Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þorsteinn hafnar aðdróttunum um „mútustarfsemi“ í Þorlákshöfn

Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Horn­steins og tals­mað­ur þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg, hafn­ar öll­um ávirð­ing­um um að fyr­ir­tæk­ið sé að bera fé á íbúa Þor­láks­hafn­ar til að afla fyr­ir­tæk­inu stuðn­ings við fyr­ir­hug­aða verk­smiðju í bæn­um. Hann upp­lýs­ir í yf­ir­lýs­ingu að Heidel­berg hafi greitt 3,5 millj­ón­ir í styrki til fé­laga­sam­taka í Þor­láks­höfn.

Þorsteinn hafnar aðdróttunum um  „mútustarfsemi“ í Þorlákshöfn
Hafnar ásökunum um mútustarfsemi Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelbergs, hafnar ásökunum um mútustarfsemi í Þorlákshöfn. Fyrirtækið styrkti félagasamtök í bænum um 3,5 milljónir. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þorsteinn Víglundsson, talsmaður þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg og forstjóri fyrirtækisins Hornsteins sem Heidelberg á meirihluta í, segir að fréttaflutningur Heimildarinnar um fyrirhugaða „mölunarverksmiðju í bænum séu „fráleitar“. Þetta segir hann í yfirlýsingu til Heimildarinnar.

„Fyrirtækið hafnar alfarið grófum aðdróttunum um nokkurs konar mútustarfsemi eða óeðlileg samskipti í því skyni að kaupa sér velvild eða fyrirgreiðslu.“
Þorsteinn Víglundsson,
forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg á Íslandi

Þýska fyrirtækið sem Þorsteinn vinnur fyrir vill byggja verksmiðju í Þorlákshöfn sem á að mala móberg fyrir sementsgerð og reynir nú að koma þessari framkvæmd á koppinn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir við Heimildina að framkvæmdin muni alltaf fara í íbúakosningu þar sem kjósendur í Ölfusi ákveða hvort af framkvæmdinni verður. 

Eins og Heimildin fjallaði um í dag og í vikunni bauð Heidelberg félagasamtökum í Þorlákshöfn fjárstyrki í desember. Lúðrasveitin í bænum hafnaði styrknum en björgunarsveitin þáði hann. Það sem virðist sérstaklega fara fyrir brjóstið á Þorsteini eru þau orð stjórnarformanns lúðrasveitarinnar, Ágústu Ragnarsdóttur, að styrktarboðið hafi virkað eins og einhvers konar tilraun til að bera fé á fólk. „Þetta var mjög óþægilegt og maður vill hreinlega ekki trúa því að þetta séu einhverjar mútur. Mér fannst þetta mjög, mjög skrítið.  Við höfum aldrei lent í því áður að vera boðinn peningur fyrir ekki neitt,“ sagði Ágústa við Heimildina en lúðrasveitin hafnaði styrknum. 

Í yfirlýsingu sinni upplýsir Þorsteinn að Heidelberg hafi veitt styrki upp á samtals 3,5 milljónir króna til félagasamtaka í Þorlákshöfn.  Ekki liggur fyrir hverjir þáðu styrkina, fyrir utan björgunarsveitina. 

Þorsteinn segir að það sé fráleitt að markmið Heidelberg með styrkjunum sé að reyna að hafa óeðlileg áhrif á skoðanir fólks á fyrirtækinu.  „Fyrirtækið hafnar alfarið grófum aðdróttunum um nokkurs konar mútustarfsemi eða óeðlileg samskipti í því skyni að kaupa sér velvild eða fyrirgreiðslu. Enginn fótur er fyrir slíkum vangaveltum enda fráleitt að verið sé að „bera fé“ á lúðrasveit til að hafa áhrif á skoðanir fólks, líkt og miðillinn heldur fram í umfjöllun sinni. Það er alþekkt að fyrirtæki styðji við ýmis verkefni í nágrenni sínu og fá dæmi um að því sé haldið fram að slíkar styrkveitingar miði að því að hafa óeðlileg áhrif á skoðanir fólks á einstökum verkefnum.“

Yfirlýsing Þorsteins til Heimildarinnar fer hér á eftir í heild sinni: 

Fráleitur fréttaflutningur af starfsemi í Þorlákshöfn

 Vegna fréttar Heimildarinnar þann 16. og 17. janúar sl. sem snertir fyrirhugaða starfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. 

 Heidelberg Materials hefur áform um að hefja starfsemi í Þorlákshöfn á næstu árum og hefur átt í góðu samstarfi og samtali við fjölmarga aðila við undirbúning verkefnisins, þ.á m. Íbúa sveitarfélagsins. Bæði Heidelberg Materials og Hornsteinn starfa samkvæmt skýrum siðareglum og reglum um háttsemi í starfsumhverfi sínu. Frá upphafi hefur það verið skýrt að mikill vilji er til að vinna í sátt við samfélagið í Þorlákshöfn og sýna samfélagslega ábyrgð. Heidelberg Materials hafði því í lok árs 2022 frumkvæði að því að styrkja nokkur samfélagsverkefni í bæjarfélaginu, án nokkurra kvaða eða auglýsinga, og voru nokkur samfélagstengd verkefni styrkt um samtals 3,5 milljónir króna. 

Fyrirtækið hafnar alfarið grófum aðdróttunum um nokkurs konar mútustarfsemi eða óeðlileg samskipti í því skyni að kaupa sér velvild eða fyrirgreiðslu. Enginn fótur er fyrir slíkum vangaveltum enda fráleitt að verið sé að „bera fé“ á lúðrasveit til að hafa áhrif á skoðanir fólks, líkt og miðillinn heldur fram í umfjöllun sinni. Það er alþekkt að fyrirtæki styðji við ýmis verkefni í nágrenni sínu og fá dæmi um að því sé haldið fram að slíkar styrkveitingar miði að því að hafa óeðlileg áhrif á skoðanir fólks á einstökum verkefnum.

Heidelberg Materials hefur gert sitt besta til að stuðla að skýrri upplýsingagjöf, m.a. með íbúafundi þar sem athugasemdir og spurningar íbúa komu fram sem og með dreifingu bæklings og opnun vefsvæðis um verkefnið. Auk þess hafa skýr og eðlileg skoðanaskipti átt sér stað víða, m.a. í fjölmiðlum. Þetta er einmitt gert með það að leiðarljósi að forsendur verkefnisins séu öllum ljós svo fólk geti sjálft myndað sér upplýsta skoðun. 

Um fullyrðingar í fréttinni sem snúa að fyrirtækjunum Jarðefni og Jarðefnaiðnaði getur undirritaður lítið sagt. Jarðefnaiðnaður ehf. á óbeinan hlut í Hornsteini sem er að meirihluta í eigu Heidelberg Materials.

Starfsemi Jarðefnaiðnaðar ehf., jarðakaup eða önnur viðskipti sem lýst er í umfjölluninni, tengjast hvorki starfsemi Hornsteins né starfsemi Heidelberg á Íslandi með neinum hætti. Innrömmun blaðamanns á meintum tengslum fyrirtækjanna tveggja geta hins vegar í besta falli flokkast sem kæruleysisleg vinnubrögð og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Augljóst er að hverju verið er að ýja. Hefði blaðamaður haft fyrir því að bera þessar aðdróttanir undir Heidelberg hefði fyrirtækið getað upplýst að engin tengsl af nokkru tagi eru á milli fjárfestinga Jarðefnaiðnaðar í Ölfusi og fyrirhugaðrar uppbyggingar á vegum Heidelberg í Þorlákshöfn.

Heidelberg hefur átt í góðu samtali við samfélagið og bæjaryfirvöld og vinnur nú að næstu skrefum, m.a. með hliðsjón af ábendingum og áhyggjum sem fram hafa komið meðal íbúa. Móbergsvinnsla í Þorlákshöfn er risastórt verkefni sem getur haft mikil jákvæð efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélagið og jákvæð loftslagsáhrif, en krefst um leið talsverðrar yfirbyggingar og umsvifa. Þar skiptir öllu máli að umfjöllun sé skýr og málefnaleg. Það er eðlilegt og sjálfsagt að fólk hafi mismunandi skoðanir á verkefni sem þessu. Aðdróttanir og hálfkveðnar vísur sem sýna málið í annarlegu ljósi eru hins vegar engum til sóma.

                                                            Þorsteinn Víglundsson,

forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Materials á Íslandi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vonbrigði að nýi aðhaldsmiðillinn Heimildin þolir ekki væga gagnrýni og eyðir athugasemd eins og þessari:

    "Hugrekki stjórnarformanns lúðrasveitarinnar er lofsvert. Þurfum fleiri sem þora. Heimildin lifir á þeim sem þora.

    Sjónarhorn Heimildarinnar lofaði góðu þangað til útdráttur "umfjöllunarinnar" og tonn af yfirlýsing forstjórans varð það eina sem stóð eftir. Engin yfirlýsing frá Ágústu!? 1-0 fyrir Þorsteini og krísustjórnun hans."
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Erlent fyrirtæki styrkir aðila í öðru landi bara af góðmennsku einni en tilviljun ræður að það hefur áhuga á arðbærum framkvæmdum sem eru líklegar til að valda litlum raunhagnaði en verulegu raski á ... af einskærri tilviljun líka .... nákvæmlega sama stað.

    Fyrirgefið en ef þetta er ekki að bera fé á fólk... hvað er þetta þá ? Einskær góðmennska að íslenskum sið ?

    Bullið í Þorsteini... þetta eru vel þekktar og stundaðar aðgerðir sem eru í þeim tilgangi að kaupa sér "goodwill" og refsivert í mörgum löndum.
    2
    • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
      Mikið er ég sammála þér. Og þetta fyrirtæki er ekki starfandi í Þorlákshöfn. Það er að reyna að troða sér þangað.
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár