftir að beiðni þar um kom frá Maríu Björk Ingva­dótt­­ur, fram­­kvæmda­­stjóra fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins N4 á Akur­eyri. Í beiðn­inni bað hún um að 100 millj­ónir króna myndu verða látnar renna úr rík­is­sjóði til mið­ils­ins. ­ 

Í nefnd­ar­á­liti sem meiri­hlut­inn birti þann 14. desember sagði að við aðra umræðu um fjár­laga­frum­varpið hefði verið sam­þykkt til­laga um tíma­bundið fram­lag til rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni sem fram­leiða eigið efni fyrir sjón­varps­stöð. „Í ljósi umræðu í fjöl­miðlum beinir meirihlut­inn því til ráð­herra að end­ur­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­ar­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­byggð­inni þannig að aukið til­lit verði tekið til þeirra sem fram­leiða efni fyrir sjón­varp.“

Fjár­fram­lagið mun renna inn í styrkja­kerfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla og hækka þá upp­hæð sem þar verður til úthlut­unar úr 377 millj­ónum króna á þessu ári, í 477 millj­ónir króna. Það mun koma í hlut menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra að útfæra hvernig hið aukna til­lit til þeirra lands­byggð­ar­miðla sem fram­leiða sjón­varp verður tekið við úthlutun á næsta ári. 

Bændablaðið hafi „hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í hinum dreifðari byggðum“

Bændasamtök Íslands fagna í umsögn sinni framkomu frumvarps um styrki til einkarekinna fjölmiðla en þar segir að samtökin haldi úti einum stærsta prentmiðli landsins. „Sá miðill er Bændablaðið en hann gegnir lykilhlutverki í að koma á framfæri upplýsingum um landbúnaðartengd málefni sem spanna vítt svið. Í ljósi mjög aukinnar áherslu á fæðuöryggi, matvælaöryggi, umhverfis- og loftslagsmál, sjálfbærni og nýsköpun í landbúnaði þarf vart að fjölyrða um hversu mikilvægur miðillinn er allri umræðu og upplýsingu þjóðarinnar. Þá er Bændablaðið langmest lesni prentmiðillinn á landsbyggðinni eða með yfir 40 prósent meðallestur og hefur því mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í hinum dreifðari byggðum.

Rekstrarumhverfi prentmiðils á borð við Bændablaðið hefur verið afar erfitt síðustu árin vegna gríðarlegra hækkana á gjaldahliðinni sem erfitt eða jafnvel ómögulegt er að mæta á tekjuhliðinni. Því er stuðningurinn sem hér um ræðir lykilatriði í því að hægt sé að halda úti vandaðri og upplýstri umræðu um landbúnað sem er einn af grunnatvinnuvegum landsins,“ segir í umsögninni. 

Varðandi auka 100 milljóna króna framlagið þá telja Bændasamtökin, eins og áður segir, að efnistök, dreifingarsvæði og lestur eða áhorf fjölmiðla eigi að skipta meira máli við ákvörðun um úthlutun slíkra styrkja en það hvar á landinu fjölmiðillinn sé með heimilisfesti. Þannig eigi stuðningurinn ekki að vera takmarkaður við framlag til rekstrar fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöðvar. 

Bændablaðið er í eigu og gefið út af Bændasamtökum Íslands sem eru hagsmunasamtök.

Bændasamtökin fengu 16,8 milljónir í fyrra

Alls fengu 25 fyrirtæki rekstrarstyrk úr ríkissjóði vegna fjölmiðlareksturs árið 2022. Aukin fjöldi umsókna, hærri styrkir til sumra og minni heildarpottur orsakaði það að flestir fréttamiðlar fengu lægra hlutfall af stuðningshæfum kostnaði endurgreiddan en árið þar á undan. 

Þrjú stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, Árvak­ur, Sýn og Torg fengu hvert um sig tæp­lega 66,8 millj­ónir króna í rekstr­ar­stuðn­ing úr rík­is­sjóði. Alls var 381 milljón króna úthlutað af sér­stakri úthlut­un­ar­nefnd og því fór tæp­lega 53 pró­sent heild­ar­upp­hæð­ar­innar sem úthlutað var í rekstr­ar­styrki til fjöl­miðla til þessara þriggja fjölmiðlafyrirtækja. 

Sá aðili sem jók rekstr­ar­stuðn­ing sinn mest milli ára í fyrra voru Bænda­sam­tökin, sem eru ekki atvinnu­greina­flokkuð sem útgáfu­starf­semi heldur sem hags­muna­sam­tök. Rekstr­ar­stuðn­ing­ur­inn var vegna útgáfu Bænda­blaðs­ins og nam 16,8 millj­ónum króna, sem var 4,4 millj­ónum krónum meira en Bænda­sam­tökin fengu í greiðslur árið 2021.

Rit­stjórn Bænda­blaðs­ins heyrir undir útgáfu- og kynn­ing­ar­svið Bænda­sam­taka Íslands. Á heima­síðu Bænda­sam­tak­anna segir að hlut­verk þeirra sé að vera „málsvari bænda og gæta hags­muna þeirra í hví­vetna“. Meg­in­mark­mið þeirra sé að „beita sér fyrir bættri afkomu bænda, betri rekstr­ar­skil­yrðum í land­bún­aði auk þess að miðla upp­lýs­ingum og sinna fræðslu til sinna félags­manna“. Bænda­blaðið er jafnframt sent end­ur­gjalds­laust á öll lög­býli á Íslandi.

Vilja að ríkið hætti að keppa við einkarekna fjölmiðla

Fleiri fyrirtæki hafa sent inn umsögn við frumvarp ráðherra. Í umsögn Árvakurs, sem gefur út Morgunblaðið, segir að frumvarpið breyti litlu fyrir einkarekna fjölmiðla frá því sem verið hefur „enda virðist ætlunin með því fremur að fresta því að taka á vanda fjölmiðla en að leysa hann. Verði frumvarpið að lögum er stuðningurinn þó framlengdur, sem ætla má að gagnist fjölmiðlunum, en mjög mismikið þó.“

Einnig viðrar Árvakur áhyggjur yfir því hvernig stjórnvöld og Alþingi hafi nálgast það að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. „Margt er hægt að gera til að bæta rekstrarumhverfið fyrir utan að veita beina styrki. Ríkið getur hætt að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði, ríkið getur leyft auglýsingar áfengis, sem almenningur hvort eð er sér hvarvetna á netinu, og ríkið getur lagt sig fram um að jafna aðstöðu erlendra miðla sem notaðir eru hér á landi og innlendra miðla. Ekkert af fyrrgreindu getur talist stuðningur, miklu frekar að tryggja sanngjarnt rekstrarumhverfi.“

Árvakur leggur til að ríkið geti veitt óbeinan stuðning eins og algengt sé erlendis, svo sem með því að fella niður virðisaukaskatt af áskriftum prentmiðla og með því að afnema í heild eða hluta tryggingagjald hjá starfsmönnum fjölmiðla. „Ef veita á beinan rekstrarstuðning þarf að horfa til þess að hann sé einfaldur, sanngjarn og nýtist til að styðja við raunverulega fjölmiðlun hér á landi en sé ekki svo rýr eða með svo lágu þaki að hann nýtist lítið eða skekki jafnvel samkeppnisstöðuna, eins og raunin er við núverandi fyrirkomulag.“

Styrkurinn „einungis dropi í hafið“

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn sér ekki ástæðu til að fjalla um einstök ákvæði fyrirliggjandi frumvarps í umsögn sinni. „Ástæðan er einföld. Gamaldags styrkjakerfi, sem er til þess fallið að draga úr sjálfstæði fjölmiðlaveitna og er auk þess að umfangi einungis sem dropi í hafið, mun ekki til lengri tíma duga til að einkareknir fjölmiðlar hér á landi búi við viðunandi rekstrarumhverfi.“

Af þeim sökum þurfi Alþingi í það minnsta að grípa samhliða til annarra aðgerða. „Í því sambandi hefur meiri hluti allsherjar- og menntamálanefndar fyrir tæpu ári síðan áréttað mikilvægi þess að vinnu við skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna verði hraðað sem kostur er enda streymir þó nokkurt hlutfall af auglýsingatekjum úr landi og ekki eru greiddir sömu skattar og skyldur af þeim tekjum líkt og ef auglýst er innan lands. Er skorað á nefndina að láta verkin tala og fylgja eftir þessum áformum, enda ljóst að hinn fyrirhugaði ríkisstuðningur einn og sér mun duga skammt til að lagfæra samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla hér á landi,“ segir í umsögn Sýnar. 

Síminn beinir sjónum sínum meðal annars að veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í sinni umsögn. „Það er álit Símans að frumvarpið eins og það liggur fyrir framlengi skekkju á samkeppnismarkaði að óþörfu, skekkju sem því miður hefur aukist á síðustu árum. Fjölmiðlamarkaður verður ekki eðlilegur fyrr en löggjafinn kemur böndum á eigin fjölmiðlarekstur, Ríkisútvarpið.“

Heildarfjárhæð stuðnings of lág

Blaðamannafélagið fagnar í umsögn sinni að nú sé komið inn ákvæði í frumvarpið sem áréttar að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis og að það sé almannahagur að fyrirsjáanlegt stuðningskerfi, fjármagnað af hinu opinbera, styðji við og efli ritstjórnir á einkareknum frétta- og dagskrármiðlum.

Félagið gerir aftur á móti athugasemdir við að heildarfjárhæð stuðnings sé of lág en fagnar þó því 100 milljóna króna aukaframlagi sem fjárlaganefnd tók ákvörðun um fyrir jól. „Til samanburðar fá stjórnmálaflokkar nær tvöfalt hærri heildarupphæð til þess að „efla lýðræðið“ eins og segir í lögum þar um.“

„Markmiðið með stuðningnum er ekki síst að jafna stöðu íslenskra fjölmiðla gagnvart erlendum auglýsingaveitum og samfélagsmiðlum. Æskilegt er að þessu markmiði væri fylgt eftir af hálfu stjórnvalda með því að innleiða skattlagningu af tekjum hinna erlendu stórfyrirtækja á íslenskum markaði,“ segir í umsögn Blaðamannafélagsins. 

Telja að fjölmiðlar þurfi og verði að starfa óháðir ríkisvaldi

Útvarp Saga segist í sinni umsögn vera andvíg frumvarpinu, sem viðhaldi „óheilbrigðu samkeppnisumhverfi einkarekinna fjölmiðla“ og „forréttindastöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði“.

„Fjölmiðlar þurfa og verða að starfa óháðir ríkisvaldi. Úthlutun ríkisstyrkja til fjölmiðla dregur úr trúverðugleika þeirra, þar sem atvinnuhagsmunir blaða-og fréttamanna og afkoma þeirra hjá einkareknum fjölmiðlum eru óhjákvæmilega tengd og háð fjárframlagi opinberra aðila. Slíkt fyrirkomulag er til þess fallið að skapa tortryggni og bíður uppá frændhygli. Jafnframt er óeðlilegt að ríkisstjórn geti tryggt sér vinsældir hjá fjölmiðlum sem fá ríkisstyrki,“ segir meðal annars í umsögn Útvarps Sögu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
1
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
2
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
3
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Á vettvangi með kynferðisbrotadeildinni: Leigubílstjórinn handtekinn
10
VettvangurÁ vettvangi

Á vett­vangi með kyn­ferð­is­brota­deild­inni: Leigu­bíl­stjór­inn hand­tek­inn

„Halló. Þú þarft að koma með okk­ur,“ seg­ir lög­regl­an við mann sem verð­ur færð­ur á lög­reglu­stöð vegna gruns um kyn­ferð­is­brot. Áð­ur hafði leigu­bíl­stjóri ver­ið hand­tek­inn vegna sama máls. Báð­ir menn­irn­ir eru komn­ir í far­bann. Á vett­vangi er ný hlað­varps­sería þar sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hér er fyrsti þátt­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár